30 september, 2007

Myndir frá Haustferð + Straumi


Myndirnar frá vísindaferð í Straum og svo Haustferð Ökonomíu!

Haustferð

Straumur

27 september, 2007

Haustferð Ökonomiu

Jæja þá er loksins komið að haustferðinni sem verður á morgun (föstudaginn 28. september). Búið er að sjóða saman meiri háttar dagskrá með grúppleikjum, grilluðum burgers og HELLING af fríu áfengi(bjór,bolla og skot) og non stop skemmtilegheitum fram eftir nóttu í Ármannsskálanum í Bláfjöllum. Farið verður frá Odda kl. 18:30 (rútan kemur 18.15) og er áætluð heimkoma upp úr hádegi á laugardeginum. Það sem þarf að taka með í ferðina er: 1)svefnpoki, 2)morgunmatur, 3) auka áfengi fyrir sérlega þyrst fólk.

Ef einhver ætlar að koma á einkabíl, væri fínt ef sá hinn sami gæti látið okkur vita. Ferðin kostar 3.000 kr. á mann og innifalið í því verði er rúta fram og til baka, kvöldmatur, gisting og áfengi meðan birgðir endast. Bæði er hægt að greiða fyrir ferðina með að leggja inn á reikning Ökonomiu (fá upplýsingar í gegnum okonomia@hi.is) eða koma með þetta í seðlum upp í rútu á morgun.

Ennþá eru laus sæti í ferðina. Ef þið viljið skrá ykkur á síðustu stundu, sendið endilega tölvupóst á okonomia@hi.is eða hringið í símanúmerið 8665391.

Kveðja,
Stjórn Ökonomiu

21 september, 2007

Heimsókn hagfræðinema í Seðlabanka Íslands

Mánudaginn 24.september tekur Seðlabanki Íslands á móti okkur. Þeir eru búnir að setja saman fyrir okkur alveg heljarinnar dagskrá og er þetta því hálfgerð skyldumæting fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á hagfræði. Stærðfræði I mun byrja klukkan 15:00 og mun nemendum vera hleypt út fyrr svo að þeir komist í ferðina. Fagið Bankar og peningar fellur niður en ætlast er til að þeir nemendur mæti í heimsóknina. Við hvetjum nemendur til að væra mættir stundvíslega uppí Seðlabanka, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík.Dagskrá

16:00 Ávarp Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka
Íslands

16:20 Arnór Sighvatsson: Peningastefnan, undirbúningur vaxta¬
ákvörðunar og starfið á hagfræðisviði

16:40 Þórarinn G. Pétursson: Verðbólguspár, líkanagerð og
hagrannsóknir

17:00 Veitingar

Kveðja
Stjórn Ökonomíu

20 september, 2007

Skráning í haustferð Ökonomíu

Skráning í haustferð Ökonomíu er hafin og lýkur á miðnætti þriðjudagskvöldið 25. september. Fimmtíu manns komast með í ferðina. Við viljum biðja fólk um að skrá sig ekki nema það komist örugglega með í ferðina.

Skráning hér: Haustferð Ökonomíu

Nánar um ferðina:

Haustferð Ökonomiu
verður farin föstudaginn 28. september og gist verður yfir eina nótt í skíðaskála Ármanns upp í Bláfjöllum. Við munum koma til með að grilla saman, fara í leiki, drekka og djamma fram á nótt.

Farið verður frá Odda kl. 18:30 og er áætluð heimkoma upp úr hádegi á laugardeginum. Það sem þarf að taka með í ferðina er: 1)svefnpoki, 2)morgunmatur, 3) hlý útiföt og 4) auka áfengi.

Ferðin kostar 3.000 kr.
á mann og innifalið í því verði er rúta fram og til baka, kvöldmatur, gisting og áfengi meðan birgðir endast.

Stjórn Ökonomiu

19 september, 2007

Vísindaferð í Straum Burðarás

Skráningu í Straum Burðarás er lokið. Þeir sem komast með í ferðina eru hér

Rútan fer stundvíslega klukkan 16:15 frá Odda ásamt eðlis- og stærðfræðinemum í Stigli. Fyrir þá sem ætla að mæta á bíl þá er mæting klukkan 16:30 upp í Borgartún 25. Aðeins 25 komast með í ferðina og er fólk hvatt til þess að hafa með sér ferilskrá sem það getur skilið eftir.

