Jón Arason - Ljóđmćli

Ritdómar

 

 

 

Kveđskapur Jóns Arasonar í einni bók  Húmor og trúarvissa

 

Úr Blađinu - Viđtal vegna útkomu bókarinnar

 

                             

JPV útgáfa hefur sent frá sér Ljóđmćli Jóns Arasonar biskups en ţetta er í fyrsta skipti sem öll ljóđ Jóns Arasonar koma saman í einni bók. Ásgeir Jónsson hagfrćđingur skrifar formála ađ verkinu. Ég ólst  upp á Hólum, fluttist ţangađ ellefu ára gamall og ţá kviknađi áhuginn á Jóni," segir Ásgeir. „Ég hef alltaf haft áhuga á sögu, hef skrifađ töluvert um sagnfrćđi og ţegar ég var í BS námi í hagfrćđi skrifađi ég ritgerđ um efnahagsmál á Íslandi á tímabilinu 1400 til 1600. Áriđ 2003 gerđum viđ kona mín, Gerđur Bolladóttir söngkona, geisladisk međ lögum eftir ljóđum Jóns Arasonar. Ţá fór ég ađ skođa kveđskap Jóns vandlega. Mér fannst einkennilegt ađ ljóđ hans skyldu ekki hafa veriđ gefin út í einni bók. Ţau hafa heldur ekki veriđ viđurkennd sem skyldi. Sigurđur Nordal og Jón Helgason gáfu ţađ út á sínum tíma ađ Jón Arason vćri ekki sérstaklega gott skáld, sem var hluti af ţeirri stefnu ţeirra ađ gengisfella tímabiliđ frá 1400 til 1600 í bókmenntasögunni."

 

Eru trúarljóđ Jóns hefđbundin miđađ viđ sinn tíma?

 

Já, ţau eru ţađ. Sigurđar Nordal gagnrýndi ţau fyrir ađ vera ekki frumleg. Eysteinn munkur skapađi ákveđna hefđ í trúarskáldskap međ Lilju sem byggđist á ţví ađ yrkja án ţess ađ vera međ fornar kenningar, tala mjög skýrt og gera kveđskapinn auđskilinn fyrir alţýđuna. Jón Arason er mjög trúr ţessari stefnu. Kvćđi hans eru skýr og lipurlega ort og mjög myndrćn. Ađ ţví leyti líkist hann Jónasi Hallgrímssyni ţótt ţeir séu ekki lík skáld ađ öllu leyti."

 

Jón orti líka veraldleg kvćđi og margir kunna enn utanađ brot úr ţeim. Getur ekki veriđ ađ ein skýringin á ţví hversu ţjóđinni hefur alltaf ţótt vćnt um Jón biskup sé hversu skemmtilegur og húmorískur hann er í veraldlegum vísum sínum?

 

Ţađ kemur fram í mörgum heimildum ađ Jón Arason ţótti óhemju skemmtilegur mađur og eins Ari sonur hans. Jón komst skjótt til valda vegna ţess ađ hann var gríđarlega vinsćll mađur, röggsamur og vel fallinn til ţess ađ skapa kirkjunni alţýđufylgi. Kvćđi hans áttu sinn ţátt í vinsćldum hans enda einkennast ţau af kaldhćđnislegum húmor. Allt öđruvísi húmor en einkenndi íslenskan kveđskap seinna meir."

 

Er ekki stađreynd ađ Jón var býsna gott skáld?

 

Ţađ liggur í augum uppi ţegar mađur les kvćđin hans. Jón er talinn hafa haft mikil áhrif á lúthersk trúarskáld sem komu á eftir honum, eins og til dćmis Hallgrím Pétursson. Hann sneyđir hjá kaţólskum yrkisefnum, sem er ákveđin ţversögn. Síđasti kaţólski biskupinn á Íslandi reyndist vera lútherskasti biskupinn."

