Líkfylgd Jóns Arasonar

 

 

Hluti I.   Dómskvađningin

 

 

Oss á efsta dómi

öllum hjálpa ţú, drottinn minn,

María, meyjanna blómi,

ađ megum vér komast í flokkinn ţinn.

 

Jón Arason

 

 

1.    Forspil

 

Forspil um sálm sem aldrei var sunginn.

 

Höfundur lags: Jón Nordal

 

2.    Bođun Maríu.

 

Engill drottins vitrast Maríu og bođar ađ hún muni ala frelsara mannkyns.

 

Kaţólskur tíđasöngur eftir íslensku handriti frá um 1500 (AM 6785).

 

 

 

3.    Sakargiftir og líflátsdómur.

 

Fimmtudaginn 6. nóvember 1550 var allt fólk í Skálholti kallađ saman og fangarnir ţrír leiddir fram, ţeir Jón Arason og synir hans. Umbođsmađur Dana, Kristján skrifari, las yfir ţeim sakargiftir í sautján liđum í heyranda hljóđi og kvađ síđan upp dauđadóm.

 

Upplestur: Ákćruskjal Kristjáns skrifara, birt í Biskupasögum Hins íslenska bókmenntafélags, 2. bindi, bls. 469-471.

 

 

4.     Vondslega hefur oss veröldin blekkt.

 

Staka sem Jón kastađi fram er honum var birtur dómur Kristjáns skrifara.

 

Höfundur ljóđs: Jón Arason

Höfundur lags: Ţorkell Sigurbjörnsson

 

 

 

 

Hluti II.   Ćska og prestţjónusta

 

 

Latína er list mćt,

lögsnar Böđvar,

í henni eg kann

ekki par, Böđvar;

 

Jón Arason

 

 

5.    Ćvi og uppvöxtur.

 

Jón fćddist áriđ 1484 á kotbýlinu Grýtu rétt hjá klaustrinu Munkaţverá í Eyjafirđi. Hann var af góđum ćttum en missti föđur sinn ungur og ólst upp međ móđur sinni. Hann bjó viđ fremur ţröngan kost í sínu uppeldi og ţurfti snemma ađ gerast fyrirvinna. Um ćsku hans hafa spunnist margar sögur.

 

Upplestur: Ćfisaga og ćttbálkur Jóns biskups Arasonar og barna hans, birt í Biskupasögum Hins íslenska bókmenntafélags, 2. bindi, bls. 338-339.

 

 

6.    Náttla.

 

Kvöldbćn frá fimmtándu öld sem var kveđin á háttatíma á flestum heimilum hérlendis á tíđ Jóns Arasonar.

 

Höfundur ljóđs ókunnur

Ţjóđlag

 

 

7.    Menntun og hjónaband.

 

Jón sótti menntun í prestlegum frćđum til klaustursins á Munkaţverá og tók prestvígslu áriđ 1507. Hann ţjónađi fyrst á Helgustöđum í Reykjadal og um ţađ leyti tók hann saman viđ Helgu Sigurđardóttur en hún hafđi áđur fylgt öđrum presti og átt eitt barn međ honum. Ţau Jón áttu saman níu börn en sex komust til fullorđinsára. Og er Jón nú ćttfađir nćr allra Íslendinga. Jón fékk Hrafnagil í Eyjafirđi á öđru ári síns prestskapar og hélt ţann stađ allt ţar til hann varđ biskup.

 

Upplestur: Sögubrot um Jón Arason, biskup á Hólum, birt í Biskupasögum Hins íslenska bókmenntafélags, 2. bindi, bls. 428-429.

