21 apríl, 2007

Proflokadjamm haskolanna a vegum 2Global ehf.

Próflokadjamm háskólanna á vegum 2 Global ehf. verður haldið föstudaginn 18. maí næstkomandi á Broadway. Menn í Svörtum fötum munu koma saman og spila fyrir háskólanemendur á aðalsviðinu, Dj Exos mun spila í Norðursalnum ásamt Plugg'd. Dj Danni Deluxe spilar í herberginu á móti sviðinu. Dansleikurinn hefst kl. 23 og mun standa fram eftir nóttu.

Nemendum í Háskóla Íslands eru boðnir miðar í forsölu á 1800 kr. 20. - 28.
apríl í síma 662-5096. Almenn forsala byrjar svo 13. maí eða viku fyrir
ballið og verður miðaverð þar 2500 kr og svo 3000 kr. við ballið.

Aldurstakmark: 20 ára

13 apríl, 2007

Laus embætti

Halló halló!

Ökonomia, stjórn hagfræðinema, augýsir hér með eftir umsóknum í eftirfarandi embætti:

Ennþá er laust embætti endurskoðenda . Tveir einstaklingar sinna þessu starfi og felst það í því að fara yfir reikninga félagsins fyrir aðalfund við lok starfsársins.

Skv. 16. grein laga félagsins skal einnig útnefna málefnanefnd sem mun standa fyrir reglulegum málfundum, a.m.k. einum á hvorri önn. Tilgangur fundanna er að efla umræðu um efnahagsmál og afla Ökonomiu vegsældar og virðingar.

Einnig vantar einstakling/einstaklinga til að sjá um útgáfu Hjálmars, málgagns Ökonomiu. Tilgangur blaðsins er að upplýsa nemendur um framgang félagsins og félagslífsins. Hlutverk ritstjóra er að sjá um útgáfu blaðsins.

Við auglýsum að lokum eftir áhugasömum einstaklingum til þess að sinna embætti vefstjóra og ljósmyndara Ökonomiu.

Áhugasamir, sendið tölvupóst á okonomia@hi.is

Að öðrum málum, prólokadjamm Ökonomiu, verður haldið miðvikudagskvöldið 16. maí með Politicu, félagi stjórnmálafræðinema. Frídagur er daginn eftir og má því búast við heljarinnardjammi í bænum. Próflokadjammið verður nánar auglýst síðar.

Stjórn Ökonomiu

12 apríl, 2007

Myndirnar af aðalfundinum komnar!

Þá eru myndirnar frá aðalfundinum komnar á netið. Gangi ykkur svo vel í prófunum!
Myndirnar getið þið nálgast hér: http://www.flickr.com/photos/okonomia/sets/72157600068982865/

01 apríl, 2007

Ný stjórn Ökonomiu

Sælar,

Aðalfundur Ökonomiu, félags hagfræðinema var haldin síðasliðinn föstudag á Hverfisbarnum og á honum var kosin ný stjórn til þess að skipuleggja félagslíf nemenda nú á lokaspretti þessarar annar og á komandi vetri. Sjaldan eða aldrei í sögu félagsins hafa komið fram jafnmörg framboð til stjórnar líkt og raunin var í ár en framboð til stjórnar voru 10 þetta árið. Ég lít á þessa miklu þátttöku sem merki um að nemendum hafi fundist það spennandi verkefni að fá tækifæri til að vinna að hag nemenda í hagfræði.

Ný stjórn Ökonomiu er eftirfarandi:

Formaður:
Sesselja G. Vilhjálmsdóttir,

Ritari:
Lilja Guðrún Jóhannsdóttir,

Gjaldkeri:
Guðný Pétursdóttir,

og Kári S. Friðriksson sem skemmtanastjóri.

Ólafur Stefánsson var sá eini sem bauð sig fram sem fulltrúi nemenda á deildar- og skorarfundi og er hann því sjálfkjörin í það embætti. Stjórn Ökonomiu skipar svo aðila úr sínum röðum til þess að mæta á deildar- og skorarfundi.

Á fundinum var ungfrú Ökonomia kosin og var það Hvammstanga folinn hann Björn Þór Hermannsson sem hlaut yfirburða kosningu enda með eindæmum fallegur.

Ég vil að lokum þakka fyrir skemmtilegan vetur þar sem ég kynntist mörgum frábærum nemendum í hagfræði og óska nýkjörinni stjórn velfarnaðar í starfi á komandi vetri.
_________
Ingi Þór Þ. Wíum
fráfarandi formaður Ökonomiu.