 

 

Myndatexti: Ásgeir Jónsson. „Kvćđi hans áttu sinn ţátt í vinsćldum hans enda einkennast ţau af kaldhćđnislegum húmor. Allt öđruvísi húmor en einkenndi íslenskan kveđskap seinna meir," segir hann um veraldleg kvćđi Jóns Arasonar biskups.

 

 

Kolbrún Bergţórsdóttir

 

 

 

 

Úr Fréttablađinu

 

Skáldskapur fyrri alda á Íslandi var um langan aldur bundinn viđ munnlega geymd og pappírshandrit. Uppskriftir fóru á milli manna og fátt var prentađ ţegar prentlistin nam land. En ţađ skýrir samt ekki ţá undarlegu stađreynd ađ ljóđmćli Jóns Arasonar biskups hafa aldrei komiđ út í heild sinni. Skáldverk hafa veriđ tileinkuđ dramatískri og stórbrotinni ćvi síđasta biskupsins í kaţólskum siđ, bćđi leikrit og skáldsögur. Flestum er kunnugt ađ hann var skáld en samt hefur einungis brot af kveđskap hans komist á bók ţar til nú ađ ljóđasafn hans er ađ koma út hjá JPV útgáfu međ tilstyrk Kristnihátíđar sjóđs og menntamálaráđuneytis.

 

Hvatamađur ađ útgáfunni er Ásgeir Jónsson hagfrćđingur, en hann ólst upp á Hólum og hefur áđur haft afskipti ađ orđspori Jóns. Ţannig skipulagđi hann minningarstundir um ţjóđfrćga líkfylgd Jóns og sonar hans sunnan úr Skálholti til Hóla og gaf jafnframt út disk međ flutningi á ljóđum Jóns viđ sönglög og kallađi Líkfylgd Jóns Arasonar. Nú hefur Ásgeir, sem kunnur er á opinberum vettvangi fyrir störf í greiningu hagfrćđilegra mála, ráđist í ađ koma saman kvćđasafni Jóns međ fulltingi Kára Bjarnasonar handritafrćđings. Bókin er undrastór og hefur ađ geyma heila ljóđabálka Jóns og brot, lausavísur og styttri kvćđi. Fylgir ítarlegur inngangur Ásgeirs og jafnframt er gerđ grein fyrir kveđskapnum međ stuttum formálsköflum á undan hverjum kvćđabálki.

 

Ásgeir segist hafa lifađ međ minningu Jóns á uppvaxtarárum sínum á Hólum en síđar hafi hann kynnst ţögninni sem umlyki Jón Arason sem skáld. Aldirnar fyrir og eftir siđaskipti séu gleymdur tími, ekki ađeins í bókmenntalegu tilliti, heldur líka hagrćnu. Fćstir ţekki til ţessa tímabils sem var mikill blómatími í verslun og viđskiptum. Vanţekkingin stafi međal annars af ókunnugleika. Í formála sínum heldur Ásgeir ţví fram ađ gleymska frćđimanna og almennings sé ekki ómeđvituđ: skáldiđ Jón Arason hafi allir ţagađ í hel sökum ţess hvađa trúfélagi hann var í. Bćđi kennivald og embćttismenn hafi gert allt sem hćgt var til ađ gera lítiđ úr skáldskap hans og stöđu, bćđi af trúarlegum og pólitískum ástćđum.

 

Í safninu er auk inngangs Ásgeirs ađ finna greinargerđ um handrit, alla stóru ljóđaflokkana; Ljómur, Píslargrát, Davíđsdikt, Niđurstigningsvísur, Krossvísur auk veraldlegs kveđskapar af styttra og lengra tagi. Ţá er í bókinni viđauki međ kvćđum um Jón og syni hans.

 

 

Páll Baldvin Baldvinsson

 

 

Aftaka Jóns Arasonar Í Skálholti 7. nóvember 1550. Málverkiđ er eftir Eggert Guđmundsson. Ritdómari segir ljóđmćlin vandađa útgáfu.