 

8.    Maríukvćđi.

 

Höfundur ljóđs: Jón Arason

Höfundur lags: Ţorkell Sigurbjörnsson

 

 

 

9.    Jón Arason verđur biskup.

 

Jón varđ einn helsti trúnađarmađur og erindreki Gottskálks Nikulásarsonar Hólabiskups (sem síđar var auknefndur hinn grimmi) og náđi hröđum frama. Hann var skipađur ráđsmađur Hólakirkju um 1515 og er Gottskálk lést áriđ 1520 var Jón kosinn biskup. Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup reiđ međ her manns á Hólastađ til ađ koma í veg fyrir vígsluferđina en Jón komst međ naumindum í skip stólsins, sem lá í Kolbeinsárósi međ ţýskri áhöfn. Sögđust ţeir ţýsku hvorki myndu spara „lóđ né krúđ eđa púđur” ţegar menn Ögmundar hótuđu ađ sćkja Jón út í skipiđ. Hurfu Skálhyltingar ţví frá en Jón sigldi út og vígđist.

 

Upplestur: Frásagnir Magnúsar bónda Björnssonar um Jón biskup Arason. Biskupasögur Hins íslenska bókmenntafélags, 2. bindi, bls. 327 og 331.

 

10.                         Ljómur.

 

Helgikvćđi um sköpun heimsins og nokkrar biblíusagnir í 36 erindum. Fyrsta erindiđ er flutt hér.

 

Höfundur ljóđs: Jón Arason

Höfundur lags: Örlygur Benediktsson

 

 

Hluti III.   Nýr siđur

 

Tryggđin er sögđ trylld nú,

trúan gjörist veik nú,

drepinn held ég drengskap,

dyggđ er rekin í óbyggđ.

 

Jón Arason, 1545

 

 

11.   Andóf gegn lúterskum siđ 1535-1542.

 

Siđaskiptin hófust formlega í Evrópu áriđ 1517 ţegar Marteinn Lúter (sem Ögmundur kallađi grámunk í opnu bréfi til almúga í Skálholtsbiskupsdćmi) hengdi mótmćlaskjal á hurđ dómkirkjunnar í Wittenberg. En ţađ var ekki fyrr en 15-20 árum síđar ađ hinn nýi siđur fór ađ berast hingađ. Viđ ţessari siđabreytni var brugđist af fullri hörku af biskupunum tveimur fyrir norđan og sunnan.

 

Upplestur: Úr opnu bréfi Ögmundar Pálssonar til fólks í Skálholtsbiskupdćmi gegn hinum lúterska siđ áriđ 1439. (Íslenskt fornbréfasafn X bls. 413-415)

 

 

12.                         Lilja.

 

Frćgasta helgikvćđi kaţólskunnar á Íslandi. Allir vildu Lilju kveđiđ hafa

 

Höfundur ljóđs: Eysteinn munkur

Höfundur lags: Gunnar Reynir Sveinsson

 

 

 

13.                         Friđarstefna 1542-1548.

 

Gissur Einarsson blekkti Ögmund Pálsson (sem hafđi misst sjónina) til ţess láta kjósa sig sem biskup áriđ 1541, ţrátt fyrir ađ hann ađhylltist lúterskan siđ. Ţegar Ögmundur áttađi sig á ţví sem orđiđ var, ritađi hann Jóni Arasyni bréf og bađ um hjálp til ţess ađ láta biskupskjöriđ ganga til baka. Gissur komst yfir bréfiđ og lét danska hermenn taka Ögmund og flytja hann utan. Síđan gerđi Gissur friđarsamning viđ Jón Arason sem skipti landinu í tvo hluta, lúterskt Skálholtsbiskupsdćmi og kaţólskt Hólabiskupsdćmi. Jón sendi síđan Sigurđ son sinn međ digran silfursjóđ til konungs og keypti sér friđ ţar ytra.  

 

Upplestur: Friđarsamningar á milli Jóns Arasonar og Gissurar Einarssonar. (Íslenskt fornbréfasafn XI,  bls. 122)

 

 

14.                         Agnus Dei.

 

Ţekkt kaţólsk bćn um guđslambiđ Krist.

