Húsendur blanda saman
ungum sínum á Laxá

Húsandarkolla kemur með nýklakta unga (til vinstri) á Laxá og kemst að raun um að
besta svæðið er upptekið af heimaríkri kollu sem ver óðal sitt af grimmd  (til hægri).
Besta fæðusvæðið er við útfall árinnar úr Mývatni, en þar er mikið af stórum bitmýslirfum.

Þegar aðkomukollan reynir að komast framhjá óðalinu og á ónumið, lakara
svæði neðar á ánni verða stundum árekstrar, sem oft leiða til þess
að ungahóparnir blandast.  Stundum myndast mjög stórir ungahópar 
á ánni, en aðeins einn fullorðinn kvenfugl annast hvern hóp.

Sjáið hvað gerist.

Nærmynd af unga


REFERENCES

Árni Einarsson 1985. Use of space in relation to food in Icelandic Barrow's goldeneye (Bucephala islandica).  Ph.D. thesis, University of Aberdeen, Scotland.

Árni Einarsson 1985. Dreifing húsanda með tilliti til fæðu. Bliki 4: 67-69.

Árni Einarsson 1988. Distribution and movements of Barrow's goldeneye Bucephala islandica young in relation to food. Ibis 130: 153-163.