Blessađur sé hann biskup Jón

Lesbók Morgunblađsins, 16 desember 2006

STĆRSTUR hluti miđaldakvćđa hefur annađ hvort aldrei veriđ gefinn út eđa er ađeins til í gömlum frćđilegum útgáfum. "Má ţađ furđulegt heita ţar sem mörg ţeirra eru međal ţess fegursta sem ort hefur veriđ á íslenska tungu," segir Kári Bjarnason, annar útgefenda Ljóđmćla Jóns Arasonar biskups (84). Í skemmtilegum inngangi samstarfsmanns hans, Ásgeirs Jónssonar, er fjallađ ítarlega um kveđskap biskups, trúarlegan og veraldlegan. Í innganginum fjallar Ásgeir m.a. um eyđur og samfellu í íslenskri bókmenntasögu, hinn kaţólska menningararf og ţöggun hans: "Ekki er heldur laust viđ ađ hin opinbera túlkun á ţví sem gerđist í menningarmálum landsins eftir siđaskipti beri nokkurn keim af ţví ađ sigurvegararnir hafi skrifađ söguna," segir hann (46). Ţá rekur hann ađdraganda siđaskiptanna, fjallar um fjölskyldumál Jóns, tengsl hans viđ Dani og Hamborgara og segir loks frá aftöku Jóns og sona hans ţann 7. nóvember 1550 og líkfylgdinni til Hóla.

Í stuttum inngangi Kára er sagt frá varđveislu kveđskapar Jóns en fimm heil kvćđi hafa veriđ eignuđ honum. Ađ auki eru í bókinni prentađar allar ţćr lausavísur sem honum hafa veriđ eignađar og annađ efni sem líklegt er taliđ ađ sé eftir hann. Ljómur er sennilega ţekktasta kvćđi Jóns en ţađ bergmálar mjög Lilju eftir Eystein munk. Ţađ er lipurlega kveđiđ, létt og auđskiliđ og trúarbođskapur ţess mildur og fallegur. Annađ ţekkt kvćđi Jóns er Píslargrátur, 47 erindi undir hrynhendum hćtti sem varđveitt er í einu af ţremur meginhandritum íslenskra miđaldakvćđa (110) og hefst svo: "Fađir vor Kristur í friđinum hćsta / form smíđandi allra tíđa, / sonur í dýrđ, ađ síđan fćrđi / sanna lausn og hjálp til manna..." (111). Ţađ sem Sigurđur Nordal kallađi "innilegasta trúarljóđ Jóns" er Davíđsdiktur sem einungis er varđveitt í Vísnabók Guđbrands Ţorlákssonar frá 1612. Ţar segir m.a. svo fallega: "Veit eg vonskur mínar/ vera međ mörgum hćtti / sem eg kann ekki ađ sjá..." (131). Í Niđurstigningsvísum segir frá ţví ţegar Jesús fćddist "af meydómskraft" (144). Ţar er María sögđ eiga barn fyrir en leggja Jesú nýfćddan og móđurlausan viđ brjóst sér (144-5. Niđurstigningsvísur eru stórskemmtilegar enda taliđ ađ ţćr hafi veriđ vinsćlar á sinni tíđ (141).

Kári tekur svo saman veraldlegan kveđskap Jóns og gerir ítarlega grein fyrir honum ásamt sögum um tilurđ kvćđanna og ártölum sem fylgdu ţeim. Ţar er m.a. hin frćga vísa um hestinn Móaling og um Grýtu í Eyjafirđi og vísan "Um ósóma aldar sinnar" ţar sem er hin frćga hending: "Drepinn held eg drengskap, dyggđ er rekin í óbyggđ" (180). Í viđauka eru prentuđ kvćđi um Jón og syni hans, t.d. eftir Andrés Magnússon sem ortar voru ţegar Hólafeđgar urđu ađ gefast upp eftir fimm daga umsátur um Skálholt. Niđurlag ţeirra hljóđar svo: "Nú trúi´eg drambiđ digra / drjúpi´og verđi´ađ krjúpa" (197) og lýsir vel ţeim hug sem Sunnlendingar báru til Jóns og sona hans. Ađ lokum eru prentađar vísur séra Jóns í Vatnsfirđi sem enda svona:

Blessađur sé hann biskup Jón
bćđi lífs og dauđur.
Hann er ţarfur herrans ţjón,
ţó heiminum virđist snauđur.