 

Gamalt íslenskt lag frá seinni hluta 15. aldar

 

 

15.                         Látiđ til skarar skríđa 1548 –1550.

 

Gissur Einarsson andađist snemma árs 1548. Um leiđ og Jón Arason frétti lát hans lýsti hann yfir ţví ađ hann hefđi legátavald (erkibiskupsvald) yfir Skálholtsstifti og vildi endurreisa kaţólskan siđ fyrir sunnan. Međ ţessu var Jón kominn í uppreisn gegn konungi og ekki varđ aftur snúiđ.

 

Upplestur: Bréf Jóns til allra presta í Skálholtsbiskupsdćmi frá 21. apríl 1548. (Íslenskt fornbréfasafn XI, bls. 640-641)

 

 

16.                         Niđurstigsvísur.

Bálkur í 42 erindum um ţegar Jesús Kristur steig niđur til heljar, herjađi á liđ undirheima, frelsađi Adamsćttir frá „logandi pín” og reis síđan upp frá dauđum. „För var engin frćgri.”

 

Höfundur ljóđs: Jón Arason

Ţjóđlag

 

 

 

 

Hluti IV.   Vopnin tala

 

 

Til fylgdar hefur hann fengiđ

prestinn síra Björn

og svo bóndann Ara,

ţađ eru engin börn.

 

Jón Arason, 1540

 

 

 

17.                         Suđurreiđ voriđ 1548.

 

Voriđ 1548 fékk Jón Arason veđur af ţví ađ bođađ var til prestastefnu í Skálholti vikuna fyrir Alţingi til ţess ađ velja eftirmann Gissurar Einarssonar á biskupsstóli. Jón safnađi liđi og bjóst til suđurferđar. Var hann kominn í Biskupstungur 25. júní og hugđist ríđa í Skálholt en njósnir bárust á undan honum. Í Skálholti voru fyrir Jón Bjarnason, ráđsmađur Skálholtskirkju, međ landseta stađarins og mágur Marteins, Dađi Guđmundsson í Snóksdal, međ sveina sína úr Breiđafjarđardölum. Ţar var og bróđir Marteins, Gleraugna-Pétur, sem hafđi lćrt hermennsku međal Dana og lét víggirđa stađinn ađ evrópskum siđ. Fengu ţeir haldiđ Norđanmönnum frá stađnum.

Voru síđan haldnar tvćr prestastefnur, önnur í Skálholti af Lúterstrúarmönnum en hin utan túngarđs af kaţólskum. Var  Martein Einarsson valinn sem biskupsefni á ţeirri fyrri en Sigvarđur ábóti á ţeirri seinni. Viđ svo búiđ reiđ Jón til Alţingis og lét samţykkja kaţólska siđu í Skálholtsbiskupsdćmi og velja sjálfan sig sem umsjónarmann Skálholtskirkju.

 

 

Upplestur: Lýsing síra Jóns Halldórssonar í Hítardal á Alţingisreiđ Jóns.

 

 

 

18.                          Ríđum vér á Alţing enn.

 

Höfundur ljóđs:  Matthías Jochumsson

Höfundur lags: Ţorkell Sigurbjörnsson

 

 

19.                          Handtaka Marteins.

 

Marteinn hafđi lćrt listmálun í Englandi og var friđsemdarmađur ađ upplagi og auđugur. Međ kjöri hans vildu siđaskiptamenn vildu tryggja stuđning frá mági hans og bróđur. En sá fyrri, Dađi í Snóksdal, var helsti hermannahöfđingi landsins og sá síđari, Gleraugna-Pétur var í miklum metum hjá Danakonungi. Martein sigldi út eftir kjöriđ í Skálholti, vígđist og kom aftur út sumariđ eftir. Ţađ sama haust (1549) ákvađ Jón Arason ađ láta aftur til skarar skríđa og sendi syni sína tvo til ţess ađ ná helstu andstćđingum sínum ţar syđra. Var Marteinn ţá handtekinn og séra Árni í Hítardal en margir ađrir björguđu sér á flótta. Ađeins Dađi í Snóksdal stóđ ţessa hrinu af sér.

 

Upplestur: Lýsing Jóns Halldórssonar í Hítardal á handtöku Marteins.