Kveðja Stjórnin

18 september, 2007

Haustferð Ökonomiu, vísó í Straum og heimsókn í Seðlabankann

Nú er haustferð Ökonomiu á næsta leyti en farið verður í skíðaskála Ármanns upp í Bláfjöllum föstudaginn 28. september og gist yfir eina nótt. Við munum koma til með að grilla saman, fara í leiki, drekka og djamma fram á nótt.

Farið verður frá Odda kl. 18:30 og áætluð heimkoma er upp úr hádegi á laugardeginum. Það sem þarf að taka með í ferðina er: 1)svefnpoki, 2)morgunmatur, 3) hlý útiföt og 4) auka áfengi.

Skráning í ferðina hefst á hádegi fimmtudaginn 20. september og lýkur á miðnætti á þriðjudagskvöldinu 25. september. 50 manns komast með í ferðina í þetta skiptið.

Ferðin kostar 3.000 kr. á mann og innifalið í því verði er rúta fram og til baka, kvöldmatur, gisting og áfengi meðan birgðir endast.

Annars minnum við á skráningu í vísindaferð í Straum-Burðarás sem hefst á hádegi á morgun (miðvikudag) og verður farin föstudaginn næsta. Vísindaferðin er eingöngu fyrir 2. og 3. árs nema og komast einungis 25 manns með. Eftir vísindaferðina hittumst við öll á Glaumbar upp úr sjö og skemmtum okkur saman fram eftir kvöldi.

Á mánudaginn næsta (24.sept.) verður síðan farið í heimsókn í Seðlabankann. Mæting er beint niður í Seðlabanka kl. 17.00. Við hvetjum alla til að mæta því það verður tekið vel á móti okkur með skemmtilegum og fræðandi fyrirlestri tengdu náminu og léttum en þó áfengislausum veitingum!

17 september, 2007

Launamunur kynjanna virðist aukast

Kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga var birt í síðustu viku og voru helstu niðustöður þessar:

Heildarlaun á mánuði

Miðgildi heildarlaunatekna viðskipta- og hagfræðinga mældist 520 þúsund kr. Heildarlaun hafa hækkað um 13% frá 2005, eða um 6,5% á ári. Hækkun á miðgildi launa er talsvert meiri nú en fyrir tveimur árum þegar laun höfðu hækkað um tæp 6% á tveggja ára tímabili en álíka og fyrir fjórum árum þegar laun höfðu hækkað um tæplega 14%. Þegar niðurstöðurnar eru greindar eftir starfsaldri svarenda kemur í ljós að laun flestra hópa hækka um í kringum 20% en sá hópur sem hækkar minnst eru þeir sem eru með 3-5 ára starfsreynslu. Laun þeirra hækka einungis um 9% frá síðustu mælingu.


Kynbundinn launamunur

Laun karla og kvenna hafa hækkað álíka mikið frá síðustu mælingu. Laun kvenna hækka um 12,8% en laun karla um 13,3%. Þegar ekki er tekið tillit til annarra þátta breytist launamunur kynjanna því nánast ekkert milli mælinga.

Þegar launamunurinn er leiðréttur með tilliti til vinnuframlags þá hefur hann lítið breyst frá síðustu mælingu, var 21,5% en er nú 21,2%. Áhyggjuefni er að þegar launamunur kynjanna er svo leiðréttur með tilliti til fleiri þátta eins og menntunar, starfs, atvinnugreinar, aldurs, vinnuframlags, mannaforráða og starfsaldurs kemur í ljós að launamunur kynjanna virðist vera heldur að aukast frekar en hitt. Nú mælist leiðréttur launamunur 8,8% en mældist 7,6% árið 2005 og 6,8% árið 2003.

16 september, 2007

Myndir frá LÍÚ


Hérna er hægt að nálgast myndirnar frá föstudagsferðinni í LÍÚ.

Þökkum kærlega fyrir okkur!

12 september, 2007

Skráning í LÍÚ


Þá er skráningu í LÍÚ lokið. Allir sem skráðu sig komast með. Við viljum bara minna á fólk að mæta tímanlega klukkan 16:30 svo það nái örugglega rútunni.

08 september, 2007


Jæja, þá eru myndirnar frá föstudeginum komnar inn! Þetta var frábær vísindaferð og við þökkum Askar Capital kærlega fyrir okkur!