Í heild er útgáfa Ljóđmćla Jóns Arasonar afar metnađarfull og vönduđ. Bókin er falleg og afar eiguleg ţótt myndskreytingar Jóns Óskars séu hafđar alltof stórar og verđa ţví grófar og klessulegar. Kvćđin, ásamt inngangsköflum og skýringum, eru einkar ljós og ađgengileg. Ţau draga fram mynd af manni sem elskar Guđ sinn heitt og ann tungu ţjóđar sinnar enda ritađi hann aldrei á latínu eins og kollegar hans víđa í Evrópu. JPV-útgáfa heiđrađi minningu biskups međ Öxinni og jörđinni, sögulegri skáldsögu Ólafs Gunnarssonar um síđustu ćviár Jóns sem hlaut íslensku bókmenntaverđlaunin 2003, og bćtir nú um betur međ ţessari eigulegu útgáfu kvćđa hans. Allar viđbćtur viđ okkar gloppótta bókmenntasögu eru fagnađarefni og óskandi ađ fleiri ráđist í ađ koma rykföllnum handritum á prent svo viđ megum öll njóta bókmenntaarfsins margumtalađa.

Steinunn Inga Óttarsdóttir

 

 

Síđkaţólskt gćđapopp

Fréttablađiđ, Menning 16. desember 2006

 

Lofsvert framtak ađ gefa út kveđskap Jóns Arasonar biskups. Kemur nú fyrsta sinni á bók í heild sinni - međ vönduđum skýringum Kára Bjarnasonar og greinargóđum inngangi Ásgeirs Jónssonar.

Rétt ţó ađ hrćđa ekki lesandann: ţótt nćstum 500 ára sé er ţetta einkar ađgengilegur kveđskapur, öllum auđskiljanlegur, jafnt orđfćri sem erindi, án nokkurrar ţekkingar annarrar en barnaskólalćrdóms í biblíusögum. Bara ađ skella sér útí og stíga á vatniđ međ Jesúsi og Jóni, mađur flýtur einsog ekkert sé.

Nú er vitaskuld átt viđ ţann kveđskap sem eignađur er Jóni, ţví međ frćđilegri fullvissu er hvergi stafur á bók (handriti) sannarlega Jóns. Óljóst ćtterniđ klagar hinsvegar hvorki uppá Jón né kveđskapinn, báđum er búbót ađ hinum. Ekki síst er kveđskapnum hald í Jóni ţví sá síđarnefndi er vissulega ţjóđhetja, lýđkćr međ eindćmum í lífi og eilífđ, eiđsvarinn landi og ţjóđ, en vísast meiri dansari en skáld. Ţó umfram allt: píslarvottur og tragísk hetja. Öxin geymir Arason í vitund ţjóđarinnar, ekki orđiđ, og verđur svo áfram ţráttfyrir ţessa ágćtu bók.

Dansari var Jón bćđi í klassískum og „kúnderskum" skilningi („reyndur popúlisti" segir Ásgeir í inngangi - ţađ er nánast kúnderski skilningurinn: sjálfsdýrđ sviđsljóssins) og sté sporiđ í lífi og list Drottni sínum til framdráttar. Ţá var hann tónlistar- og gleđimađur. Sér ţví stađ í trúarkveđskap hans engu síđur en ţeim veraldlega - ekki alveg óskyldur ţví fagnađarerindi sem sértrúarsöfnuđir nútímans nefna „í stuđi međ guđi lög" - og fer vel á ţví ađ dilla sér í huganum undir lestri, jafnvel snúa sér í hring.