 

 

20.                      Bóndi nokkur bar sig ađ.

 

Gamanbragur er Jón Arason orti um Martein eftir handtöku hans. Hér er Marteinn kallađur bóndi sem hafi ekki löglegt kjör sem biskup. Stađastađur var ennfremur ţađ prestakall sem Marteinn hélt og Jóni ţótti honum „betra á Stađ heima ađ híra.” Ţetta voru vísur sem sveiđ undan. Ţegar sonur Marteins ritađi konungi bréf til ţess ađ kvarta yfir međferđinni á föđur sínum nefndi hann vísurnar sérstaklega sem eitt ţađ versta sem Jón hefđi gert á hlut hans.

 

Höfundur ljóđs: Jón Arason

Höfundur lags: Örlygur Benediktsson

 

 

21.                         Marteinn og Ari

 

Af einhverjum ástćđum líkađi öllum mótstöđumönnum Jóns biskups vel viđ Ara son hans en ađ sama skapi illa viđ Björn. Sagt var ennfremur ađ Ari hafi latt föđur sinn til stórrćđa en Björn hvatt. Ari var glađsinna og hélt Martein í góđu yfirlćti hjá sér á Möđrufelli. Vildu ţeir feđgar fá Marteini prestsembćtti fyrir norđan er hann vćri settur af sem biskup.  

 

Upplestur: Lýsing á varđhaldi Marteins eftir Jón í Hítardal.

 

Höfundur ljóđs ókunnur

Gamalt viđlag úr danskvćđi frá miđöldum

 

 

22.                      Hertaka Skálholts.

 

Voriđ 1550 reiđ Jón á Alţingi međ ógrynni liđs og réđi hverju sem hann vildi. Ari Jónsson lögmađur sló afgjaldinu, fullum poka af silfurpeningum, framan á nasir hirđstjóra konungs, Lauritz Mule, og ţorđu ţeir dönsku sig hvergi ađ hrćra af ótta viđ ţá Hólafeđga.  Eftir ţađ hertók Jón Skálholt. Lét hann ţegar hreinsa kirkjuna sem hann kvađ saurgađa af trúvillu. Ennfremur lét hann grafa Gissur Einarsson upp og grafa utangarđs sem villutrúarmann. Ţá lét hann endurreisa klaustrin í Viđey og á Helgafelli og hrekja burt ţá Dani er ţar voru. Er ţá sagt ađ Jón hafi mćlt: „nú hef ég undir mér Ísland allt, utan hálfan annan kotungsson.” Ćtla menn ađ hann hafi átt ţar viđ tengdamenn Marteins, ţá Gleraugna-Pétur og Dađa. Taldi Jón biskup Dađa ađeins sem hálfan en ţađ reyndist hćttulegt vanmat eins og síđar kom á daginn.

 

Upplestur: Lýsing á hertöku Skálholts eftir Jón Halldórsson í Hítardal.

 

 

23.                      Ţessi karl á ţingiđ reiđ

 

Höfundur ljóđs: Jón Arason

Höfundur lags: Ţorkell Sigurbjörnsson

 

 

24.      Biskupssynir rita bréf til konungs.

 

Eftir ţau miklu hervirki sem ţeir Hólafeđgar frömdu sumariđ 1550 settust ţeir niđur á Hólum í ágústmánuđi og rituđu konungi bréf í nafni ţeirra biskupssona. Ţar reyndu ţeir ađ réttlćta gjörđir sínar og lýsa yfir konungshollustu.

 

 

Upplestur: Hluti af bréfi ţeirra biskupssona, Biskupasögur Hins íslenska bókmenntafélags, 2. bindi, bls. 455-457.

 

 

25.                        Um Lauritz Mule hirđstjóra.

 

Höfundur ljóđs: Matthías Jochumsson

Höfundur lags: Ţorkell Sigurbjörnsson

 

 

Hluti V.   Ósigur og aftaka

 

 

Ţessa hefi ég snöruna snarpa

snúiđ ađ fótum mér,

hent hefur áđur gilda garpa

ađ gćta lítt ađ sér.

