Wikilexía

Salvör Gissurardóttir vormisseri 2018

Leiðbeiningar um skrif á is.wikibooks.org

Ein einföld leið til að vinna námsefni í dag er að skrifa efnið á wiki. Þá er auðvelt að breyta og wiki eru veflæg kerfi sem henta vel til samvinnuskrifa, skrifa þar sem margir vita í sama skjalinu. Það er líka auðvelt að uppfæra og breyta skjölum seinna. Það eru margs konar wikikerfi til en eitt algengt veflægt kerfi er opni hugbúnaðurinn Mediawiki sem er sama kerfið og knýr áfram Wikipedia og ýmis alþjóðleg wiki verkefni. Mediawiki er til á íslensku og mörg viðbótartól hafa verið þróuð við það kerfi. Önnur wikikerfi sem líka eru knúin af Mediawiki eru t.d. Wikihow og Wikia. Íslenski táknmálsorðabókarvefurinn SignWiki er líka knúinn af Mediawiki. Wikipedia er alfræðirit þar sem greinar hafa ákveðna uppbyggingu og strangar reglur gilda um hvernig uppsetning og heimildavinna er þar. Annað verkefni sem spratt upp úr Wikipedia verkefninu er Wikibooks en það er vettvangur þar sem hver sem er getur skrifað námsefni og fræðsluefni. Það er til ensk útgáfa af wikibooks og ensk útgáfa af Wikiversity. Á íslensku er til is.wikibooks.org og það er við það kerfi sem þessar leiðbeiningar eiga. Þær eru ætlaðar kennurum og kennaranemum sem vilja skrifa fræðsluefni (wikilexíu) á is.wikibooks.org og tengja í Wikipedíu og myndir í myndasafninu commons.wikimedia.org

Myndbönd frá 2016