14 nóvember, 2006

Skráning í vísindaferð til Landsvirkjunar

Sælar,

Skráning í vísindaferðina til Landsvirkjunar er hér með hafin og er hægt að skrá sig hérna. Komast 40 manns með í ferðina og munið að félagar í Ökonomiu ganga fyrir í ferðina. Við eigum að vera komin 16:30 á staðinn svo þið sem farið með rútunni mætið tímanlega í Odda. Rútan fer ekki seinna 16:15.

kv Stjórnin

Skráning í vísindaferð

Sælar,

Skráning í vísindaferðina til Landsvirkjunar hefst á morgun (miðvikudag) kl 12:00 en ekki í dag, beðist er velvirðingar á þessum töfum. Ég vildi bara segja ykkur að þetta er seinasta ferðin á þessari önn og því hvet ég sem flesta til að mæta.
Komast 40 með í ferðina og munið að félagar í Ökonomiu ganga fyrir í ferðina.


kv Stjórnin.

07 nóvember, 2006

Bjórskákmót Glitnis

Sælar,

Vegna ófyrirséðra breytinga á vísindaferðinni í KBbanka sem áætluð var næstkomandi föstudag hefur Ökonomia tekið þá ákvörðun að halda eitt stykki Bjór-skákmót og er Glitnir banki aðalstyrktaraðili mótsins í ár. Teflt verður á Hverfisbarnum og er mæting þangað kl 19:00 á föstudeginum.


Reglurnar er mjög einfaldar:
Hver skák er 5 mín.
1 stig fæst fyrir hverja unna skák,
1/2 stig fæst fyrir hvern kláraðan 0.33cl bjór á meðan skákinni stendur.
Telfd verður ein umferð og sá/sú sem verður með flest samanlögð stig eftir umferðina verður krýnd/ur Bjór-skákmeistari Ökonomia haustönnina 2006.

Hlakka til að sjá sem flesta.
kv Stjórnin

02 nóvember, 2006

Útskriftarferð vorið 2007

Jæja krakkar mínir, þá er nú kominn tími til að kíkja í kringum sig upp á útskrifarferð að gera!

Krakkarnir sem fóru í slíka ferð í fyrra notuðust við ferðaskrifstofuna Apollo, og reyndist hún þeim gríðarlega vel. Heimasíðan þeirra er www.apollo.is

Þeir hjá Apollo koma svo og halda kynningu fyrir mann.

Já, þeir sem hafa áhuga á að taka vel á því eftir prófin næsta vor, kíkiði endilega á þessa heimasíðu og sendið mér meil tilbaka um hvaða stað þið hafið helst áhuga á, mega jafnvel vera topp 3 staðir sem þið hefðuð áhuga á.

Þegar ég svo hef talið saman öll "atkvæðin" sem berast í tugatali :), þá hef ég samband aftur og boða ykkur á kynningu sem Apollo heldur fyrir okkur.

Jæja, vonandi heyri ég frá sem flestum!!

Bestu kveðjur,
Bragi Bragason

PS, endilega látið aðra 3. árs nema vita af þessu ef ég skyldi hafa gleymd einhverjum.

Mæting í vísindaferð

Sælar,
Vísindaferðin til Flugmálastjórnar verður aðeins í fyrri kantinum en hagfræðinemar eiga að venjast. Mæting í rútuna er kl 16:00 uppí Odda og er áætlað að við verðum mætt kl 16:30 í húsnæði Flugmálastjórnar á Rvk-flugvelli. Stefnt er á að vera komin á Hverfisbarinn um kl 19:30 og mun gleðin halda þar áfram langt eftir nóttu.

kv. Stjórnin