31 október, 2007


Hérna eru myndirnar frá Capacent / Hagstjórnardeginum

29 október, 2007

Vísó í Icebank - Sráningu lokið

Þrátt fyrir naumt tap fyrir Politicu síðasta föstudag ætlum við í Ökonomiu að drífa okkur í vísindaferð í Icebank, föstudaginn næstkomandi (2. nóv.). Eftir vísindaferðina munum við síðan halda á Glaumbar, drekka ódýran bjór og djamma fram á nótt!

Skráning í vísindaferðina hefst kl. 12:00 á miðvikudaginn næsta. 40 manns komast í ferðina og ganga félagar Ökonomiu fyrir eins og venjulega. Rúta fer frá Odda kl. 16.40 og keyrir upp í Icebank, Rauðarárstíg 27, þar sem vísindaferðin hefst kl. 17.

Allir komast sem náðu að skrá sig

Föstudaginn 9. nóvember verður síðan hið æsispennandi stelpu- og strákakvöld og verður það nánar auglýst síðar.

Stjórn Ökonomiu

26 október, 2007

Fyrsti sigurinn í höfn

Í gær sigraði geysiöflugt fótboltalið Ökonomiu í hörkuspennandi leik við fótboltalið Politicu í fyrstu keppni Hagstjórnardagsins. Leikurinn fór 10-8, Ökonomiu í vil. Fótboltahetjurnar voru þau: Halldór Emil, Andri Valur, Kristinn Helgi, Einar Njáls og Guðný Péturs.

Nú er bara að halda sigurgöngunni áfram í kvöld. Allir þeir sem skráðu sig í vísó, komast með í ferðina. Rútan fer kl. 16.40 frá Odda upp í Capacent, annars er mæting þangað kl. 17:00.

Kveðja,
Stjórn Ökonomiu

25 október, 2007

Fótboltakeppnin í kvöld

Í kvöld(fimmtudaginn 25. okt.) keppir fótboltalið Ökonomiu á móti fótboltaliði Politicu í fyrstu keppni Hagstjórnardagsins. Keppt verður á upplýstum útivelli í Ásgarði, Garðabæ kl. 20. Allir að koma og hvetja sitt lið!

Síðan er vísó og full dagskrá á Glaumbar eftir það á morgun (sjá dagskrá hér að neðan)

Kveðja,
Stjórn Ökonomiu

22 október, 2007

Hagstjórnardagurinn-Skráningu lokið

Allir sem skráðu sig komust!!

Á föstudaginn verður hinn margrómaði Hagstjórnardagur haldinn hátíðlegur en þá munu hagfræði- og stjórnmálafræðinemar etja kappi og skemmta sér saman. Ennþá á eftir að fullskipa lið Ökonomiu til að keppa á Hagstjórnardaginn. Áhugasamir vinsamlegast sendi póst á okonomia(at)hi.is ef þeir hafa áhuga á að keppa f.h. Ökonomiu (Sjá liðaskipan hér að neðan).

Dagskrá:

Fimmtudagur:
Um kvöldið: Fótbolti - Keppt verður í fótbolta á upplýstum sparkvelli (nánari staðsetning og tími auglýstur síðar). Sjö manns komast í liðið, 4(kk) og 3(kvk). Allir að koma að hvetja!

Föstudagur:
kl. 17-19: Sameiginleg vísó með Politicu í Capacent. Boðið verður upp á rútuferðir báðar leiðir, rútan fer 16.40 frá Odda og verður haldið á Glaumbar eftir vísindaferðina. Skráning hefst kl. 12 næsta miðvikudag. 30 hagfræðinemar komast með í ferðina og ganga félagar Ökonomiu fyrir eins og venjulega.

kl. 19-20:Hagfræði- og stjórnmálafræðinemar hita upp á Glaumbar og drekka frían bjór meðan birgðir endast. Tilboð verður síðan á barnum eftir það fyrir félaga Ökonomiu.

kl. 20:Keppnin milli hagfræði- og stjórnmálafræðinema hefst. Keppnirnar eru:
1) Drykkukeppni (kvk og kk)
2) Spurningakeppni (3 í liði)
3) Skák (1 f. h. Ökonomiu)
4) Keppt í sjómanni (kvk og kk)
5) Singstar (2 keppa f.h.Ökonomiu)


Að leikslokum mun sigurvegari í þessum stigakeppnum hreppa Hólmsteininn. Síðan bara D.J.A.M.M!!!!

Ath: Það eru allir hagfræðinemar velkomnir á glaumbar, hvort sem þeir mæta í vísindaferðina eða ekki!!

17 október, 2007

Sráning í Landsvirkjun


Þið, fáið bara eitt tækifæri til að fara í vísindaferð til Landsvirkjunar þetta árið, ég hvet ykkur öll til að nýta þetta yndislega tækifræri vel. Hér eru þeir sem eru skráðir:


Skráning hér

Ökonomia býður ekki upp á rútuferðir fram og til baka í þetta skiptið vegna dræmrar skráningar í rúturnar.

Kveðja
Stjórn Ökonomíu

15 október, 2007

Víjh!