Grínlaust: andlegur kveđskapur síđustu alda kaţólskunnar á Íslandi var nátengdur tónlist og dansi og sjálft helgihaldiđ rokkandi fjörugt. Rök hníga ađ ţví. (Danakóngur og Lúter gáfu síđan andskotanum einkarétt á syndinni og saman kváđu ţeir dansinn í kútinn svo kirfilega ađ ekki mátti sletta úr klaufinni uppí vindinn í hafátt ađ Bessastöđum & biskupum vorum siđbćttum um aldir ánţess ađ brenna í Víti og Höfn fyrir vikiđ, bćkur og menn. Sígild söguskýring). Önnur saga.

Öll gćtu ţessi kvćđi í upphafi hafa veriđ danslagatextar og alveg óvíst ađ höfundur hafi litiđ á sig sem „skáld" (og alls ekki í hátíđlegum skilningi). Ţví gerir hann - ađ aldasiđ - hvorki tilraun til sjálfstćđrar úrvinnslu efnisins né áberandi skáldlegra tilţrifa: hann einfaldlega fćrir heilaga ritningu í sönghćfan dansbúning - og gerir ţađ svo átakalaust ađ enn má njóta međ öllum kropp. Ekki misskilja mig: Jón var vitaskuld einlćgur trúmađur og ákall hans til Drottins ekkert grín. Trú kvćđanna er og verđur ţeirra ađall, ţeim sem á trúa.

En hvernig sem menn reyna ađ fara ađ ţví ađ bćta sér upp ládeyđu „miđaldarinnar" (ca 1350-1650), „brúa biliđ", „rjúfa ekki samhengiđ", rekast menn alltaf vćngjalausir á sama búkolluvegginn: allur varđveittur kveđskapur tímabilsins stendur - ađ skáldskapargildi - Lilju Eysteins og Passíusálmum Hallgríms óralangt ađ baki. Sjálfsagt í lofsverđri útgáfu um (meintan) kveđskap Jóns Arasonar ađ leiđa rök ađ öđru međ öllum mögulegum bolum, enda bera ţeir Ásgeir og Kári sig mannalega í ţeim ójafna skessuleik.

Orđan fellur, úti er ţetta frćđi. Amen. Amen! Endir verđur á kvćđi (105). Ţannig slćr biskupinn botn í sinn söng ... (stappađi niđur fótunum og sneri sér í hröng?).

 

Sigurđur Hróarsson

 

 

 


ŢEGAR BISKUPINN VAR DANSASKÁLD OG LANDSSTJÓRNIN EINKAVĆDD: STJÓRNMÁL OG ŢJÓĐFÉLAGSGERĐ Á DÖGUM JÓNS ARASONAR

 

 

Tímaritiđ Stjórnmál og stjórnsýsla, 2. árgangur, 2 tölublađ 2006

 

 


Ţađ er áhugamönnum um fornan kveđskap fagnađarefni ađ nú hefur loksins komiđ út ađgengilegt
heildarsafn ljóđa Jóns biskups Arasonar. En er ástćđa til ţess ađ skrifa um slíka bók í tímarit um
stjórnmál og stjórnsýslu?


Jón biskup var reyndar ekki síst stjórnmálamađur, sá fyrirferđarmesti á Íslandi á sinni tíđ og mörg
kvćđi hans eru veraldleg og fjalla um pólitísk vígaferli. En helsta ástćđa ţess ađ ţessi bók á brýnt
erindi viđ áhugamenn um íslensk stjórnmál, ţjóđfélagsgerđ og ţjóđfélagsţróun er ítarlegur inngangur
eftir Ásgeir Jónsson hagfrćđing, sem nefnist: Alţýđuskáldiđ Jón Arason (bls. 9-86). Inngangurinn er í
raun dálítil bók um manninn Jón Arason og ţađ samfélag sem hann lifđi í. Ásgeir setur líf og baráttu
Jóns í samhengi viđ ţjóđfélagsgerđ 16. aldar og greinir helstu öfl sem áttust viđ í ţví samfélagi og
margslungnar rćtur ţeirra á sviđum efnahagsmála, stjórnmála, menningar og trúmála – innan lands
og utan. Niđurstađan er einkar áhugaverđ mynd af íslensku ţjóđfélagi á 15. og 16. öld – Íslandi
miđaldar.


