Bláþörungar binda nitur í vatninu og gera það
aðgengilegt sem næringarefni fyrir
aðrar lífverur. Stundum verður vatnið svo morað af
þörungunum
að það verður grænt á að líta og
jafnvel getur myndast brák á yfirborðinu.
Frumurnar mynda snúnar keðjur. Niturbindingin fer fram í
sérstökum
frumum (hvítleit á myndinni). Þrátt fyrir þörunganafnið
eru bláþörungar
í raun skyldari bakteríum
en þörungum.
Teikning: Árni Einarsson