02 desember, 2007

Próflokadjammið!!!

Loksins, loksins, loksins.....

Næsta föstudag (21. desember) verður próflokadjamm Ökonomiu og Politicu, félag stjórnmálafræðinema. Partýið verður haldið í sal í Sóltúni 20 (húsið merkt Lions félaginu, jarðhæð). Fólk verður að þessu sinni að koma með sínar eigin veigar. Gleðin hefst kl. 20 og stendur til kl. 12, þá getur fólk drifið sig á annað hvort háskólaballanna, þ.e. á Broadway eða Nasa í mergjuðu stuði! 

Hlökkum til að sjá ykkur sæt og fín, en ekki mygluð og ljót eins og í prófunum.

Stjórn Ökonomiu