Hér verđur ekki gerđ tilraun til ađ endursegja greiningu Ásgeirs, en fáein dćmi nefnd um efnistökin.
Lýsing Ásgeirs á íslensku ţjóđfélagi miđaldar er lifandi og skemmtileg. Hann bendir á ađ ţjóđin hafi
búiđ viđ efnalega velsćld og haft mikil samskipti viđ útlönd, enda verslun í reyndinni frjáls.


Stéttaskipting var miklu lausari í reipum en síđar varđ og kolbítar gátu unniđ sig til ćđstu metorđa, ekki
síst innan kirkjunnar og var Jón Arason dćmi um ţađ. Íslendingar sungu og dönsuđu, drukku og
dufluđu í dáraveislum (feasts of fools), sem voru algengt fyrirbćri um alla Evrópu. Í gleđirnar „mćtti
fjöldi karla og kvenna og ‘ćrsluđust ţau um heilar nćtur’ og höfđu ţess í milli ‘frammi ađra gleđileiki
og skrípasýningar’. Ţar var fariđ međ ‘bruna- og afmorsvísur’ og ennfremur var ‘mikiđ um fáránlegar,
blautlegar og lostafullar athafnir’“ (bls. 34-35). Allt var ţetta liđiđ af ótrúlegu umburđarlyndi kaţólsku
miđaldakirkjunnar. Á dansöld voru dansaskáldin poppstjörnurnar. Eitt helsta dansaskáld Íslendinga var
sjálfur biskupinn, Jón Arason. Ţađ er engin leiđ ađ skilja atburđina á sviđinu án ţess ađ ţekkja hinn
ţjóđfélagslega bakgrunn. „Sú ţjóđ sem talar í bókmenntum miđaldar er – hvernig sem á ţađ er litiđ –
allt önnur en sú sem flestir núlifandi Íslendingar telja sig ţekkja. Ţessari ţjóđ ćttu nútímamenn ađ
kynnast. Og einn besti fulltrúi hennar er Jón biskup Arason á Hólum“ (bls. 11-12).


Greining Ásgeirs á vinsćldum Jóns og kaţólsku kirkjunnar međal íslenskrar alţýđu er áhugaverđ.
„Jón Arason var dansaldarmađur fram í fingurgóma og líklega má skýra stóran hluta af hylli hans og
velgengni međ ţví hversu skáldskapargáfa hans og lunderni féllu ađ dansskemmtunum landsmanna.
Ţađ má líka lesa á milli línanna ađ ţeir Hólafeđgar hafi veriđ međ skemmtilegri mönnum í
samkvćmum og ávallt kunnađ ađ vanda til góđrar veislu međ söngvum og dansi“ (bls. 35).


Kirkjan varđ mjög öflug á 16. öld vegna verslunarbyltingar 15. aldar „ţegar erlendar ţjóđir tóku ađ
hópast hingađ til ţess ađ kaupa fisk og brennistein“ (bls. 19). Í stađ lélegra skipta viđ
Björgvinjarkaupmenn lágu nú ensk, hollensk og ţýsk skip í hverri vík. Veikt danskt konungsvald gat
ekki stöđvađ ţessa verslun. Kirkjan sá sér hins vegar leik á borđi međ ţví ađ nýta sjávargróđann í
ţágu kirkjunnar á kostnađ íslenskrar yfirstéttar. Kirkjan lagđi „til atlögu viđ hvern höfđingjann á fćtur
öđrum og beygđi í duftiđ međ sönnum eđa upplognum sökum um sifjaspell eđa frćndsemismeinbugi“
(bls. 21). Ásgeir leiđir líkur ađ ţví ađ almenningur hafi ekki haft mikla samúđ međ höfđingjum sem
biskupar rúđu eignum sínum. Eigendaskipti á jörđum skiptu litlu máli fyrir ţau 90% bćnda sem voru
leiguliđar. Kirkjan bauđ reglufestu og öryggi í stađ sífelldra illinda međal höfđingja. Hinir „harđdrćgu
biskupar ráku allir umfangsmikla almannatengslaherferđ međ ölmusugjöfum og náđarmeđulum
kirkjunnar“. Jón Arason virđist hafa veriđ mildur viđ fátćka en ‘ofsastrangur’ viđ burđuga
mótstöđumenn. Á hans tíma ofsótti kirkjan „bestu menn ţjóđarinnar en hyglađi hinum verstu og hafđi
ţví í raun snúiđ stéttaskiptingu miđalda á haus“ (bls. 25).