 

Jón Arason, 1550

 

 

26.                      Sauđafellsreiđ 1550.

 

Dađi Guđmundsson í Snóksdal var rammur ađ afli og harđdrćgur í viđskiptum. Hann var kvćntur systur Marteins biskups en eignađist fjölda barna framhjá. Var honum ţví nauđsyn ađ vera í góđum tengslum viđ Skálholtsbiskup til ţess ađ fá reglulegar aflausnir fyrir hjúskaparbrot sín. Hann fylgdi Ögmundi ađ málum gegn lúterskum siđ en snerist síđan til fylgis viđ Gissur og svo Martein.

Jón Arason bannfćrđi Dađa í janúar 1549 og reyndi nokkrum sinnum ađ grípa hann. Loks haustiđ 1550 reiđ Jón međ sonum sínum, Norđlendingum og flokki Borgfirđinga og settist í bú Dađa á Sauđafelli. Dađi safnađi mönnum um alla Breiđafjarđardali og lét ţá tvímenna svo norđanmenn sćju ekki hve mikinn liđsfjölda bar ađ ţeim. Ţeim Borgfirđingum sem voru í för međ biskupi lét Dađi senda hótunarbréf um hefndir ef ţeir veittu honum mótstöđu og hurfu ţeir ţegar á brott. Ţannig náđi Dađi ađ króa af ţá Hólafeđga í kirkjugarđinum á Sauđafelli.

 

Upplestur: Lýsing Dađa sjálfs á handtöku Jóns Arasonar og sona ţeirra, Biskupasögur Hins íslenska bókmenntafélags, 2. bindi, bls. 475-476.

 

 

 

27.                      Píslargrátur.

 

Stefjadrápa í 47 erindum um pínu og dauđa Jesú Krists.

 

Höfundur ljóđs: Jón Arason

Höfundur lags: Atli Heimir Sveinsson

 

 

28.                      Öxin og jörđin.

 

Jón Arason og synir hans voru handteknir svo seint á hausti ađ öll erlend skip voru lögđ úr höfn og ţví engin leiđ ađ koma ţeim utan fyrr en um voriđ.  Hvernig var best ađ geyma ţá Hólafeđga fram á vor?

 

 

Upplestur: Ráđiđ af međ aftökuna, úr Biskupasögum Jóns Halldórssonar frá Hítardal.

 

 

 

29.                      Heyr himna smiđur.

 

Höfundur ljóđs: Kolbeinn Tumason

Höfundur lags: Ţorkell Sigurbjörnsson

 

 

 

30.                      Aftakan.

 

Enginn ţorđi ađ höggva ţá feđga og var ţess vegna ungur niđursetningur látinn vinna verkiđ. Margar sögur ganga af aftökunni en öllum ber saman um ađ böđullinn hafi unniđ verkiđ illa. Ennfremur er ţađ sammćli ađ ţeir sem stóđu ađ aftökunni hlutu svipleg örlög. Kristján skrifari og böđullinn voru báđir drepnir ţann sama vetur, ásamt nćr öllum Dönum á landinu, af útsendurum Ţórunnar á Grund í Eyjafirđi, dóttur Jón biskups. Jón Bjarnason ráđsmađur varđ geđveikur en Dađi Guđmundsson holdsveikur. Marteinn lét stuttu síđar af embćtti sem biskup og eyddi síđustu ćviárunum viđ ađ skreyta kirkjur.

 

 

Upplestur: Ćfisaga og ćttbálkur Jóns biskups Arasonar og barna hans, birt í Biskupasögum Hins íslenska bókmenntafélags, 2. bindi, bls. 352-353.