Já, það eru sko allir glaðir þegar það koma inn myndir! hérna eru þær frá VÍS/Exista og svo Landsbankanum!

Myndir frá VÍS/Exista

Myndir frá Landsbankanum

Vísindaferð í Landsvirkjun

Föstudaginn næstkomandi, 19. Október, munum við í Ökonomia fara í vísindaferð í Landsvirkjun. Eftir vísindaferðina munum við síðan halda á Glaumbar, drekka ódýran bjór og dansa fram eftir nóttu líkt og í Mexíkópartýinu!

Skráning í vísindaferðina hefst kl. 12:00 á miðvikudaginn næsta. 40 manns komast í ferðina og ganga félagar Ökonomiu fyrir. Rúta fer frá Odda kl. 16.40 og keyrir upp í Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, þar sem vísindaferðin hefst kl. 17.

Síðan er Hagstjórnardagurinn á næsta leyti og fólk verður því að koma sér í keppnisskap því keppt verður í fótbolta, drykkjukeppni, skák, spurningakeppni, sjómann og Sing-Star. Í lok kvöldsins mun síðan sú deild sem stendur uppi sem sigurvegari taka hinn eftirsótta Hólmstein með sér heim!

Stjórn Ökonomiu

09 október, 2007

Skráningu lokið

75 manns eru búnir að skrá sig og ég held að það hljóti nú að vera met. Enn eru örfá sæti laus, þannig að ef einhver hefur áhuga á að koma ætla ég að biðja viðkomandi að hringja í Kára í síma 693-5934. Athugið að mæting er uppí Landsbankann klukkan 17:00 stundvíslega og ætla ég að biðja fólk um að nota innganginn hafnarstrætismeigin (Hafnarstræti 5) við hliðiná veiðibúðinni, og fólk má labba beint uppá fjórðu hæð, en þar verður tekið á móti okkur.


Eftir vísindaferðina verður síðan haldið á Októberfest háskólans upp úr kl. 19.

Októberfesthátíðin hefst annars miðvikudaginn 10. október kl. 17.00. Þá hefst bjórsala í tjaldinu. Ekkert betra en að fara og fá sér einn kaldan eftir skóla :) Síðan verður Bingó á þýsku um kvöldið með veglegum vinningum. Á fimmtudeginum opnar tjaldið kl. 17.00, þá verður Yfirvaraskeggskeppni og búningakeppni. Á föstudeginum verður meiri háttar dagskrá og stemmning í tjaldinu frá kl. 19 og fram eftir nóttu. Á föstudeginum kostar 500 kr. inn, innifalið í því verði er einn bjór.

Mæting er stundvíslega kl. 17 upp í Landsbanka en Ökonomia býður ekki upp á rútuferðir í þetta skiptið. Skráning í vísindaferðina hefst kl. 12 á morgun (miðvikudag).

Kveðja
Stjórnin

03 október, 2007

Skráning í HF Verðbréf og VÍS/Exista


40 manns komast í VÍS/Exista ferðina og 25 manns komast í HF Verðbréf ferðina. Rúta fer
frá Odda kl. 16.45 og keyrir upp í VÍS/Exista, þar sem vísindaferðin hefst kl.
17. Þeir sem ætla í HF Verðbréf, verða að koma sér sjálfir þangað,
Skóluvörðustíg 11, kl. 17 og rölta síðan á Glaumbar eftir hana. Félagar
Ökonomiu fá forgang í vísindaferðirnar og rúturnar eins og alltaf.


kem í hvorugt: Þá ert þú bara

MUNIÐ EFTIR MEXICO OUTFITTINU!!

02 október, 2007

Tvær vísó og Mexíkópartý – suðræn sveifla!


Föstudaginn næstkomandi, 5. Október, mun Ökonomia standa fyrir tveimur vísindaferðum sem enda síðan í sjóðheitu Mexíkóparty á Glaumbar. Farið verður í vísindaferðir í VÍS/Exista (fyrir 1. og 2. árs nema) og í HF Verðbréf (fyrir 3. árs nema, þar sem fólk er hvatt til að hafa ferilskrána með). Allir hagfræðinemarnir munu síðan sameinast í Mexíkópartý á Glaumbar upp úr 19.00 þar sem við skemmtum okkur saman fram eftir nóttu. Suðræn stemmning mun svífa yfir vötnum með seyðandi tónlist, fríum bjór, Doritos og tequila meðan birgðir endast!

Skráning í vísindaferðirnar hefst kl. 12:00 á morgun (mið 3.okt). 40 manns komast í VÍS/Exista ferðina og 25 manns komast í HF Verðbréf ferðina. Rúta fer frá Odda kl. 16.45 og keyrir upp í VÍS/Exista, þar sem vísindaferðin hefst kl. 17. Þeir sem ætla í HF Verðbréf, verða að koma sér sjálfir þangað, Skóluvörðustíg 11, kl. 17 og rölta síðan á Glaumbar eftir hana. Félagar Ökonomiu fá forgang í vísindaferðirnar og rúturnar eins og alltaf.

Vonumst til að sjá sem flesta, því nú ætlum við aldeilis að skemmta okkur saman og kynnast!

Stjórn Ökonomiu