30 janúar, 2007

Megaflott danssýning

Sæl öll,

Við vildum benda ykkur á þessa nýju og geðveikt flottu sýningu sem er verið að frumsýna núna á næstu dögum og það sakar ekki að hagfræðinemar eiga dansara í sýningunni. Endilega kynnið ykkur þetta.

kv Stjórnin.

27 janúar, 2007

Myndir myndir myndir

Myndir frá síðustu skemmtunum Ökonomiu voru að detta inn úr myndavélinni og getið þið nálgast myndirnar frá vísindaferðinni í LÍÚ hérna og hér er hægt að nálgast myndirnar frá grímuballinu sem var haldið í gærkvöldi. Það var karakter úr kvikmyndinni Dumb & Dumber sem vann til fyrstu verðlauna og var það Bragi Bragason sem var klæddur í það gervi, önnur verðlaun kvöldsins fékk SÖK fyrir einfaldan en glæsilegan búning. Dans kvöldsins átti Doddi og er hægt að nálgast hann hérna.

Næsti dagskrárliður er árshátíðin sem verður haldin 9.feb. og verður hún auglýst síðar.

Takk fyrir skemmtilegt kvöld í gær.
kv Stjórnin

23 janúar, 2007

Grímuball Ökonomiu

WASSSSUPPP !!!!

Ökonomia mun koma til með að halda GRÍMUBALL næstkomandi flöskudag að Sóltúni 20 í Rvk. Það munu verða veitt verðlaun fyrir flottasta og frumlegasta búninginn (ath. bara ein verðlaun) og erum við að tala um flott verðlaun og geta einungis meðlimir í Ökonomiu unnið til verðlaunanna. Ökonomia hefur ákveðið að gefa böns mikið af áfengi og tilheyrandi dóti af þessu tilefni, ath fyrstur kemur fyrstur fær.

Ballið byrjar um 20 og stendur til 01 um nóttina.

Nánari lýsing á staðsetningunni er:
Djammið er í Sóltúni 20. Til nánari skýringa;
=> Borgatún
=> Hringtorg hjá bensínstöð
=> Beygja upp þar og fara til vinstri
=> Salur á efri hæð til hægri

Hlakka til að sjá sem flesta í búningum.

kv Stjórnin.

Svört peysa

Sælar,

Það gleymdist svört peysa í vísindaferðinni í LÍÚ og getur viðkomandi haft samband við okkur til að nálgast hana.

kv Stjórnin

17 janúar, 2007

Skráningu lokið

Þá er skráningu lokið í fyrstu vísindaferðina sem verður farin nú í vor og eru þetta þeir sem hafa skráð sig. Mæting er upp í Odda líkt og vanalega og er mæting kl 16:30, við stefnum á að vera komin til LÍÚ um kl 17:00. Þau ykkar sem ekki að ætla að koma með rútunni þá er LÍÚ með starfsemi sína að Borgartúni 35 og þið getið mætt þangað um kl 17. Eftir vísindaferðina er ferðinni heitið á Glaumbar (sömu tilboð gilda þar og á Hverfisbarnum) og mun gleðin verða allsráðandi langt frameftir nóttu.

Sjáumst hress á flöskudaginn
kv Stjórnin

16 janúar, 2007

Vísindaferð í LÍÚ

Sælar,

Hér með hefst skráning í fyrstu vísindaferð sem verður farin nú í vor og er förinni heitið í LÍÚ. Komast 40 með í þetta skiptið og líkt og venjulega ganga félagar í Ökonomiu fyrir í ferðina. Þið getið skráð ykkur með því klikka á þennan link.

kv Stjórnin

11 janúar, 2007

Gleðilegt ár

Við erum loksins komin aftur til landsins eftir velheppnað hagsmunapot fyrir hagfræðinema sem stjórn Ökonomiu lagði á sig fyrir hönd nemenda nú um jól og áramót. (Allt í boði Ökonomiu)
Stjórnin fór til fjölmargra landa og heimsálfna til þess eins að skapa sem bestu tengsl við önnur markaðssvæði fyrir verðandi hagfræðinga. Lönd sem við heimsóttum eru t.d. Kúba með hið frábæra markaðshagkerfi sem er að tröllríða allri S-Ameríku nú um mundir, við heimsóttum líka eyjaklassann við austurströnd Afríku og kynntumst þar mögnuðu sölumönnum sem gátu selt eskimóum frystikistur eins og ekkert væri eðlilegra. Við munum ekki telja upp fleiri lönd þar sem við munum ekki setja þessar ferðir inn í ársreikning félagsins því við munum "laga" hann til fyrir birtingu á aðalfundinum í vor.

En nóg er nú talað um það hvernig stjórninni tókst að eyða öllum peningum nemendafélagsins í jólafríinu því nú skal talað um dagskránna sem er framundan á þessari önn. Fyrst á dagskrá er vísindaferð í LÍÚ 19 janúar og hefst skráning í þá ferð 16 jan. Í farveginum er einnig skemmtikvöld sem verður auglýst síðar. Þar á eftir kemur svo stærsti viðburður Ökonomiu á þessum vetri þegar að árshátíðin verður haldin 9. febrúar en við munum tala um hana þegar nær dregur. Næst verður farið í fyrirtækið sem hefur náð heilla flesta tölvuleikjaspilendur í heiminum á undanförnum árum með leiknum EVE-Online og hefur nú ákveðið að ráða hagfræðing til starfa til þess að greina hagkerfi leiksins. Við bjóðum svo viðskiptafræðinemum að koma með okkur í Orkuveitu Reykjavíkur þann 23 mars og verður fjörinu áframhaldið með svaðalegu partýi á Hverfisbarnum (vil gjarnan minna ykkur á tilboðin sem gilda á fimmtudögum og föstudögum fyrir félagsmenn í Ökonomiu), við komum svo til með að ljúka starfi vetrarins með 100 manna ferð í Kaupþing banka fyrir aðalfundinn 30 mars þar sem ný stjórn mun koma til með að taka við stjórnartauminum á félagslífi hagfræðinema.

Ath að það eiga eftir að koma inn fleiri vísindaferðir sem verða auglýstar síðar og mætti þar helst nefna MP fjárfestingabanka, Exista og Glitni.

Með von um góða mætingu á skemmtanir félagsins í vor.
kv Stjórnin.

Ljósmyndari óskast

Sælar,

Nemendafélagið hefur fjárfest í nýrri glæsilegri myndavél til þess að taka upp gleðina sem er á öllum skemmtikvöldum og vísindaferðum Ökonomiu. Við óskum því eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að taka myndir og sjá um myndasíðu félagsins, áhugasamir geta sent emil á nemendafélagið og óskað eftir jobbinu.

kv. Stjórnin.