Wikilexía

Salvör Gissurardóttir

Myndbönd um hvernig eigi að byrja á grein, setja inn myndir og krossapróf

Að byrja á wikilexíu

Smelltu á spilarann til að spila myndbandið. Það er farið í hvernig þú byrjar á að búa til wikilexíu á is.wikibooks.org Farið er í hvernig grein með heitinu Ferskvatnsfiskar er búin til, texti settur þar inn og wikilexía vistur og síðan bætt við hana tengingar í wikipediagreinar á íslensku wikipedíu og hvernig tengt er inn mynd á commons.wikimedia.org.

Að setja myndir í wikilexíu

Í þessu myndbandi hér fyrir neðan er farið í hvernig þú setur myndir inn á wikilexíu. Hér eru glærurnar.

Að setja krossapróf inn í wikilexíu

Það er auðvelt að setja krossapróf í wikilexíuna þína. Þú getir afritað þetta sniðmát af krossaprófi inn í þína lexíu og breytt texta og bætt við spurningum. Horfðu á þetta myndband, það sýnir hvernig þú gerir krossaspurningar.

Tenglar