20 nóvember, 2007

Wísó í CCP- skráningu lokið

Nördarnir hjá CCP með Dr. Eyjólf Guðmundsson fremstan í flokki ætla að taka á móti 30 hagfræðinemum á föstudaginn kemur. Eyjólfur hefur það hlutverk að fylgjast með hagkerfinu í EVE Online sem er stærsti multiplayer heimur sem gerður hefur verið og verður og hvet ég alla sem hafa tök á til að missa ekki af því. Mæting er uppí Grandagarð 8. Klukkan 17:00. Engar Rútur verða þetta skiptið. Við viljum þó minna á tilboðin á Glaumbar ef fólk vill fá sér einn kaldan til hita upp fyrir prófin.

Fredrich August Von Hayek

18 nóvember, 2007

Hafið þið það sem til þarf?

Ef þið haldið það - kíkið á þennan skemmtilega leik:

The Economy Stupid

Alltaf dreymt um að vera forseti Bandaríkjanna?

Fengið af blogginu hans Mankiw

14 nóvember, 2007

Vísindaferð í HR aflýst!

Því miður getur HR ekki tekið á móti okkur á föstudaginn kemur vegna ófyrirséðra atburða. Það verður því engin vísindaferð á föstudaginn. Við tökum hins vegar upp þráðinn föstudaginn eftir viku (23. nóv.) þegar nördarnir í CCP taka á móti okkur. Viljum við hvetja alla til að mæta í eina athyglisverðustu vísindaferð ársins, en dr. Eyjólfur Guðmundsson, hagfræðingur, mun kynna fyrir okkur magnað hagkerfi tölvuleiksins Eve Online. Fyrir djammara af guðs náð viljum við hins vegar minna á afslættina á Glaumbar fyrir meðlimi Ökonomiu.

Adam Smith

11 nóvember, 2007


Myndirnar frá stelpu- og strákakvöldi er að finna hérna.

07 nóvember, 2007

Hulunni svipt af stelpu- og strákakvöldi Ökonomiu

Föstudaginn næstkomandi, 9. nóvember, verður stelpu- og strákakvöld Ökonomiu. Stelpurnar í stjórn Ökonomiu sjá um stelpukvöldið og strákarnir í stjórninni strákakvöldið. Í byrjun kvöldsins eru stelpurnar saman og strákarnir saman. Síðan sameinast allir í einu stóru partý á Hallveigarstöðum niðri í bæ.

Stelpudagskrá (strákar mega alls ekki lesa):
17-18: Mæting stundvíslega upp í Skeifuna 3 (á móti Ríkinu). Þar förum við í danskennslu í magadansi. (Kostar 1000 kr. á manninn, slæður verða á staðnum)
18.30: Eftir magadansinn förum við út að borða á Manni lifandi, Borgartúni 24, þar sem við verðum í sal út af fyrir okkur, borðum góðan mat og förum í létta leiki. Nemendafélagið býður síðan upp á hvítvín með matnum. Tvær kjarnakonur koma, borða með okkur og miðla af reynslu sinni. (10-15% afsláttur verður af rétti dagsins, frítt hvítvín)
20.35-24.00: Rúta kemur að sækja okkur á Mann lifandi og pikkum við strákana upp. Rútan keyrir okkur síðan öll að Hallveigarstöðum, Túngötu þar sem við sláum upp stóru partýi. Nemendafélagið býður upp á hvítvín og bjór meðan birgðir endast, annars má taka með sér aukaglögg.
Skráning á Stelpukvöldið (Það þarf að skrá sig fyrir föstudaginn)

Strákadagskrá (stelpur mega alls ekki lesa):
18.30-20.00: Mæting á poolstofuna, Lágmúla 5 (fyrir aftan 10-11). Þar verður verður farið í pool og drukkinn a.m.k. einn öl. (750 kr. ein og hálf klst. á manninn, einn frír bjór á mann)
20.00-20.40: Farið verður á Pizza Hut, þar sem tilboð verður á matnum. Leyfilegt er að fá sér annan öl.
20.40-24.00: Stelpurnar koma í rútu og pikka okkur upp. Síðan höldum við öll á Hallveigarstaði, Túngötu þar sem haldið verður rosalegt partý. Nemendafélagið býður upp á bjór og hvítvín meðan birgðir endast en annars má taka með sér fljótandi nesti.
Skráning á Strákakvöldið (Það þarf að skrá sig fyrir föstudaginn)

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!
Kveðja,
Stjórnin

06 nóvember, 2007

Myndir frá Icebank


Hérna eru myndirnar frá Icebank.

05 nóvember, 2007

Stelpu- og strákakvöld

Föstudaginn næsta (9.nóv.) verður óvissu stelpu- og strákakvöld. Tími og staðsetning verður auglýst síðar í vikunni. Þannig að takið kvöldið frá!

Kveðja,
Stjórnin