23 febrúar, 2008

Árleg ráðstefna NESU: Samrunar og yfirtökur á norrænum mörkuðum

NESU, félag viðskipta og hagfræðinema á Norðurlöndum kynnir sína árlegu
ráðstefnu, að þessu sinn í Reykjavík dagana 25. febrúar - 2. mars um samruna
og yfirtökur á norrænum mörkuðum.

Miðvikudaginn 27. febrúar kl. 9:00 í Háskólabíó sal 1 standa SSF, samtök
starfsmanna fjármálafyrirtækja og NESU fyrir fyrirlestri um þann þátt er
snýr að starfsfólki og stéttarfélögum. Fyrirlesarar eru Vilhjálmur
Bjarnason, Hans Christian Riise og Christina Colclouch.

Fyrirlesturinn er opinn öllum innan háskólans og fjármálageirans.

Dagskrá:
09:00 Employees stock options and the interest of the employees and the
shareholders. Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt at the University of Iceland

09:45 'The human side of M&A's ' Hans Christian Riise Hans Christian Riise
the international coordinator of Nordea Union Board. Has been a member of
Nordea Union Board since 2002. Nordea is the biggest bank in Scandinavia.

10:30 “The Nordic Waltz” - Boxing and Dancing trade union traditions and why
the Nordic traditions might hold the answer to the challenges of
globalisation. Christina Colclough from NFU Nordisk Finansansattes Union.

Christina Colclough, is a phd fellow, MA, B.Sc, now Vice-General Secretary
NFU The Nordic Union of Finance and insurance employees. Previous employment
was at the Danish research institute FAOS - Employment Relations Research
Centre, Copenhagen University. Christina’s PhD is on the diffusion of the
labour-management relation in Danish multinational corporations. Prior
research has been on the challenge globalisation poses to Nordic trade
unions within the telecommunications, transport and metal industries.
Christina’s main areas of interest are Europeanisation, cross-national
industrial relations, multinational firms and HR, social capital and
economic internationalisation. (www.faos.dk)

Ekki láta þig vanta á þennan stórviðburð NESU og SSF.

19 febrúar, 2008

Vísó í Kaupþing og Partý aldarinnar

Eftir frábæra árshátíð um síðustu helgi heldur fjörið áfram.

Í dag(föstudaginn 22.feb) verður farið í vísindaferð í Kaupþing, Borgartúni 19. Skráningu í ferðina er lokið og þeir sem komast með eru hér. Vísindaferðin stendur frá kl.17-19 en rútur fara frá Odda 16.40. ATH. einungis félagar Ökonomiu geta tekið rútuna.

Eftir vísindaferð í Kaupþing, verður farið beint í partý á Hallveigarstöðum (Túngötu 14) sem útskriftarhópurinn stendur fyrir, rútan mun svo halda áfram á Glaumbar fyrir þá sem vilja. Um er að ræða fjáröflun fyrir útskriftarferðina þannig að takið endilega með ykkur vini. Allir drykkir verða á vægu verði, Bjór, staup og kannski GT.

Allir velkomnir, um að gera að mæta og toppa skandala árshátíðarinnar.

Aðeins kostar 500 kall inn og bjór fylgir með!!

Kær Kveðja
John Maynard Keynes06 febrúar, 2008

Árshátíð Ökonomiu 2008

Föstudaginn 15. febrúar verður árshátíð Ökonomiu, félags hagfræðinema,
haldin í veislusalnum Víðidal (Reiðhöllin, Brekknaás 5, 110 Reykjavík).

Dagskráin:
19.30: Húsið opnar. (Tilvalið fyrir hvert ár að hittast í fyrirpartý og hita upp.)
20.00: Borðhald hefst
Á meðan matnum matnum stendur verða léttir samkvæmisleikir, skemmtiatriði frá stjórninni og frá hverju ári í hagfræðinni (um að gera að byrja að æfa).
23.00-2:30: DJ JBK og Addi trommari halda stuðinu uppi fram til 2.30.

Veislustjórar eru Sölvi Sund og Sirrý Mog

Matseðill:
Forréttur: Humarsúpa skipstjórans með nýbökuðu brauði

Aðalréttur: Anís kryddað lambafillet með spænskri rauðvínssósu og
parísarkartöflum EÐA grilluð fyllt kjúklingabringa „Italian style“ (Þarf að láta vita hvorn réttinn maður vill við kaup á árshátíðamiða)

Eftirréttur: Volgur “súkkulaðidraumur” með ganache fyllingu og
vanillurjóma

Miðaverð:
2.500 kr. fyrir meðlimi Ökonomiu sem greiða með Kaupþingskorti
4.000 kr. fyrir meðlimi Ökonomiu
5.500 kr. fyrir aðra gesti

Hvítvín- og rauðvínsflaskan um 2.000 kr.

Barverð:
Stór bór: 500 kr.
Skot: 500 kr.
1x1 faldur í gos: 700 kr.
Breezer: 700 kr.

Miðasala:
Miðasala verður á 1. hæð Odda á eftirfarandi dögum:

Mánudagurinn 11. febrúar: Frá kl. 12-15
Þriðjudagurinn 12. febrúar: Frá kl. 12-15
Miðvikudagurinn 13. febrúar: Frá kl. 12-15

04 febrúar, 2008

Hætt við vísindaferð í Actavis á föstudaginn

Hætt hefur verið við fyrirhugaða ferð í Actavis vegna dræmrar þáttöku.

Kveðja,
Stjórnin