31 mars, 2008

Myndirnar sem teknar voru eftir áramót eru komnar inn!

Myndirnar eru loksins komnar inn!

Glitnir
Árshátíð
Kaupþing

Njótið!

Stjórnin


25 mars, 2008

Vísó í Orkuveituna næsta föstudag!

Þá er komið að síðustu vísindaferð vetrarins, en hagfræðinemar munu fjölmenna í Orkuveituna á föstudaginn næsta (þann 28. mars.) 70-80 manns komast í ferðina og hefst skráning á hádegi á morgun(miðvikudag). Vísindaferðin stendur frá kl. 16.30-18.30. Það verður engin rúta frá HÍ heldur er mæting uppí OR, bæjarhálsi 1. Það verða hins vegar rútur frá OR á glaumbar eftir ferðina.
Skráningu er nú lokið.


Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!
Stjórnin

19 mars, 2008

Vísó í OR 28 mars

Það verður engin vísindaferð á næsta föstudag, þar sem það er föstudagurinn langi. Orkuveita reykjavíkur tekur hins vegar á móti okkur í næstu viku í síðustu vísindaferð vetrarins. Því hvet ég alla djammara hagfræðinnar til að mæta og slá botninn í virkilega gott ár. Skráning hefst næsta miðvikudag.

Kveðja
David Ricardo

17 mars, 2008

Ný stjórn kjörin

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Ökonomiu, föstudaginn síðasta. Eftirfarandi aðilar voru kosnir í stjórnina:

Formaður: Bryndís Alma Gunnarsdóttir
Gjaldkeri: Elzbieta Baranowska
Ritari(varaformaður): Sigríður Anna Sigurðardóttir
Skemmtanastjóri: Guðmundur Stefán Guðmundsson

Fráfarandi stjórn óskar nýrri stjórn velfarnaðar í starfi.


11 mars, 2008

Aðalfundur á föstudaginn!

Föstudaginn næsta 14. mars 2008 verður aðalfundur Ökonomiu haldinn á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 kl. 20 og hefjast kosningar í stjórn stuttu síðar. (Frítt áfengi í boði, annars má taka með sér auka veigar).

Öllum hagfræðinemum er frjálst að sitja á aðalfundi Ökonomiu, en kosninga- og framboðsrétt á aðalfundi hafa aðeins meðlimir félagsins samkvæmt 3. grein í lögum um Ökonomiu. Þó mega allir hagfræðinemar, hvort sem þeir eru félagar í Ökonomiu eða ekki, kjósa fulltrúa hagfræðinema til setu á deildar- og skorarfundum.

Skila ber skriflegu framboði í tölvupósti til fráfarandi formanns Ökonomiu, (sgv3[hjá]hi.is) eigi síðar en kl.12 föstudaginn 14. mars 2008, ekki verður tekið við framboðum sem berast eftir kl. 12 á föstudeginum. Einnig ber að skila tillögum að lagabreytingum skriflega til formanns eigi síðar en á hádegi þriðjudaginn 11. mars 2008.

Aðrar upplýsingar um framboð í stjórn Ökonomiu:
-Um einstaklingframboð er að ræða en ekki hóp- eða listakosningu.
-Öllum félögum Ökonomiu er frjálst að bjóða sig fram í hvaða embætti sem er.
-Öllum hagfræðinemum er heimilt að bjóða sig fram sem fulltrúa hagfræðinema á deildar-og skorarfundum.

Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við kosningarnar eða framgang þeirra getur viðkomandi haft samband við Sesselju, fráfarandi formann Ökonomiu, í gegnum tölvupóst, sgv3(hjá)hi.is

Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi samkvæmt 8. grein í lögum félagsins:

Kosning fundarstjóra aðalfundar
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins lagðir fyrir aðalfund til samþykktar
Lagðar fyrir lagabreytingar til samþykktar
Kosið í stjórn í eftirfarandi röð:
-Gjaldkeri
-Skemmtanastjóri
-Ritari
-Formaður

Frambjóðendur eru beðnir um halda stutta tölu til að sannfæra kjósendur um sitt eigið ágæti. Frambjóðendur eru beðnir að halda ræðunum innan mjög stuttra tímamarka. Ræður verða í þessari röð: Frambjóðendur í gjaldkera, skemmtanastjóra, ritara og formann. Síðan verður kosið og úrslit ljós nokkru síðar.

Kosið um önnur embætti:
-Tveir endurskoðendur
-Fulltrúi til setu á deildar-og skorafundum
-Þrír málfundafulltrúar
-Ritstjóri Hjálmars
-Ungfrú Ökonomía
Fundi slitið af nýkjörnum formanni og hamlaus drykkja heldur áfram.

