28 febrúar, 2007

Leikrit

Viðskipta- og hagfræðinemum við HÍ býðst nú frábært tækifæri til þess að vera á meðal þeirra fyrstu til að sjá hina stórskemmtilegu og spennandi sýningu Killer Joe á litla sviði Borgarleikhússins.

Venjulegt miðaverð er 2900 kr. en á sýninguna laugardaginn 3. mars kl 20:00 en til þessa að koma til móts við fátæka námsmenn fæst miðinn nú á 2300 kr. og 1900 kr. sé viðkomandi viðskiptavinur Landsbankans.

Leikritið skartar mörgum af áhugaverðustu og efnilegustu ungu leikurunum í dag, þeim Birni Thors, Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, Unni Ösp Stefánsdóttur og Þorvaldi Davíði Kristjánssyni. Einnig er með þeim reynsluboltinn Þröstur Leó, auk þess sem sjálfur Stefán Baldursson leikstýrir verkinu. Þar að auki sér hinn vinsæli tónlistarmaður Pétur Ben um alla tónlist.

Sagt er frá sérkennilegri fjölskyldu í Bandaríkjunum sem býr við bág kjör. Örvænting og draumur um betra líf leiðir meðal annars til þess að fjölskyldumeðlimur setur sig í samband við leigumorðingjann Killer Joe til þess að koma einum af sínum nánustu fyrir kattarnef.
Það hefur verið sýnt í yfir tuttugu löndum og hvarvetna vakið gífurlega athygli. Það skal tekið fram að leikritið er bannað börnum.

Þeir sem hyggjast nýta sér tilboðið skulu hafa samband við miðasölu Borgarleikhússins í síma 568-8000 og segjast vera nemendur við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

26 febrúar, 2007

Útskriftarferð 2007

Heil og sæl
Heimasíða 3ja árs nema er komin í loftið og þar verða settar inn nýjustu
fréttir af útskriftarferðinni og fjáröflunum í kringum hana, fylgstu
endilega með á þessari síðu; http://blog.central.is/hagmal2007
Sem fyrr er hægt að hafa samband við neðangreinda aðila viljir þú fá meiri
upplýsingar eða jafnvel koma á framfæri upplýsingum.

Asg1@hi.is Andri Stefan
jonag@hi.is Jóna Sigríður
sigurdk@hi.is Sigurður Örn

kv Nefndin

19 febrúar, 2007

Vísindaferð í CCP-Games

Wassup peeps,

Þá er skráningu lokið og þetta eru þeir sem skráðu sig í ferðina. Rútan fer frá Odda kl 16:45 á föstudaginn í höfuðstöðvar CCP-Games sem eru að Grandagarði 8 í Rvk. Ef þið komist ekki í ferðina þá endilega að láta okkur vita sem fyrst svo við getum látið nemendur sem hafa áhuga á að koma með vita. Sjáumst hress á föstudaginn.

kv Stjórnin

08 febrúar, 2007

Last chance

Nú erum við að detta inn á síðustu metrana til þess að geta keypt miða á árshátíðina því síðasti söludagurinn er í dag. Miðar verða seldir í Hagrannsóknum I á eftir og í Fjármálum hins opinbera í Aðalbyggingu í stofu 052. Ef þið getið ekki keypt miða á þessum stöðum getið þið haft samband við okkur í dag, þið sjáið símanúmer og email undir linknum stjórn hér að ofan.

kv Stjórnin

06 febrúar, 2007

Árshátíð, árshátíð, árshátíð

Sælar hér,

Nú fer hver að verða síðastur til að kaupa miða á árshátíðina og því viljum við minna ykkur á að miðar verða seldir í hádeginu á morgun upp í Odda frá kl 11:30-12:30 í andyrinu. Á fimmtudeginum verða miðar seldir fyrir Fjármál hins opinbera í Aðalbyggingu frá kl 12:30-15:40 í stofu 052.

