Ritdeila um vísindin og rannsókn dulrænna fyrirbæra.

 

 

Á árunum 1983-85 birtust greinar í Fréttabréfi Háskóla Íslands sem snérust framar öðru um rannsóknir dulrænna fyrirbæra. Upphaf þessara skrifa var grein ritstjórans Sigurðar Steinþórssonar (júní 1983, 4. tbl. 5. árg.), “Úr hörðustu átt”, vegna ummæla sem fram komu á fundi sem Félag áhugamanna um heimspeki efndi til og fjallaði um “vísindi og gervivísindi”. Í kjölfarið birtust eftirfarandi greinar í Fréttabréfi Háskóla Íslands:

 

Arnór Hannibalsson: Um mörkin milli vísinda og gervivísinda. (desember 1983).

Erlendur Haraldsson: Enn um vísindi og gervivísindi (janúar 1984).

Sigurður Steinþórsson. Hugskeyti og flugskeyti (janúar 1984).

Erlendur Haraldsson: Athugasemd (febrúar 1984).

Sigurður Seinþórsson: Svar ritstjóra (febrúar 1984).

Þorsteinn Sæmundsson: Um gervivísindi (mars 1984).

Erlendur Haraldsson: Dulræn fyrirbæri og vísindin (apríl 1984).

Reynir Axelsson: Endurtekningar (maí 1984).

Erlendur Haraldsson: “Den menneskelige dumhed” og vísindaleg vinnubrögð (febrúar1985).

Reynir Axelsson: Svar til Erlends Haraldssonar (mars 1985).

 

Morgunblaðið endurprentaði þessar greinar í Lesbók Morgunblaðsins. Fyrst 1. des. 1984 undir fyrirsögninni, “Vísindi eða gervivísindi. Skoðanaskipti ámilli 5 doktora og kennara við Háskóla Íslands um dulræn fræði”, síðan  var framhald 12. og 19. janúar 1985.