 

 

 

31.                         Fyrst ađ lífiđ mér leyfđi.

 

Höfundur ljóđs: Af sumum talinn Jón Arason

Höfundur lags: Árni Björnsson

 

 

 

32.                      Siđaskipti á Norđurlandi.

 

Voriđ 1551 komu fjögur dönsk herskip hingađ til lands. Lentu tvö ţeirra á Oddeyri viđ Eyjafjörđ og mörg hundruđ atvinnuhermenn stigu á land. Helstu menn Norđlendinga voru kallađir saman á Oddeyri, m.a. Sigurđur á Grenjađarstađ, sonur Jóns biskups, og látnir sverja konungi skilyrđislausan hollustueiđ. Ţá hélt herinn til Hóla og tók stađinn án mótspyrnu en Helga kona Jóns flúđi til fjalla međ nokkra fylgdarmenn og var ţar allt sumariđ. Herinn fór síđan um landiđ og rćndi kirkjur, klaustur og gerđi vopn upptćk međ húsleit međal stuđningsmanna Jóns. Ţetta var í fyrsta skipti sem Danakonungur náđi raunverulegri stjórn yfir landinu en hér var viđvarandi herseta nćstu árin ţar á eftir. Allt frá ţessum tíma hafa Íslendingar veriđ vopnlaus ţjóđ.

 

Upplestur: Konungseiđur á Oddeyri, úr Biskupasögum Jóns Halldórssonar frá Hítardal.

 

 

33.                      Ave benedictum Maria.

 

Ákall og bćn til Maríu. Hún er beđin um ađ biđja Jesú Krist um sáluhjálp.

 

Kaţólskur tíđasöngur eftir íslensku handriti frá síđari hluta fimmtándu aldar (AM 768 octovo).

 


 

Epilogus

 

 

Dagskráin Líkfylgd Jóns Arasonar var samin og undirbúin voriđ 2003 međ styrk frá Kristnihátíđarsjóđi og Menningarsjóđi Búnađarbanka Íslands. Markmiđiđ var ađ birta svipmynd af persónu og skáldskap Jóns biskups. Jón var eitt fremsta skáld sinnar tíđar og ljóđ hans veita tćkifćri til ţess ađ skilja hugsanir hans og gjörđir, auk ţess ađ vera međ ţví besta sem ort hefur veriđ á íslensku.

 

Siđaskiptin voru öđrum ţrćđi menningarbylting ţar sem landsmenn sögđu skiliđ viđ kaţólska siđi og sá trúarlegi menningararfur sem til varđ á 550 ára kaţólskri tíđ hefur ađ mörgu leyti legiđ í láginni. En ekki ađeins ţađ. Gífurlegar ţjóđfélagslegar breytingar áttu sér stađ eftir hálshögg Jóns Arasonar ţegar landsmenn misstu forrćđi í eigin málum og voru afvopnađir. Stađreyndin er sú ađ Ísland fyrir siđaskipti var gerólíkt ţeim hugmyndum sem flestir virđast hafa gert sér um fyrri tíma.

 

Verkefniđ sjálft var fjórţćtt. Í fyrsta lagi ađ flytja ţau lög sem til eru viđ ljóđ Jóns. Um er ađ rćđa bćđi gamalkunnug ţjóđlög og verk íslenskra tónskálda, sem voru útsett fyrir orgel og sópran. Sá flutningur var á höndum Gerđar Bolladóttur og Kára Ţormars. Í öđru lagi ađ bćta viđ ţetta safn međ ţví ađ semja ný lög viđ ljóđ Jóns, sem Örlygur Benediktsson gjörđi. Í ţriđja lagi ađ safna saman og vinna úr samtímaheimildum efni um Jón Arason og fella saman í eina dagskrá međ ofangreindum sönglögum. Ţađ var á ábyrgđ Ásgeirs Jónssonar en upplestur á höndum Hjartar Pálssonar. Í fjórđa lagi ađ feta í fótspor líkfylgdar Jóns Arasonar og flytja dagskrána í ţeim kirkjum sem fylgdin fór hjá og á sama árstíma. Hér var um fjórar kirkjur ađ rćđa í Skálholti, Reykholti, Blönduósi og á Hólum í Hjaltadal en í ţeim kirkjum var dagskráin flutt fyrr í sumar.