Rannsóknasvið / Research interests

Bryndís Brandsdóttir

Á Íslandi gefst jarðvísindamönnum einstakt tækifæri til rannsókna á eldvirkni og gliðnun flekaskila jarðskorpunnar. Á landi má rekja áframhald úthafshryggjanna eftir gosbeltunum. Mínar rannsóknir tengjast jarðfræðilegri uppbyggingu Íslands og úthafshryggjanna er að því liggja.

Ég nýti bylgjur af ýmsu tagi til að kortleggja hafsbotninn og setlögin sem þar er að finna, skoða innri gerð jarðskorpunnar og efsta hluta möttulsins, uppbyggingu gosbeltanna og þróun eldstöðva á Íslandi og aðliggjandi úthafshryggjum.

Uppbygging jarðskorpunnar og innviðir eldstöðva.
Jarðskjálfta- og bylgjubrotsmælingar
veita upplýsingar um ástand og innri gerð eldstöðva, umfangi innskota og kvikusöfnun. Staðsetning kvikuhólfa hefur verið kortlögð að hluta undir Kröflu, Kötlu og Grímsvötnum með bylgjubrotsmælingum. Rannsóknir á deyfingu jarðskjálftabylgna hafa ennfremur gefið til kynna tilvist grunnstæðs kvikuhólfs undir Öskju. Færanlegar jarðskjálftamælingar hafa einnig verið notaðar til að fylgjast með kvikuhreyfingum og innskotavirkni undir vestanverðum Mýrdalsjökli, Eyjafjallajökli, Kröflu, Öskju, Lokahrygg, Grímsvötnum og einng niðurdælingu í jarðhitasvæðið í Svartsengi.

Jarðfræðileg könnun hafsbotnsins. Með nútímatækni, s.s. fjölgeislamælingum, háupplausnar hljóðendurvarpsmælingum, neðansjávarmyndavélum og borunum hefur okkur opnast ný sýn á hafsbotninn. Kortlagning hafsbotnsins fyrir norðan land hefur leitt í ljós landslag líkt því sem þekkist í gosbeltunum á landi. Þar má sjá eldstöðvakerfi með megineldstöðvum og eldvörpum af ýmsum toga ásamt sprungureinum og miklum sigdölum.
 My research (listed in italics) is related to the unique geological setting of Iceland.

Being the largest subaerial part of the mid-ocean rift system, Iceland provides a unique setting for research spanning many fields of the geosciences. Crust-mantle processes within the North Atlantic mantle plume and rifting at the Mid-Atlantic Ridge make Iceland a target for various research related to the formation and evolution of the mid-oceanic rift system in addition to plume-ridge interactions. Climatic conditions and topographical features also make Iceland an attractive study-site for past and present glacial processes.


Excessive volcanism within the Iceland region is reflected in structurally and geochemically more complicated volcanic systems than along the mid-oceanic ridge system. Volcanic eruptions in the Iceland region occur within subaerial, submarine, subaqueous as well as subglacial environments. High-temperature geothermal energy, one of the prime resources of Iceland, is maintained by migration of magma forming shallow intrusions and crustal magma chambers within the central volcanoes.


Monitoring of seismic activity and mapping the crustal structure/magma chambers of active volcanic systems along the rift axes and near the center of the Iceland hot spot has greatly advanced our understanding of how volcanoes work. Modern day monitoring and surveying techniques, such as seismic imaging, refraction, reflection and multibeam draw on experience gained during the last 3 decades during seismic and volcanic crisis. At the same time the Icelandic nation is vulnerable to these natural hazards.