31 október, 2006

Vísindaferð til Flugmálastjórnar

Sælar,

Skráningu í vísindaferðina til Flugmálastjórnar er lokið og eru þetta þeir sem skráðu sig í ferðina hlakka til að sjá ykkur á föstudaginn.

kv. Stjórnin

30 október, 2006

Skráning í vísindaferð til Flugmálastjórnar

Heil og sæl öll,

Skráning í vísindaferðina sem verður farin til Flugmálastjórnar á föstudaginn 3 nóv. hefst í hádeginu á morgun (þriðjudag) og komast 40 manns með í ferðina. Félagar í Ökonomiu ganga fyrir í ferðina.

kv Stjórnin

26 október, 2006

Hagstjórnardagurinn

Heil og sæl

Hinn víðfrægi hagstjórnardagur verður haldinn með pompi og prakt núna á föstudaginn.

Dagurinn hefst á því að allir fróðleiksfúsir nemendur hagfræðinnar fara á ýmsa áhugaverða og skemmtilega fyrirlestra sem eru í boði þennan dag.

Eftir það er svo haldið til Snóker og poolstofunar (Lágmúla 5) kl: 5 þar sem að keppt verður á milli hagfræðinema og stjórnmálafræðinema í Pool.

Um kvöldið, eða kl: 7 hefst svo aðalballið niðri á Glaumbar þar sem við munum keppa í drykkjukeppni, spurningarkeppni, skák og sjómanni fyrir hönd beggja kynja!!!

Ökonomia auglýsir hér með eftir keppendum í greinarnar sem nefndar eru hér að ofan. Hægt er að skrá sig í liðin með því að senda póst á Ökonomiu en einnig er hægt að bjóða fram hæfileika sína á staðnum.

Fyrir Ökonomiu félaga verður áfengi frítt á meðan byrgðir endast á Glaumbar og poolið einnig. Fyrir þá sem ekki eru félagar kostar 500 kr inn á herlegheitin á Glaumbar á meðan bjórinn er enn að klárast og fullt verð er í pool. Svo muniði að það er krúsjal að mæta með Ökonomiu skírteinið sitt í gleðina (ef þið eru ekki ennþá búin að ná í það þá verðum við í stjórninni með kortin á okkur á föstudaginn) og sýnum stjórnmálafræðinemum hvar Davíð keypti ölið!

Kveðja
Stjórnin

11 október, 2006

Vér meðmælum öll

Næstkomandi fimmtudag munu stúdentar mæla með háskólamenntun og bera meðmælin yfirskriftina “Vér meðmælum öll”.

Umræða um háskólastigið hefur gjarnan haft á sér heldur neikvæðan blæ. Nú er ætlunin að nálgast málefnið á jákvæðan hátt, setja fram hugmyndir og útfærslur og benda á ákjósanlegar leiðir til úrbóta og framfara á sviði háskólamenntunar. Við stúdentar verðum að standa saman og setja menntamál á dagskrá næstu Alþingiskosninga.

Stúdentaráð stendur fyrir undirskriftasöfnun á slóðinni: http://student.is/undirskriftir/ . Þar er að finna yfirlýsingu sem að við hvetjum alla námsmenn, sem og aðra Íslendinga til að skrifa undir.

Meðmælin ná hámarki næstkomandi fimmtudag þegar stúdentar safnast saman fyrir framan Aðalbyggingu HÍ kl. 15:00, þaðan verður gengið að Alþingishúsinu og haldin verða meðmæli á Austurvelli kl.15:30.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Stúdentaráðs: www.student.is

Með von um að sem flestir hagfræðinemar muni sjá sér fært um að mæta á morgun.

10 október, 2006

Skráningu í vísindaferðina í Landsbanka Íslands er lokið

Sæl öll,

Þá er skráningunni í Landsbanka Íslands lokið og eru þetta þeir sem skráðu sig og komast með í ferðina. Það er ekki rúta frá Odda í þetta skiptið og því er mæting beint í húsnæði Landsbankans í Hafnarstræti við hliðina á veiðibúðinni sem er staðsett á horninu kl 17:00 og áætlað að fyrirlesturinn hefjist kl 17:15. Fyrirlesturinn verður í matsal bankans á efstu hæðinni. Við munum koma til með að ath skírteini hjá félagsmönnun og verður þeim sem ekki hafa skírteini gefið færi á að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang í ferðina. Ég vil því biðja ykkur að mæta tímanlega svo að gleðin tefjist ekki mikið. Að vísindaferðinni lokinni er svo rúta á Októberfest fyrir þá sem vilja þangað fara. Ekki verður farið á Hverfisbarinn í þetta skipti á vegum Ökonomiu.

Hér er einungis verið að tala um hagfræðinema við Háskóla Íslands því e-ð bar á því að stúdentar við aðrar deildir væru að skrá sig í ferðina. Vísindaferðir á vegum Ökonomiu eru einungis fyrir nemendur í hagfræðinámi við Háskóla Íslands nema að annað sé tekið fram.

Sjáumst hress á föstudaginn í Landsbankanum.

kv. Ingi Þór
Formaður Ökonomiu

Vísindaferð í Landsbanka Íslands og Októberfest

Nú er allt að gerast því hin frábæra hátíð Októberfest hefst á morgun (miðvikudag) í stóra tjaldinu á háskólasvæðinu. Ég hvet ykkur til að mæta á hátíðina því þetta er einn af stærstu atburðum sem eiga sér stað á hverjum vetri í háskólalífinu.

Á föstudaginn 13 október verður farið í vísindaferð í Landsbanka Íslands og er hægt að skrá sig í ferðina hér og komast einungis 40 með í ferðina, munið að félagar í Ökonomiu ganga fyrir í skráningu í ferðina. Það verður ekki rúta frá Odda niður í Landsbankann og er því mæting í húsnæði Landsbankans í Hafnarstræti kl 17:00 á föstudaginn og byrjar fyrirlesturinn kl 17:15. Það verður svo rúta frá Landsbankanum á Októberfest þar sem skemmtunin halda áfram langt fram eftir nóttu.

kv Stjórnin

03 október, 2006

Skráningu í VÍS er lokið

Hér með er skráningu í vísindaferðina í VÍS með viðskiptafræðinni lokið. Skráðu sig 42 og þar af voru 4 sem ekki eru félagar í Ökonomiu geta því 2 félagar sent félaginu póst og skráð sig. Þetta eru þeir sem hafa skráð sig í ferðina.

kv Stjórnin