Húsandaróðul á Laxá
 

Þegar húsandarkollur setjst að með unga sína á Laxá og taka að verja óðul fyrir ungana
er mest af bitmýslirfum í útfalli árinnar úr Mývatni.  Þar eru lirfurnar líka
stærstar (HVERS VEGNA?).  Fyrstu kollurnar setjast þar að.

En þar flýgur bitmýið líka fyrst upp úr ánni, og fæðuskortur gerir
vart við sig.  Endurnar sem komu fyrst verða því að færa sig neðar
og setjast að á lakari svæðum.

Er bitmý heldur áfram að kvikna úr ánni ofanverðri neyðast fleiri
húsandarkollur til að yfirgefa óðul sín og færa sig á ónumin svæði neðar.  
Útkoman verður eins konar höfrungahlaup.  Sumar kollurnar færa sig
upp á Mývatn þar sem krabbadýrum fer fjölgandi ("kornáta"),
en þau eru einnig eftirsótt fæða.

Meira um húsendur á Laxá


HEIMILDIR

Árni Einarsson 1985. Use of space in relation to food in Icelandic Barrow's goldeneye (Bucephala islandica).  Ph.D. thesis, University of Aberdeen, Scotland.

Árni Einarsson 1985. Dreifing húsanda með tilliti til fæðu. Bliki 4: 67-69.

Árni Einarsson 1988. Distribution and movements of Barrow's goldeneye Bucephala islandica young in relation to food. Ibis 130: 153-163.