Dysjar hinna dæmdu / Cairn of Condemned

Rannsóknin miðar að því að leita þeirra einstaklinga sem teknir voru af lífi hérlendis frá 1550–1830. Nöfn þeirra, brot og dómar verða skráðir en einnig bakgrunnur þeirra kannaður með tilliti til stöðu, fjölskylduhags og búsetu. Rannsóknin hófst 2018 en hún mun byggja á kenningum um efnismenningu og undirsáta (e. subaltern) en einnig póst-marxisma og femínisma. Hugmyndafræðileg mótun stétta og stéttskiptingar, kynbundið misrétti og mögu-leikar undirsáta til að hafa áhrif á ríkjandi viðmið verða þannig í forgrunni. Rannsóknin er fjármögnuð með framlagi úr Fornminjasjóði, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og samstarfsaðilum.

 

In English

The aim of the project is to investigate the individuals who were executed in Iceland from 1550–1830. Their names, crimes and verdicts will be registered, and their background reviewed in terms of status, family life and residency. Beside this, the performance of the executions will be investigated as well as the background of the executioners. The project will be based on the studies of material culture, post-humanism, post-Marxism and feminism. The formation of class divisions and hierarchy, gender-based inequality and possibilities of marginalized people to influence the prevailing situation will thus be at the forefront. The research is financed by contributions from the Archaeology Fund, the University of Iceland Research Fund and Grampus Heritage and Training Ltd.

Þingeyraklaustur / The Þingeyrar Project

Markmiðið með Þingeyraverkefninu er að rannsaka Þingeyrar í Húnaþingi sem valdamiðstöð í lengri tíma frá landnámi til nútíma. Þar var Húnaþing að öllum líkindum starfrækt á 10. og 11. öld og síðan rekið klaustur frá 1133–1551, lengst allra klaustra á Íslandi. Eftir lokun þess settust að á Þingeyrum umboðsmenn Dana-konungs og sáu þeir um klaustureignirnar, auk þess að starfa sem sýslumenn. Árið 1812 komst jörðin í einkaeigu þegar klausturhaldarinn Björn Ólsen keypti hana af Danakonungi. Rannsóknin er fjármögnuð með framlagi úr Fonrminjasjóði og af samstarfsaðilum.

 

In English

The purpose of the project is to investigate Þingeyrar in Húnaþing as a center of power and culture for over 1000 years. At first, the parliament, Húnaþing, most likely operated there in the 10th and 11th centuries but after that a monastery was run at Þingeyrar from 1133–1551, the longest of all monasteries in Iceland. After its closure, Þingeyrar became the residency of the representatives of the Danish king on the island but they served as sheriffs besides being the keepers of the former monastic properties. In 1812, the sheriff Björn Ólsen, bought Þingeyrar of the Danish king and the farm has since then been privately run by several influential politicians and entrepreneurs. The project is funded through a contribution from the Archaeology Fund and Grampus Heritage and Training Ltd.

Skriðuklaustur—híbýli helgra manna / Monastic Activities at Skriða

Fornleifauppgröftur á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal stóð yfir frá 2002-2012. Með honum tókst að afla mikilvægra gagna sem nauðsynleg eru til áframhaldandi rannsókna á klaustrum og klausturhaldi hérlendis. Rannsóknin var með aðsetur hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri og á Þjóðminjasafni Íslands. Bók um rannsóknina, Sagan af klaustrinu á Skriðu, kom út hjá Sögufélagi í ágúst 2012.

 

In English

The project centered around an archaeological excavation on the ruins of the monastery that was operated at the farm Skriða in Fljótsdalur from 1493–1554. The excavation lasted from 2002 to 2012 and was funded with contributions from the Christianization fund, the Icelandic Research Fund (Rannís), the University of Iceland Research Fund, the Icelandic state and Grampus Heritage and Training Ltd beside the institutions involved, such as Gunnarsstofnun at Skriðuklaustur and the National Museum of Iceland. A monograph about the research, Sagan af klaustrinu á Skriðu, was published by Sögufélag in 2012.

Sé smellt á hlekkina eða myndirnar hér að neðan má finna tæmandi upplýsingar um viðkomandi rannsókn.

Mörk heiðni og kristni / The Transition from Paganism to Christianity

Mörk heiðni og kristni er fornleifafræðilegt rannsóknarverkefni sem stóð yfir tímabilið 1997-2000. Vinnu við verkefnið er lokið en Steinunn nýtti það til doktorsprófs í fornleifafræði við Háskólann í Gautaborg. Doktorsritgerð hennar The Awakening of Christianity in Iceland kom út árið 2004.

 

In English

The transition from paganism to Christianity was an archaeological research project that lasted from 1997 to 2000. The project was used as the base for Kristjánsdóttir´s doctorate in archeology at the University of Gothenburg. Her doctoral thesis The Awakening of Christianity in Iceland was published in 2004.

Aðrar rannsóknir / Other Research

Af öðrum minni rannsóknum er helst að nefna uppgröft á kumli við bakka Þórisár í landi Eyrarteigs í Skriðdal, á meintum grafhaug í landi Breiðalækjar á Barðaströnd og á rúst skála í landi Hofs í Vopnafirði.

 

In English

Other minor researches to mention are an excavation of a pagan grave at the bank of the Þórisá river in Skriðdalur, an alleged burial mound in the land of Breiðilækur at Barðaströnd and on the ruins of a long-house at Hof in Vopnafjörður.

Klaustur á Íslandi / Monasticism in Iceland

Tímabilið 2013–2017 fór fram fornleifarannsókn sem miðaði að því að skrá minjar þeirra fjórtán klaustra sem rekin voru á Íslandi á kaþólskum tíma (1000-1550). Rannsóknin var fjármögnuð með framlögum frá Rannsóknasjóði Íslands (Rannís), Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og samstarfsaðilum.

 

In English

The project was run from 2013 to 2017 but the aim of it was to map all possible remains of the fourteen monastic institutions that were operated in Iceland during the Catholic times there (1000–1550). The study was funded with contributions from the Icelandic Research Fund (Rannís), the University of Iceland Research Fund and Grampus Heritage and Training Ltd. A monograph about the research, Leitin að klaustrunum, was published by Sögufélag in 2017.