Siguršur Reynir Gķslason
 


Ég er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Fæddur í Reykjavík 1957. Útskrifaðist sem jarðfræðingur frá Háskóla Íslands í júní 1980, lauk doktorsprófi í jarðefnafræði frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum 1985 og hef síðan þá starfað við Háskóla Íslands. Ég, framhaldsnemar mínir og nýdoktorar hafa á undanförnum árum rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofu, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni og áhrif eldgosa á efnasamsetningu vatns.

Ég er forseti Evrópusambands jarðefnafræðinga og er einn af þremur stjórnendum CarbFix, sem er alþjóðlegt vísindaverkefni um bindingu kolefnis í bergi. Ég hef skrifað yfir 100 greinar í alþjóðleg ritrýnd vísindatímarit og bók á íslensku um kolefnihringrásina á Jörðinni (Kolefnishringrásin, Hið íslenska bókmenntafélag 2012).