Frekari upplýsingar um framkvæmd fundarins má skoða á heimasíðu félagsins (lög Ökonomiu).

Með von um góðan aðalfund,
Sesselja G. Vilhjálmsdóttir
Formaður Ökonomiu

Vísó í VBS Fjárfestingabanka- Skráningu lokið

Hæ hæ!

Nú er komið að síðustu vísindaferð fyrir aðalfund en hún verður föstudaginn 7. mars næstkomandi. Ökonomiumeðlimir munu því fjölmenna í VBS Fjárfestingabanka í vísindaferð og fara síðan á Glaumbar og skemmta sér saman fram eftir nóttu. Skráning í ferðina hefst á morgun (miðvikudag) kl. 12 og ganga félagar Ökonomiu fyrir eins og venjulega.

40 manns komast í ferðina. Þeir sem eru skráðir eru hér. ATH. Eingöngu er boðið upp á rútuferðir frá VBS Fjárfestingabanka(Borgartúni 26) og niður í bæ. Hagfræðinemendur þurfa því að koma sér sjálfir niður í VBS Fjárfestingabanka og vera mættir stundvíslega kl. 17:00.

Minnum á tilboðin á Glaumbar:

Á föstudögum:
Allt kvöldið og alla nóttina gilda þessi tilboð fyrir þá sem sýna félagsskírteini Ökonomiu.
Stór bjór á 390 kr.
Skot á 390 kr.
Bjór og skot á 700 kr.
Breezer/Sm ice 550 kr.
Kokteill 1000 kr.
Hvítt og rautt 500 kr.
1faldur í gos 600 kr.
2faldur í gos 1000 kr.(ef í orkudrykk þá 100 kr hærra)

Öll kvöld fyrir utan föstudagskvöld gegn framvísun félagsskírteina:
Stór bjór á 490 kr.
Skot á 490 kr.

Þessi tilboð gilda til 1.ágúst...... sem sagt gilda líka í sumar!

Kveðja,
Stjórnin

04 mars, 2008

Aðalfundur Ökonomiu föstudaginn 14. mars 2008

Föstudaginn 14. mars 2008 (í næstu viku), verður aðalfundur Ökonomiu haldinn á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 kl. 20 (Frítt áfengi í boði, annars má taka með sér auka veigar).

Öllum hagfræðinemum er frjálst að sitja á aðalfundi Ökonomiu, en kosninga- og framboðsrétt á aðalfundi hafa aðeins meðlimir félagsins samkvæmt 3. grein í lögum um Ökonomiu. Þó mega allir hagfræðinemar, hvort sem þeir eru félagar í Ökonomiu eða ekki, kjósa fulltrúa hagfræðinema til setu á deildar- og skorarfundum.

Skila ber skriflegu framboði í tölvupósti til fráfarandi formanns Ökonomiu, (sgv3[hjá]hi.is) eigi síðar en kl.12 föstudaginn 14. mars 2008, ekki verður tekið við framboðum sem berast eftir kl. 12 á föstudeginum. Einnig ber að skila tillögum að lagabreytingum skriflega til formanns eigi síðar en á hádegi þriðjudaginn 11. mars 2008.

Aðrar upplýsingar um framboð í stjórn Ökonomiu:
-Um einstaklingframboð er að ræða en ekki hóp- eða listakosningu.
-Öllum félögum Ökonomiu er frjálst að bjóða sig fram í hvaða embætti sem er.
-Öllum hagfræðinemum er heimilt að bjóða sig fram sem fulltrúa hagfræðinema á deildar-og skorarfundum.

Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við kosningarnar eða framgang þeirra getur viðkomandi haft samband við Sesselju, fráfarandi formann Ökonomiu, í gegnum tölvupóst, sgv3(hjá)hi.is

Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi samkvæmt 8. grein í lögum félagsins:

Kosning fundarstjóra aðalfundar
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins lagðir fyrir aðalfund til samþykktar
Lagðar fyrir lagabreytingar til samþykktar
Kosið í stjórn í eftirfarandi röð:
-Gjaldkeri
-Skemmtanastjóri
-Ritari
-Formaður

Kosið um önnur embætti:
-Tveir endurskoðendur
-Fulltrúi til setu á deildar-og skorafundum
-Þrír málfundafulltrúar
-Ritstjóri Hjálmars
-Ungfrú Ökonomía
Fundi slitið af nýkjörnum formanni og hamlaus drykkja heldur áfram.

Frekari upplýsingar um framkvæmd fundarins má skoða á heimasíðu félagsins (lög Ökonomiu).

Með von um góðan aðalfund,
Sesselja G. Vilhjálmsdóttir
Formaður Ökonomiu