Umfjöllun um Makt myrkranna

 

 

 

 

 

 

 

 

09.09 2011 | Menning

Fann blóđsugugreifann í henglum

Ásgeir Jónsson hvatti til endurútgáfu á Makt myrkranna en bókin er áhugaverđ fyrir margra hluta sakir.
Ásgeir Jónsson hvatti til endurútgáfu á Makt myrkranna en bókin er áhugaverđ fyrir margra hluta sakir.

Á árunum 1899 til 1900 birtist skáldsagan Dracula eftir Bram Stoker sem framhaldssaga í hálfsmánađarritinu Fjallkonunni í ţýđingu Valdimars Ásmundssonar undir nafninu Makt myrkranna. Sagan kom síđar út á bók sem hefur veriđ nánast ófáanleg um áratuga skeiđ. Hún verđur endurútgefin í haust ađ undirlagi Ásgeirs Jónssonar og óhćtt er ađ segja ađ sú útgáfa sé happafengur fyrir alla ţá sem hafa áhuga á Drakúla blóđsugugreifa, ekki síst ţar sem tengingar greifans viđ Ísland eru meiri og sterkari en margan grunar.

„Makt myrkranna er bók sem er í mjög fárra höndum og ef henni er til dćmis slegiđ upp í Gegni, finnst ađeins eitt eintak af henni í ţessari frumútgáfu. Ég fann hana í tćtlum hjá fornbókasala fyrir tilviljun,“ segir Ásgeir Jónsson, lektor viđ hagfrćđideild Háskóla Íslands og bókasafnari, sem hvatti í framhaldinu Jónas Sigurgeirsson hjá Bókafélaginu til ţess ađ gefa bókina út.

Ásgeir segist alltaf hafa haft áhuga á vampírum og ţótt ţćr áhugaverđ fyrirbrigđi ţótt hann sé lítiđ fyrir hrylling ađ öđru leyti. Kynni hans og greifans hófust ţegar hann var átta eđa níu ára og sá bíómynd um Drakúla í sjónvarpinu. Greifinn skaut sveitastráknum í Bjarnarhöfn á Snćfellsnesi skelk í bringu og honum ţótti vissara ađ frćđast sem mest um ţennan vágest. Í leit ađ fróđleik um blóđsugur rakst hann á Makt myrkranna í bókasafni ömmu sinnar og afa.