Miðaverð er:
2500kr. fyrir meðlimi í Ökonomiu sem greiða með debetkorti frá Glitni.
3000kr. fyrir meðlimi í Ökonomiu.
4500kr. fyrir aðra.
Ath. að hver meðlimur getur einungis keypt einn miða á afslætti.

Vonast eftir að sjá sem flesta á árshátíðinni.

kv Stjórnin.

05 febrúar, 2007

Útskriftarferð 2007

Sælar,

Við 3.árs nemar erum núna á leiðinni í útskriftarferð í maí. Ákvörðun um áfangastað hefur verið tekin og munum við stefna á að fara til Thailands í maí. 2vikna ferð og er gert ráð fyrir brottför í kringum 20maí til 30maí.
Ferðin sem við erum að skoða er hér :
> http://www.ferd.is/downloads/utskriftarferd07.pdf

Búið er að halda einn fund, en næsti fundur verður haldinnn fimmtudaginn 8. feb. í Aðalbyggingunni, stofu 052 klukkan 12.00 , þar verður rætt um upphaf fjáröflunnar. Við munum gefa út tímarítið Hagmál sem okkar stærsti fjáröflunarliður, en sú fjáröflunarleið hefur reynst öflug síðustu ár.

Núna óskum við eftir þeim sem hafa áhuga á því að fara í útskriftarferðina að gefa sig fram til okkar, því við þurfum að fara fá ákveðna tölu sem við getum námundað við. Hægt er að gefa sig fram til:

> Asg1@hi.is Andri Stefan
> jonag@hi.is Jóna Sigríður
> sigurdk@hi.is Sigurður Örn

Fleiri tengiliðar sem eru inn í málinu eru einnig Bragi B., Geir S.

Fjölmargir eru búnir að sýna áhuga og endilega látið aðra þriðju árs nema vita sem eru ekki duglegir að skoða þessa frábæru síðu okkar hér á okonomiu.hi.is

04 febrúar, 2007

Árshátíð

Nú fer að styttast í árshátíð Ökonomiu sem haldin verður föstudaginn 9. febrúar í sal Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti.
Miðinn mun kosta 3.000 kr. fyrir meðlimi Ökonomiu. Meðlimir sem greiða með debetkorti frá Glitni fá endurgreiddar 500 kr. svo verð fyrir þá er 2.500 kr. Fyrir aðra kostar 4.500 kr.
Ath. að hver meðlimur getur einungis keypt einn miða á afslætti.


Miðasala hefst mánudaginn 5. febrúar en dagskráin er hér:
Mánudagur -> í Odda frá kl.11:40 til 12:30 (eftir tíma í Rek. 4)
Þriðjudag -> í Odda frá 8:20-11:30 (í hléi í haglýsingu. Sesselja og Lárus)
Miðvikudag -> í odda frá 11:30-12:30 (Davíð og Sölvi verða í andyri)
Fimmtudag -> Í Aðalbyggingu frá 12:30-15:40 (fjárm. opinbera)


Dagskráin

Herlegheitin hefjast með fordrykk kl. 18:30 í sal GR eins og áður sagði. Þá er gert ráð fyrir að borðhald hefjist kl. 20:00 (matseðill að neðan). Á meðan matnum stendur verða skemmtiatriði. Búist er við einu atriði frá hverju ári svo það er kominn tími til að hefja æfingar. Eftir matinn mun DJ Júlli þeyta skífur til klukkan kl. 02:00 en þá verða rútur í bæinn.

Matseðill

Ferskt salat með andarbringu og furuhnetum
Grafinn lax með sinnepssósu
Ofnbakaður lax með seamfræum engifergljáa og soja
Kjúklingalundir með baltisósu, gúrkettum og rucola
Heilsteikt nautafillet með snjóbaunum, perlulauk og rjómapiparsósa

Bar er á staðnum og er áfengi selt þar. Bjór á 400 kr. og vín hússins á 2000 kr. (rautt og hvítt) Einnig eru sterkari drykkir seldir á staðnum.