Hérna
er hægt að nálgast myndirnar!

07 september, 2007

Undanúrslit og úrslit

Viðskipta- og hagfræðideild komst áfram í spurningakeppni Stúdentadaga og mun keppa í undanúrslitum í sal 2 eða 4 í Háskólabíói klukkan 12 í dag.

20 lið tóku þátt í fótboltamóti Stúdentadaga í gær og í dag keppa þau 8 lið sem eftir standa. Fótboltalið Ökonomiu komst upp úr A-riðli og mun keppa á móti Politicu kl. 14:00 á túninu fyrir framan Aðalbygginguna.

Munið svo að mæta tímanlega upp í Odda svo þið missið ekki af rútunni.

Partý á Glaumbar!

Hagfræðin keppti í fótbolta fyrr í dag, ásamt því að hita upp fyrir vísindaferðina í Askar Capital!
Hérna eru myndir af gleðinni!

06 september, 2007

Þátttaka hagfræðinema í Stúdentadögum 2007

Hagfræðinemar hafa smalað í fótboltalið og munu keppa á túninu fyrir framan Aðalbygginguna kl. 14:00 fimmtudaginn 6. september. Það skiptir miklu máli fyrir liðsandann að sem flestir mæti og styðji við bakið á okkar fólki. Tilvalið væri að fá sér sæti í stöllunum fyrir framan Aðalbygginguna með pulsu í annarri og gos í hinni og fylgjast með háskólanemum, í misgóðu formi, etja kappi.

Svo kl. 15:00 hefst spurningakeppni milli deilda og keppum við á móti raunvísindadeild í fyrstu umferð. Keppnin fer fram í stofu 202 í Odda og þá má engan vanta í klappliðið.
Kl. 15:00 verður frisbee-mótið flautað á. Ennþá eru nokkur sæti laus í frisbee-liðið og hvet ég áhugasama um að senda póst á lgj2@hi.is til að skrá sig. Alveg er ég viss um að innan hagfræðinnar eru leyndar frisbee-stjörnur sem eiga eftir að láta ljós sitt skína.

Ekki gleyma svo upphitunarpartýinu á Glaumbar um kl. 20:00, fríar veigar til að byrja með og síðan tilboð á barnum fyrir okkur.

Þetta ætti að vera gott plan fyrir daginn.

Mikið er gaman að vera stúdent :)

Stjórn Ökonomiu

05 september, 2007

Skráningu i Askar Capital lokið

Skráningu í Askar Capital er lokið. Rútur fara frá Odda kl. 16.45 á föstudaginn, og stendur vísindaferðin frá kl. 17-19. Eftir ferðina verður haldið í Glerskálann á Háskólasvæðinu og drukkinn bjór með öðrum háskólanemum. Þeir sem hafa borgað félagsgjöldin fyrir föstudaginn ganga fyrir í ferðina. Ef þið hafið skráð ykkur og sjáið fram á að komast ykkur, sendið endilega á okkur mail á okonomia(hjá)hi.is og afboðið komu ykkar. Þeir sem komast með í ferðina eru hér

03 september, 2007

Félagsskírteini, partý og vísó

Nú er skólinn byrjaður með öllu tilheyrandi og kominn tími til að fá sér öl með skólafélögunum.

Dagskrá vetrarins byrjar á fimmtudaginn næsta. Glaumbar ætlar að bjóða okkur, stjórnmálafræðinemum og læknanemum í Upphitunarpartý fimmtudaginn 6. september. Gleðin byrjar kl. 20 og verður frír bjór á boðstólnum meðan birgðir endast. Trúbador verður á staðnum, pop-quiz og plötusnúðar þeyta skífum frameftir kvöldi. Glaumbar verður heimastaðurinn okkar í vetur og leggjum við leið okkar vanalega þangað eftir vísindaferðir og skemmtum okkur með stjórnmála- og læknanemum í ekta háskólastemmningu. Tilboð verður á barnum þar framvegis fyrir meðlimi Ökonomiu: Stór bjór (Tuborg/Egils Gull) er á 390 kr., öll skot á 390 kr., Bjór og skot á 700 kr., ávaxtabjór á 550 kr. og léttvínsglas á 490 kr.

