28 janúar, 2008

Framadagar 2008

Þú getur náð forskoti í leitinni að atvinnu og áframhaldandi námi með því að mæta á Framadaga 2008. Þar geturðu leitað svara við þessum og öðrum spurningum sem kannt að hafa um fyrirtækin á atvinnumarkaðnum og fleira. Framadagar verða haldnir í Háskólabíó föstudaginn 1. febrúar næstkomandi á milli 11:00 og 16:00. Þar munu helstu fyrirtæki landsins kynna starfsemi sína.

Á Framadögum getur þú:
-kynnst því hvaða tækifæri atvinnulífið býður upp á að námi loknu
-fundið þér framtíðarstarf eða sumarstarf
-kynnst fulltrúum helstu fyrirtækja á vinnumarkaðnum
-komist í samband við fyrirtæki sem vilja láta vinna lokaverkefni fyrir sig
-skoðað kosti um áframhaldandi nám
-komið þér og þínum hugmyndum á framfæri

Þú getur nálgast frekari upplýsingar um Framadaga á www.framadagar.is.

23 janúar, 2008

Vísó í Nóva

Hér með er skráning hafin í Nóva, sem nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir 3. kynslóðarfarsíma. Að þessu sinni er mæting klukkan 17:45 uppí odda, og fer rútan rétt fyrir 18:00. fyrir þá sem mæta á bílum er mæting uppí Lágmúla 9 klukkan 18:10. Aðeins 25 komast fyrir og er því umm að gera að skrá sig sem fyrst. Ég vil biðja fólk um að skrá sig aðeins ef það ætli að mæta svo að þeir sem vilja komist að.

Skráning hér

Kveðja
Fredrich Augustus von Hayack

13 janúar, 2008

Vísó í Glitni

Þá er komið að fyrstu vísindaferð eftir jól en hún verður akkúrat föstudaginn næsta 18. janúar. Þá munum við hagfræðinemar fylkja í Glitni og enda síðan kvöldið á Glaumbar. 80 manns verða gjaldgengir að þessu sinni, en búast má við miklu fjöri sbr. ferðin í fyrra. Félagar Ökonomiu ganga fyrir eins og venjulega. Vísindaferðin verður frá 17-19 og fara rútur frá Odda kl. 16:45.

Athugið: Það verða bara rútur fyrir 40 manns. Þeir sem eru meðlimir í ökonomíu fá forgang. Munið því að taka með ykkur skírteinin.

Skráning hér

Kveðja
Stjórnin

07 janúar, 2008

Grímuball á föstudaginn

Föstudaginn næstkomandi, 11. janúar, verður grímuball hagfræðinema. Partýið verður haldið í Kafarabústaðinum í Nauthólsvík. Gleðin byrjar kl. 21 og verður bjór á boðstolnum meðan birgðir endast. Allir þurfa að sjálfsögðu að mæta í búning og verða verðlaun veitt fyrir besta búninginn.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!

Stjórn Ökonomiu

01 janúar, 2008

PrófalokamyndirVoila