17 maí, 2007

Myndirnar af proflokadjamminu komnar!

Myndirnar af eldheitu próflokadjammi Ökonomiu og Politicu eru komnar á netið.
Myndirnar getið þið nálgast hér: http://www.flickr.com/photos/okonomia/sets/72157600225243701/

15 maí, 2007

Forsala hafin á Proflokadjamm haskolanna

Forsala er hafin á próflokadjamm háskólanna á vegum 2 Global ehf. og geta nemendur í Háskóla Íslands nálgast miðann á 1800 kr. í síma 662-5096 í stað 2500 kr. í almennri forsölu og síðan 3000 kr. við hurð.

Próflokadjamm háskólanna verður haldið föstudaginn 18. maí næstkomandi á Broadway. Menn í Svörtum fötum munu koma saman og spila fyrir háskólanemendur á aðalsviðinu, Dj Exos mun spila í Norðursalnum ásamt Plugg'd. Dj Danni Deluxe spilar í herberginu á móti sviðinu. Dansleikurinn hefst kl. 23 og mun standa fram eftir nóttu.

Aldurstakmark: 20 ára

01 maí, 2007

Próflokadjamm Ökonomiu og Politicu 16. mai

Langþráð próflokadjamm Ökonomiu, félag hagfræðinema, og Politicu, félag stjórnmálafræðinema, verður haldið miðvikudaginn 16. maí í Fríkirkjusalnum, Laufásvegi 13. Fimmtudagurinn 17. maí er frídagur svo að hagfræðinemar geta aldeilis slett úr klaufunum að próflokum því að opið verður á skemmtistöðum bæjarins fram eftir nóttu. Partýið byrjar kl. 20:00 og verður bjór á boðstólnum fyrir þá sem mæta snemma en annars má taka með sér bjór og léttvín en alls ekki sterkt áfengi (skv. reglum salarins). Partýið stendur til kl. 1:00 en þá munu hagfræði- og stjórnmálafræðinemar fjölmenna á Hressó og halda gleðinni áfram.
Vonumst til að sjá sem flesta!

Stjórn Ökonomiu