27 ágúst, 2007

Nýnemaferð Ökonomiu 31. ágúst

Kæri nýnemi í hagfræði,

Um leið og við í Ökonomiu, félagi hagfræðinema, viljum bjóða þig velkomin/n í hagfræðideild Háskóla Íslands viljum við bjóða þér í nýnemaferð föstudaginn 31. ágúst eftir nýnemakynninguna uppi í Odda. Rúturnar fara kl. 18.20 frá Odda og er ferðinni heitið á Þingborg, austan við Selfoss. Þar grillum við, förum í leiki og tjúttum fram á rauða nótt og gistum svo í félagsheimilinu. Áætluð heimkoma er kl. 14.30 á laugardeginum upp í Odda.

Þið þurfið að taka með ykkur: 1) svefnpoka , 2) sunddót, 3) morgunmat (þynnkumat) og 4) auka áfengi fyrir sérlega þyrst fólk.

Skráðu þig með að senda tölvupóst á netfangið: okonomia(at)hi.is

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Ökonomiu