Fyrsta vísindaferð vetrarins er föstudaginn 7. september og verður farið í Askar Capital. Vísindaferðin verður frá kl. 17-19, en rútur fara frá Odda kl. 16.45. Skráning í ferðina hefst á miðvikudaginn kl. 12 og er pláss fyrir 50 manns þetta skiptið. Þeir sem greitt hafa félagsgjöldin fyrir föstudaginn hafa forgang í ferðina. Skráning í vísindaferðir verða framvegis kl. 12 á miðvikudögum. Eftir vísindaferðina í Askar Capital verður farið með rútu í stúdentatjaldið á Háskólasvæðinu þar sem við hittum aðrar deildir Háskólans og djömmum fram á rauða nótt!

Sala á félagsskírteinum fer fram síðar í vikunni, en krafa á heimabankann ykkar kemur inn í dag (miðvikudag). Skírteinin verða síðan afhent á föstudagskvöldið og í næstu viku. Félagsskírteinin veita forgang í vísindaferðir og aðra atburði á vegum félagsins, fría rútu í og úr vísó og tilboð á barnum á Glaumbar.

Félagskírteinið kostar 3.000 kr., en Kaupþing endurgreiðir 1.500 kr. af félagsgjöldunum borgi maður með Kaupþingkorti og veitir einnig 1.500 kr. afslátt af árshátíðarmiðum. Kaupþing verður afhentur listi með meðlimum félagsins, eingöngu svo hægt sé að athuga hvort að viðkomandi aðili sé í viðskiptum og honum endurgreiddur helmingurinn af félagsgjöldum. Óski einhver eftir að vera ekki á listanum sem afhentur er Kaupþingi, eingöngu í þessu skyni, sendi hann vinsamlegast tölvupóst á okonomia(hjá)hi.is. Þeir sem ekki hafa aðgang að heimabanka og vilja greiða félagsgjöldin með öðrum leiðum, sendið einnig tölvupóst til okkar á okonomia(hjá)hi.is

Fjölmennum á studentadaga

Kæru hagfræðinemar.

Nú líður senn að hinum stórskemmtilegu, undurfjörugu, æðiyndislegu og frábæru stúdentadögum.

Fjörið hefst með látum eftir hádegi fimmtudaginn 6. september á flötinni fyrir framan aðalbygginguna. Þar verður flautuð á fótboltamót og frisbee-mót auk þess sem nemendur verða spurðir spjörunum úr í spurningakeppni. Fyrir þá sem hafa ekki áður keppt í frisbee þá eru reglurnar svipaðar reglunum í amerískum fótbolta. Föstudaginn 7. september eftir hádegi verður svo kennslufrí. Þá hefst dagskráin á úrslitum í spurningakeppni (sem hagfræðin ætlar auðvitað að taka þátt í) sem fylgt
verður eftir með keppni í ræðumennsku milli kennara og nemenda. Að sjálfsögðu verður boðið upp á pylsur og kók auk þess sem úrslit verða í fótboltamóti og frisbee-móti (þar sem hagfræðin mun líka keppa til úrslita ;) ). Um kvöldið verður svo slegið upp heljarinnar tónleikum þar sem ýmis upprennandi bönd munu leika fyrir tjaldgesti, auk þess sem DJ mun halda
uppi fjörinu eitthvað fram eftir.

Við hagfræðinemar fjölmennum í tjaldið eftir fyrstu vísindaferð vetrarins sem farið verður í á föstudaginn 7. sept. frá 17-19 í Askar Capital, 50 hagfræðinemendur komast með í ferðina og hefst skráning í hana kl. 12 á miðvikudaginn. Rútur fara frá Odda kl. 16.45.

Nú er lag kæru nemendur að sýna hvað í ykkur býr. Skráning í fótboltamót (7 manns í liði), frisbee-mót (7 manns í liði) og spurningakeppni (einungis 3 komast að) stendur yfir.

Skráið ykkur með því að senda póst á lgj2@hi.is. Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 4. september.

Stjórn Ökonomiu

02 september, 2007

Myndirnar úr nýnemaferðinni!

Síðasta föstudag gerðu nýnemar sér glaðan dag og fóru í ferð út á land og gistu eina nótt. Ferðinni var heitið á Þingborg, austan við Selfoss og var grillað, farið í leiki, pottinn og djammað fram á rauða nótt!
Myndirnar getið þið séð hér: