30 mars, 2007

Aðalfundur og KB

jæja þá er komið að því.

Vísindaferðin í Kaupþing hefst klukkan 17:00 og stendur til 19:00. Rútan fer frá odda 16:45 svo mætið tímalega. Eftir ferðina fer rútan á Hverfisbarinn.

Í kvöld verður svo valin ný stjórn Ökonomíu á aðalfundi félagsins sem haldinn er á Hverfisbarnum. Fundurinn verður hann settur klukkan 19:45 eins og áður sagði. Kosningar munu fara fram ekki löngu seinna svo þið verðið að vera mætt tímanlega til að geta kosið ykkar mann/konu.

Kveðja
Stjórnin

28 mars, 2007

Aðalfundur Ökonomiu 2007

Sælar,

Þá eru framboðin byrjuð að berast í hús og hafa þrír einstaklingar boðið sig fram. Ef einhver er að spá í að bjóða sig fram vil ég minna á að framboðsfrestur rennur út kl. 12:00 á föstudeginum 30.mars 2007, ekki verður tekið við framboðum sem berast eftir kl 12:00.

Nokkuð hefur verið um spurningar varðandi framboð í stjórn Ökonomiu.

-Um einstaklingframboð er að ræða en ekki listakosningu.
-Öllum félögum Ökonomiu er frjálst að bjóða sig fram í hvaða embætti sem er.
-Öllum hagfræðinemum er heimilt að bjóða sig fram sem fulltrúi hagfræðinema á deildar-og skorarfundum.

Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við kosningarnar eða framgang þeirra getur viðkomandi haft samband við formann ithw(hjá)hi.is.
Með von um góðan aðalfund.

Ingi Þór
Formaður Ökonomiu

Tímaverðir óskast

Sælar, við vorum beðin um að koma þessu á framfæri við ykkur.

Óskað er eftir áhugasömum hagfræðinemum til að sjá um tímavörslu á málstofum á ráðstefnu International Society for the New Institutional Economics sem haldin verður í Háskóla Íslands dagana 21.-23. júní næstkomandi. Hlutverk tímavarða er að sjá til þess að fyrirlesarar haldi sig innan tímamarka og veita tæknilega aðstoð ef þörf er á (þ.e. aðstoð við að setja powerpoint sýningar af stað og þess háttar). Þeir nemendur sem taka þetta að sér fá að hlusta á frábæra hagfræðifyrirlestra, fyrir utan að vera boðnir í ráðstefnukokteila og hátíðarkvöldverð. Áhugasamir hafi samband við Þórunn Björgu Guðmundsdóttur (thbg@hi.is).

Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á slóðinni
http://www.isnie.org/pages/conferences_2.html

kv Stjórnin

26 mars, 2007

Skráning í Kaupþing

Sælar,

Afsakið töfina hjá okkur en hérna kemur þetta,

Þá er skráningin í seinustu vísindaferðina sem núverandi stjórn heldur hafin og er hægt að skrá sig hér. Í ferðina komast 70 manns og ganga félagar í Ökonomiu fyrir í skráninguna. Eftir ferðina verður farið á Hverfisbarinn þar sem aðalfundur Ökonomiu verður haldin, hefst hann kl 19:45 og mun fráfarandi stjórn gefa óheyrilega mikið magn af áfengi fyrir félagsmenn Ökonomiu.

kv Stjórnin

Viðskipti með verðbréf

Mágus, félag viðskiptafræðinema við Háskóla Íslands fyrirhugar að halda kynningu á E*TRADE vefnum. Kynningin verður haldin þriðjudaginn 27. mars kl 16:00 til 18:00 í stofu 101 í Odda.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Sérfræðingar Landsbankans munu fara með áhugasömum í gegnum fyrstu skrefin sem þarf að stíga til þess að eiga viðskipti með verðbréf á E*TRADE vefnum. Einnig fer sérfæðingur frá greiningardeild bankans lauslega yfir frammistöðu og horfur á norrænum hlutabréfamörkuðum.

