Þröstur Þorsteinsson

Mengun

 Brennisteinsvetni

Brennisteinsvetni, H2S, þekkja margir sem hveralykt.

Nokkuð hefur verið rætt um brennisteinsmengun í Reykjavík að undanförnu.

Nýleg virkjun á Hellisheiði hefur valdið því að styrkur brennisteinsmengunar er nú mun meiri en áður. Einnig er virkjun á Nesjavöllum. Á vef Umhverfisstofnunar eru góðar upplýsingar um áhrif Hellisheiðarvirkjunnar á styrk brennisteinsvetnis í Reykjavík - http://www.ust.is/Mengunarvarnir/Loftgaedi/Brennisteinsvetni/

Þó ber að geta þess strax að sólarhrings-styrkur mengunarinnar, mældur í míkró-grömmum á rúmmetra og er 150
mg m-3, hefur hingað til verið vel undir heilsuverndarviðmiðum - í Reykjavík.

Það hefur hinsvegar borið nokkuð á því í málflutningi ýmissa aðila að mengun frá Hellisheiði sé svo óveruleg að hún sé varla að valda auknum styrk í Reykjavík.

Hér að neðan sýni ég einfalda útreikninga á því hvernig styrkur mengunar frá punkt-upptökum (borholu) breytist í hægum vindi (2 m s-1).




Myndin hér til hliðar sýnir niðurstöður fyrir einfalda punkt-uppruna mengunar, án „wet deposition“ og breytileika í vindi. Hér væri Reykjavík í x = 25 km og gert ráð fyrir að hnitakerfið liggi með x-ásinn samsíða vindátt, sem er beint frá virkjun til Reykjavíkur (eða því sem næst).

Það er ljóst að þegar styrkurinn nær milli 50 og 100 míkró-grömmum á rúmmeter í Reykjavík, 25 km frá virkjuninni, að þá er styrkurinn all verulega mikið hærri nær stöðinni.



Hér er síðan mæld mengun 10. desember, 2008 á Grensás. Hámarkið er um 70 míkró-grömm á rúmmetra. Vindhraði frá morgni til 14 var um 2 m s-1 og vindáttin á Grensás aðeins breytileg, en í kringum austlæg.

Geirinn með tiltölulega sterka mengun er nokkuð mjór, um 4 km í 20 km fjarlægð, þannig að vel er mögulegt - ef vindátt mjög stöðug - að nálægar stöðvar sýni umtalsvert lægri styrk mengunar.

Ef vindáttin er breytileg, verður svæðið sem mengun finnst á stærra - en styrkurinn sem mælist á Grensás er sá sami, þannig að uppsprettan verður að vera sterkari.
Líkanreikningar sem sýna dreifingu mengunar (milli 12 og 13) 10. desember, 2008 miðað við uppsprettu á Hellisheiði.

 

 

Þröstur Þorsteinsson
Vinsamlegast hafið samband varðandi frekari upplýsingar og tilvitnanir.

Pollution

H2S

H2S from steam-holes in geothermal energy plants is commonly observed in Reykjavik.

Even though the concentration is well below health limits (which are 150 mg m-3 averaged over 24 hours), the concentration is still noticable at times.  The limit for people detecting sulfur in the air is thought to be quite low, even 5 - 10 mg m-3.

The first plot to the left shows the concentration from a point source under constant weather conditions (wind speed and direction).

The second plot is the concentration measured at Grensás in Reykjavik on December 10, 2008 - showing similar values as the upper plot for the location of the measurement station (approx. 25 km from the plant).

The last plot shows the distribution of pollution taken into account variable winds - the results for that day are actually not very different.