Minningarsjóður
Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar
til styrktar stúdentum í raunvísindanámi

Úthlutun 2006

Í ár bárust Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar 70 umsóknir um styrkveitingu.  Eftirfarandi nemendur í doktorsnámi fengu styrk að upphæð 500 þúsund úr Minningarsjóðnum árið 2006:

Árdís Elíasdóttir Niels Bohr Stofnunin Stjarneðlisfræði
Björn Agnarsson Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi Eðlisfræði
Brynja Gunnlaugsdóttir Háskóla Íslands Ónæmisfræði
Elfar Þórarinsson Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn Lífupplýsingafræði
Eyjólfur Magnússon Leopold-Franzens Háskóla í Austurríki Jöklafræði
Gunnar Þór Kjartansson Massachusetts Háskóla Matvælaeðlisfræði
Hans Tómas Björnsson John Hopkins Háskóla Erfðafræði
Helène L. Lauzon Háskóla Íslands Örverufræði
Jóhann Ari Lárusson Brandeis Háskóla Tölvunarfræði
Kristin Ingvarsdóttir Pennsylvania Háskóla Sameindalíffræði
Kristín Björnsdóttir Ríkisháskólanum í North Carolina Matvælafræði
Líney Árnadóttir Washington Háskóla Efnaverkfræði
Lotta María Ellingsen John Hopkins Háskóla Rafmagnsverkfræði
Sigrún Nanna Karlsdóttir Michigan Háskóla Efnisverkfræði
Sveinn Margeirsson Háskóla Íslands Iðnaðarverkfræði
Tinna Jökulsdóttir Chicago Háskóla Jarðeðlisfræði

Stjórn sjóðsins er það mikil ánægja að geta stutt efnilegt fólk til dáða og vonast til að þekking þeirra og færni megi í framtíðinni gagnast íslensku athfanafólki. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1980 á grundvelli erfðaskrár þeirra hjóna. Frá því að úthlutun styrkja hófst árið 1984, hefur verið úthlutað tæplega 200 styrkjum.