Skráning fer fram hér: http://landsbanki.is/skraning/e-tradenamskeid

Vísindaferð í Kaupþing

Sælar,

Þá er komið að seinustu vísindaferðinni sem núverandi stjórn mun halda og ætlum við að heimsækja Kaupþing banka á föstudaginn 30 mars. Eftir ferðina verður aðalfundur Ökonomiu haldinn á Hverfisbarnum þar sem ný stjórn mun verða kosin. Skráning í ferðina til Kaupþings hefst kl 12:00 á morgun (þriðjudag) og komast 70 með í ferðina í þetta skiptið, líkt og vanalega ganga félagar í Ökonomiu fyrir í ferðina.

kv Stjórnin

19 mars, 2007

Aðalfundur Ökonomiu 2007

Föstudaginn 30. mars 2007, verður aðalfundur Ökonomiu haldinn.
Öllum hagfræðinemum er frjáls seta á aðalfundi Ökonomiu, en kosninga- og framboðsrétt á aðalfundi hafa aðeins meðlimir félagsins samkvæmt 3. grein, að frátöldu þegar kosið er um fulltrúa hagfræðinema til setu á deildar- og skorarfundum, þar er öllum hagfræðinemum, hvort sem þeir eru félagar í Ökonomiu eða ekki, heimilt að taka þátt í þeirri kosningu.
Skila ber skriflegu framboði til formanns, ithw[hjá]hi.is eigi síðar en á hádegi föstudaginn 30. mars 2007. Einnig ber að skila tillögum að lagabreytingum skriflega til formanns eigi síðar en á hádegi þriðjudaginn 27. mars 2007.

Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi samkvæmt 8. greinar laga félagsins:
Kosning fundarstjóra aðalfundar
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins lagðir fyrir aðalfund til samþykktar
Lagðar fyrir lagabreytingar til samþykktar
Kosið í stjórn í eftirfarandi röð:
-Gjaldkeri
-Skemmtanastjóri
-Ritari
-Formaður
Kosið um önnur embætti:
-Tveir endurskoðendur
-Fulltrúi til setu á deildar-og skorafundum
-Þrír málfundafulltrúar
-Ritstjóri Hjálmars
-Ungfrú Ökonomía
Fundi slitið af nýkjörnum formanni og hamlaus drykkja heldur áfram.

Frekari upplýsingar um framkvæmd fundarins má skoða á heimasíðu félagsins (lög Ökonmiu)
Nánari upplýsingar um vísindaferðina og fundarstað verða sendar út og settar á heimasíðu félagsins þegar nær dregur.

------
Ingi Þór Þ. Wíum
Formaður félags hagfræðinema

14 mars, 2007

Vísindaferð í Glitni banka

Sælar,

Skráningu í vísindaferðina í Glitni banka er hér með lokið. Hægt er að nálgast listann yfir þá sem skráðu sig í ferðina hér. Rútan fer frá Odda um kl 16:45 og er ferðin frá kl 17-19 í höfuðstöðvum Glitnis að Kirkjusandi. Eftir ferðina verður farið á Hverfisbarinn og mun Stjórnmálafræðin koma með okkur þangað og djamma með okkur fram eftir nóttu.

kv Stjórnin.

Vísindaferð í Glitni

Sælar,

Þá er skráningu í næstseinustu vísindaferð vetrarins lokið. Þeir sem komast með birtast hér von bráðar.

kv Stjórnin

13 mars, 2007

Vísinda ferð í Glitni

Þá er komið að því að aðal-styrktaraðili félagsins býður okkur til sín núna á föstudaginn 16. mars. Í ferðina komast 40 frá okkur og mun stjórnmálafræðin koma með 40 manns. Skráningin kemur inn kl: 12 á morgunn. Félagar ganga fyrir að vanda. Þetta er næst síðasta tækifærði á vísindaferð á þessum vetri svo um að gera að nýta sér það.

kv. Stjórnin

06 mars, 2007

Vísindaferð í Exista

What up,

Skráningu í ferðina til Exista er hér með lokið og eru þetta þeir sem ætla að láta sjá sig. Mæting er upp í Odda kl 16:40 og verður lagt af stað fljótlega eftir það. Fyrir þá sem ekki ætla að koma með rútunni þá er Exista í Ármúla 3 (í sama húsi og VÍS). Stefnan er svo sett á Hverfisbarinn eftir ferðina þar sem við munum djamma frameftir nóttu.

kv Stjórnin,

04 mars, 2007

Vísindaferð í Exista

Sælar,

Eftir vikufrí frá vísindaferðum (veitti ekki af fyrir gjaldkerann) verður farið í Exista þann 9.mars. Í ferðina komast 35 hagfræðinemar og munið líkt og vanalega ganga meðllimir í Ökonomiu fyrir í ferðina. Skráning verður sett inn í hádeginu á þriðjudaginn 6.mars.

Sjáumst.