Sven Þ. Sigurðsson, reiknifræðingur, english
Staða: Fyrrverandi prófessor við námsbraut í tölvunarfræði í iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild verkfræði- og náttúruvísindasviðs H.Í
Skrifstofa: Tæknigarður, hebergi 209 á 2. hæð.
Sími: 525 4727
Netfang: sven@hi.is
Fax (fyrir Tæknigarð): 552 8801
Póstfang: Tæknigarður, Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Viðtalstímar: Eftir samkomulagi (best að senda fyrst tölvupóst).
Helstu rannsóknarverkefni 2017-2018
Hönnun og bestun línulegra stýrikerfa.
Unnið í samvinnu við Önnu Soffíu Hauksdóttur, prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Unnið er að því að þróa nýja framsetningu á ýmsum verkefnum er lúta að bestun línulegra stýrikerfa, bæði samfelldum og stakrænum, og byggja á lokuðum formum viðkomandi lausna.
Reiknilíkan af losun lyfs úr marglaga
himnu.
Unnið í samvinnu við Fjólu Jónsdóttur, prófessor við í iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild H.Í., Má Másson, prófessor við lyfjafræðideild H.Í. og Kristinn Guðnason, doktorsnema Fjólu. Leitast er við að líkja eftir niðurstöðum tilrauna um slíka losun, en markmiðið er að hið tölulega líkan nýtist við þróun marglaga lyfjalosunarkerfa sem geta viðhaldið föstum losunarstyrk til lengri tíma.
Reiknidiffrun fylkjaaðgerða.
Unnið í samvinnu við Kristján
Jónasson, prófessor við námsbraut í tölvunarfræði í H.Í. Verkefnið lýtur að því
að leiða út formúlur fyrir reiknidiffrun (algorithmic differentiation) helstu
grunnaðgerða fylkjareiknings, þannig að þessar formúlur geti nýtt sér þekkt
grunnforrit fylkjareiknings, svonefnd BLAS-forrit, við úreikningana, og búa til
forritasafn, hliðstætt BLAS-safninu, fyrir reiknidiffrunina.