Ég heiti Ólafur Ţorsteinsson og er fćddur í Kópavogi 16. jan 1974.  Ég er nú ađ ljúka námi í sagnfrćđi viđ Háskóla Íslands og er ađ skrifa BA ritgerđ um Íslenskar hljóđritanir á árunum 1903 – 1958.

Ég hóf ađ safna 78 snúninga plötum ţegar ég var ţrettán ára 1987 er ég keypti minn fyrsta handsnúna grammófón en honum fyldu nokkrar plötur.  Í upphafi safnađi ég bćđi erlendum og íslenskum plötum en sá svo ađ ţađ var ansi yfirgripsmikiđ og hóf ţá ađ safna einungis íslenskum plötum.  Mér fannst ţađ hćfilegt verkefni ađ safna öllum íslenskum 78 snúninga plötum enda taldi ég ţá ađ heildarfjöldi ţeirra vćri undir 600 titlum.  Sú tala átti ţó eftir ađ breytast nokkuđ m.a. ţegar ég keypti mikiđ magn af plötum međ Elsu Sigfúss í

Kaupmannahöfn 1997 ţví margar hafđi ég ekki séđ áđur.  Fyrstu 10 árin safnađi ég af miklum krafti og m.a. setti mér markmiđ fyrir hvert ár.  Ég auglýsti mest eftir ţessum plötum í dagblöđunum, ađallega DV, og fór svo heim til fólks sem hringdi.  Sambönd viđ ađra plötusafnara hafa skilađ miklu en einungis lítiđ brot af safni mínu er fengiđ frá fornsölum.

Ég hef eignast nokkuđ af handsnúnum grammófónum en merkilegastur er ţó sjaldgćfur vaxhólkaspilari frá 1901, amerískur Graphophon frá Columbia Phonograph Company eđa grafófónn eins og ţeir nefndust hér á landi.

Í samstarfi viđ Trausta Jónsson, veđurfrćđing, hef ég unniđ ađ gerđ heildarskrár yfir 78 snúninga plötur og stöđugt bćtist í listann, ţegar ţetta er skrifađ er ég t.d. nýbúinn ađ bćta viđ tveimur plötum međ Elsu Sigfúss og ég er einnig í ţessu ađ dagsetja fjölda platna.  Plötuskráin telur 728 plötur og erfitt er ađ segja um hvort talan er endanleg.  Í dag á ég stćrsta einkasafn af íslenskum 78 snúninga plötum, eđa um 620 titla (ógallađar plötur) og s.kv. mínum heimildum er ţađ einungis Ríkisútvarpiđ sem á fleiri plötur í ţessari deild eđa um 650.  Einnig á ég um 20 silfurplötur međ kvćđamannafélaginu Iđunni.

 Í dag gerist ţađ ć sjaldnar ađ ég fái nýja plötu í safniđ sem ég á ekki fyrir og hvet ég ţví alla sem gćtu orđiđ mér ađ liđi ađ hafa samband.  Ég hef sett lista yfir ţćr plötur á heimasíđuna sem mig vantar og hćgt er ađ senda mér skilabođ og fyrirspurnir í gegn um síđuna.  Einnig hefđi ég áhuga ađ fá upplýsingar um safnara og áhugamenn um íslenskar 78 snúninga plötur.