Kaţólska miđaldakirkjan á Íslandi ţurfti ekki ađ óttast byltingu ađ neđan eins og systurkirkjur hennar í
Evrópu. Norska og íslenska kirkjan notuđu móđurmáliđ fremur en latínu. Í skóla var Jón Arason lofađur
fyrir fćrni í norrćnni skáldskaparlist, en ekki fyrir latneska ţekkingu: „Viđ latínu lćrdómi gaf hann sig
aldrei“ (bls. 18). Jón kom međ prentsmiđju til landsins ţar sem prentađar voru ţýđingar á guđspjöllum
áđur en Oddur Gottskálksson hóf ţýđingar sínar í fjósi í Skálholti. Kaţólska kirkjan varđ ţjóđkirkja sem
naut hylli almennings.


Öđru máli gegndi um lúterstrúarmenn – siđaskiptin voru bylting ađ ofan. Ungir menntamenn mynduđu
fámennan róttćklingahóp sem hreifst af erlendum kenningum en hafđi engar rćtur međal almennings.
Ásgeir telur ólíklegt ađ ţeir hefđu náđ nokkrum árangri ef ekki hefđi komiđ til stuđningur Kristjáns III
Danakóngs og líkir íslensku siđaskiptunum viđ valdatöku fámennra kommúnistaflokka í Austur-Evrópu
eftir seinna stríđ í skjóli Rauđa hers Sovétríkjanna.


Margt fleira mćtti nefna um ţá ţjóđfélagslegu sviđmynd sem Ásgeir dregur upp. Hvernig var
vopnabúnađur, hvernig ‘börđust’ Íslendingar, hvers vegna féll enginn af liđi Hólafeđga fyrr en ţeir
sjálfir í Skálholti 1550 eftir margra ára herferđir? Hvernig fól ritlist miđaldar í sér bćđi alţjóđavćđingu
og alţýđuvćđingu? Međ hvađa hćtti var landsstjórnin á Íslandi einkavćdd áriđ 1547 og hvers vegna?
Hverjir voru hagsmunir Hamborgarkaupmanna – varpa ţeir ljósi á hugsanleg svik ţeirra viđ Jón?
Getur ţjóđfélagsleg greining skýrt ţá ákvörđun Jóns ađ brjóta allar brýr ađ baki sér og hefja vonlausa
baráttu viđ danska konungsvaldiđ – eđa verđur ţar ađ grípa til persónulegra skýringa á borđ viđ sálarog
trúarlíf Jóns?


Ásgeir fléttar saman persónusögu og greiningu á átökum ţjóđfélagsafla. Hann dregur upp heillandi
mynd af stórkostlegum ţjóđfélagsbreytingum á Íslandi. Skrifari veit ekki nóg um sögu miđaldar til ţess
ađ dćma um hvernig sú mynd sem upp er dregin fellur ađ stađreyndum. Hins vegar er alveg ljóst ađ
mynd Ásgeirs er sú tegund af sögulegri og ţjóđfélagslegri greiningu sem er frćđilega
eftirsóknarverđust ţegar vel tekst til. Hún er líka einkar vel og skarplega skrifuđ – og bráđskemmtileg.

 

 

Ólafur Ţ. Harđarson