1910 - 2010

 

Íslenska hljómplatan 100 ára
23. ágúst

 

Til hamingju Íslendingar!

 

VELKOMIN Á HEIMASÍÐU ÍSLENSKU 78 SNÚNINGA PLÖTUNNAR

Ég heiti Ólafur Þorsteinsson og er plötusafnari. Þessi heimasíða er sett upp í þeim tilgangi að veita og afla upplýsinga um íslenskar hljómplötur á árunum 1910 til 1958. Aðalefni síðunnar er heildarskrá yfir íslenskar 78 snúninga plötur, sjá tengil til vinstri Plötulisti. Ef gestir síðunnar hafa einhverju við listann að bæta, t.d. útgáfuár eða leiðréttingar, má koma þeim á framfæri gegnum E-mail eða gegnum Gestabók. Ef slegið er á valmöguleikan Vantar má sjá þær plötur sem mig vantar í 78 snúninga plötusafnið mitt og hægt er að hafa samband við mig í gegnum síðuna ef þið eigið eitthvað af því aflögufært.

Fyrsta íslenska 78 snúninga platan var tekin upp í Kaupmannahöfn 23. ágúst 1910. Pétur Á. Jónsson söng lagið Dalvísur eftir Árna Thorsteinsson.

Heim | Plötuskrá | Listamenn | Efnisskrá | Vantar | Til sölu | Um mig | Myndir | Tenglar | E-mail | Gestabók