Lífshlaup Bryndísar Brandsdóttur

Fædd í Reykjavík, 27. september 1953

Námsferill

1974 Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð.

1978 BS-próf í jarðfræði við Háskóla Íslands.

1978 BHon-próf í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

1986 MS-próf í jarðeðlisfræði við ríkisháskólann í Oregon (Oregon State University).

Aðalfag jarðskjálftafræði, aukafög tektóník og hafeðlisfræði.


Starfsvettvangur

Raunvísindastofnun Háskólans

1976-1978 rannsóknamaður á jarðvísindastofu.

1978-1994 sérfræðingur á jarðeðlisfræðistofu (í námsleyfi 1984–1986).

1995-1997 fræðimaður á jarðeðlisfræðistofu.

1997-1999 fræðimaður á jarðfræðistofu.

1999-2000 fræðimaður á jarðeðlisfræðistofu.

2000- vísindamaður á jarðeðlisfræðistofu.

2004- vísindamaður á Jarðvísindastofnun


Lamont-Doherty Earth Observatory, Columbíuháskóla, New York

1992, 1995 gestastaða mars-júní 1992 og janúar-júlí 1995.

Institute of Seismology and Volcanology, Hokkaídóháskóla, Japan

2001-2002 gestaprófessor, september 2001-febrúar 2002.

Dep. of Geolocial Sciences, University of Oregon

2006 Courtesy Research Associate


Önnur störf

1990- Ritstjóri Jökuls.

2001 Skipuleggjandi ráðstefnunnar Symposium on the Icelandic Plume and Crust.

1997-2004 Fulltrúi Raunvísindadeildar í vísindanefnd háskólaráðs.

2000-2003 Formaður fagráðs Verk og Raunvísindasviðs í Rannsóknasjóðs Háskólans.

2003-2005 Í fagráði Verk- og Raunvísindasviðs Rannsóknasjóðs Háskólans.

2004-2014 Fulltrúi Íslands í ESSAC vísindanefnd IODP.

2005 Fulltrúi í vinnumatsnefnd Háskóla Íslands.

2014- Fulltrúi í framhaldsnámsnefnd Jarðvísindadeildar HÍ

2003-2005 Stofustjóri Jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar.

2004-2005 Í stjórn Jarðvísindastofnunar.

2003-2006 Varaformaður stjórnar Raunvísindastofnunar.

2006-2016 Formaður stjórnar Raunvísindastofnunar.

2018-2020 Formaður stjórnar Jarðvísindastofnunar.


Félagi í eftirtöldum fagfélögum:
Jarðfræðafélag Íslands, Eðlisfræðifélag Íslands, Jöklarannsóknafélag Íslands, Surtseyjarfélagið, American Geophysical Union AGU, European Geosciences Union EGU


Leiðbeining styrkþega Norrænu Eldfjallastöðvarinnar

1987 Umsjónarkennari Alvaro Nieto, frá Colombiu, sem kom hingað í þrjá mánuði til að kynna sér aðferðir við úrvinnslu eldfjallaskjálfta. Alvaro dvaldi hér í þrjá mánuði á vegum NE, með styrk frá Alþingi.

1989-1990 Anne Birgitte Lassen, danskur styrkþegi, NE.

1990-1992 Erik Sturkell, sænskur styrkþegi, á NE.


Meistaraverkefni

1998-1999 Stokkhólmsháskóli. Leiðbeinandi, ásamt Freysteini Sigmundssyni, Malou Blomstrand-Stinesen,

sænsks styrkþega á Norrænu Eldfjallastöðinni

2010 Rifqa Agung Wicaksona, Háskóla Íslands.

2013 Sigríður Magnúsdóttir, Háskóla Íslands.

2014 Egill Árni Guðnason, Háskóla Íslands.

2019 Markus Thomas Koleszar, Háskóla Íslands.

2019 Patricia Höfer, Háskóla Íslands.

2020 Bailey Michael OConnell, Háskóla Íslands.


Doktorsverkefni

1996 Leiðbeinandi Nick Weir, ásamt Robert S. White, Cambridgeháskóla.

1998 Leiðbeinandi Raimon Alfaro, ásamt Robert S. White, Cambridgeháskóla.

2019 Leiðbeinandi Charles Muturia, Háskóla Íslands, ásamt Knúti Árnasyni, William Cummings og Andra Stefánssyni.

2020 Leiðbeinandi Anett Blischke, Háskóla Íslands ásamt Freysteini Sigmundssyni, Carmen Gaina, CEED Óslóarháskóla og Martin Stoker, UK.