:: Forsíða   

 

:: Almennt:
Forsíða
Almennar upplýsingar
Nám og störf
Ritstörf
Fyrirlestrar og erindi
English

:: Kennsla:
Námskeið í lagadeild
Önnur námskeið

:: Lesefni:
Tímarit á netinu
Alþjóðlegir dómstólar
Alþjóðlegar nefndir
Hæstaréttardómar sem varða stjórnarskrá
Álit umboðsmanns Alþingis
Mannréttindasamningar

:: Tenglar:
Innlendar stofnanir
Alþjóðastofnanir
Annað
:: Velkomin(n) á heimasíðuna mína


Markmið með heimasíðunni er að miðla upplýsingum sem tengjast kennslu- og rannsóknarsviðum mínum á sviði stjórnskipunarréttar, þjóðaréttar og alþjóðlegra mannréttindareglna.

Rannsóknir á sviði alþjóðlegra mannréttindareglna og þjóðaréttar byggjast að stórum hluta á umfjöllun um þjóðréttarsamninga og úrlausnir alþjóðlegra dómstóla t.d. Mannréttindadómstóls Evrópu, eftirlitsnefnda á vegum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadómstólsins í Haag og fjölda annarra alþjóðastofnana um beitingu slíkra samninga. Í stjórnskipunarréttinum er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir og rannsaka dómsúrlausnir íslenskra dómstóla, álit umboðsmanns Alþingis og annarra stofnana þar sem reynir á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar.

Ég tel einnig mikilvægt að nýta þá möguleika sem Internetið hefur opnað til aðgangs að erlendum fræðitímaritum á sviði lögfræði sem annarra fræðigreina. Fyrir milligöngu vefsíðunnar www.hvar.is sem veitir landsaðgang að erlendum rafrænum tímaritum hafa möguleikar til heimildaöflunar á fyrrgreindum fræðasviðum aukist verulega. Hefur það mikið gildi bæði fyrir kennslu- og rannsóknarstörf og ekki síður verkefna- og ritgerðavinnu nemenda. Á heimasíðuna hafa verið settir tenglar við öll tímarit á netinu sem tengjast fyrrgreindum fræðasviðum mínum og þau flokkuð nánar eftir efni. 

Með Internetinu hefur orðið bylting í möguleikum á skjótum aðgangi að alþjóðasamningum, úrlausnum alþjóðlegra dómstóla og erlendum tímaritum. Með því að safna þessum upplýsingum hér á heimasíðu minni, raða þeim og flokka eftir efnisinnihaldi og uppfæra reglulega stefni ég að hagræðingu fyrir þá sem vilja kynna sér þessar fræðigreinar.

Hafir þú athugasemdir eða ábendingar um nýtt efni sem tengist þessum sviðum eða annað tengt heimasíðunni sendu mér þá tölvupóst á bjorgtho@hi.is.

:: Til fróðleiks


:: Íslensk mál