UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

TENGINGAR

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Félag áhugafólks um skógrækt á Fellsmörk í Mýrdal


6. maí 2022
Aðalfundur 2022

Boðað hefur verið til aðalfundar í Félagi landnema á Fellsmörk og verður fundurinn haldinn 19. maí 2022, sbr. útsent fundarboð. Fundarboðið var sent til skráðra félaga á netfangalista félagsins í gær, 5. maí 2022.

 


2. nóvember 2021
Aðalfundur 2021

Boðað hefur verið til aðalfundar í Félagi landnema á Fellsmörk og verður fundurinn haldinn 16. nóvember 2021, sbr. útsent fundarboð.

Breyting: Vegna Covid ástands sem versnaði mikið vikuna eftir að fundarboðið var sent út, var hætt við fundinn að sinni.


21. júní 2020
Aðalfundur haldinn 15. júní 2020

Aðalfundur Félags landnema á Fellsmörk var haldinn að Elliðavatni 15. júní síðastliðinn. Helstu fréttir eru þær að ákveðið var að félagið myndi styrkja landnema til að kaupa eldklöppur með um helmings niðurgreiðslu á eina eldklöppu fyrir hvern félagsmann.

Stjórnin var endurkjörin en að auki bættist Albrecht Ehmann í stjórnina.

Hreinn Óskarsson sviðsstjóri hjá Skógræktinni flutti erindi um gróðurelda.

Kynning á Eldklöppum


1. júní 2020
Aðalfundur 2020

Boðað hefur verið til aðalfundar í Félagi landnema á Fellsmörk og verður fundurinn haldinn 15. júní, sbr. útsent fundarboð.

 


28. apríl 2020
Ennþá illfært yfir Keldudalslækinn

Gert var við skemmdirnar við Keldudalslækinn til bráðabirgða fljótlega eftir að hann skemmdist en það mátti heita illfært þar yfir fram á vorið.

Tryggvi Þórðarson  var á ferðinni í lok apríl, tók myndina að ofan og hafði þetta að segja á Facebook síðu Fellsmerkur:

"Við vorum í Fellsmörkinni um síðustu helgi. Það var illfært inn að Króki vegna þess að Keldudalslækurinn hafði rofið úr veginum við ræsin. Ég lét Helga hjá Skógræktarfélaginu vita og hefur hann beðið Sigurjón í Pétursey um að kíkja á þetta. Vonandi tekst að laga þetta en það er ekki svo einfalt nema notað verði grófara efni sem lækurinn ræður ekki við að taka. Myndirnar voru teknar á Sunnudaginn."


5. febrúar 2020
Vatnavextir og vegaskemmdir

Það voru vatnavextir í byrjun febrúar og tók meðal annars ræsið á Keldudalsánni. Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Elíassyni sem tók meðfylgkandi mynd, héldu varnargarðar Hafursánni í skefjum. Ekki bárust fréttir af ástandi á vestur hluta Fellsmerkur.


Október 2019
Gilbrautin aftur mikið skemmd

Það var eiginlega viðbúið að Gilbrautin myndi skemmast aftur í næstu stórrigningum. Í lok okóber var hún að heita ófær nema fyrir jeppa. Einnig urðu skemmdir á ræsum á stofnbrautinni og á myndinni að neðan er Tryggvi Felixson að laga veginn þar þannig að hægt væri að aka hann.

Ekki er ljóst hvenær gert verður við Gilbrautina þar sem vetur fer nú í hönd.


júní 2019
Lagfæringar á vegum og girðingum

Sumarið 2018 og áfram veturinn á eftir var vegurinn upp Gilbraut að skemmast og var orðinn hálf ófær vorið 2019. Núna er búið að bera ofan í veginn og er hann kominn í gott stand. Reyndar hefur ekkert sýnilegt verið gert varðandi vantsrennsli eftir veginum og má því búast við að hann skemmist aftur ef stórrigningar verða eins og var sumarið 2018.  En er á meðan er!

Eins þá virðist hafa tekist betur til með lagfæringar á girðingum núna í vor heldur en síðasta vor á austurhluta Fellsmerkur sérstaklega þar sem kindur voru í stórum hópum innan girðingar sumarið 2018. Í könnunarferð í byrjun júní 2019 var ekki að sjá neitt sauðfé innan girðinar á austurhlutanum.


júní 2019
Aðalfundur að Elliðavatni, 4. júní 2019

Aðalfundur fellsmerkur var haldinn að Elliðavatni, 4. júní 2019. 

Óbreytt stjórn hjá félaginu og plöntudagur tilkynntur 29. júní 2019.


2. júlí 2018
Plöntudagur, laugardag 30. júní í vætutíð

Það rigndi aðeins á árlegum plöntudegi Fellsmerkur þetta árið sem er í samræmi við tíðarfarið. Vel gekk að planta og sést hluti hópsins á myndinni hér að ofan.  Gróðursett var einkum birki, gulvíðir og fura á flatlendi undir Fellinu við ruslagáminn ásamt greni í brekkunni þar fyrir ofan.

Um kvöldið þegar veður var orðið þurrara var sameinast í grillveislu í Dönsku-Tó, Hjalta og Júlíu í Króki.


27. júní 2018
Plöntudagur er um næstu helgi, laugardag 30. júní!

Hinn árlegi plöntudagur Fellsmerkur laugardaginn 30.júní.

Við hittumst klukkan 13:00 við ruslagáminn undir Fellinu.

Fyrir gróðursetningu gefst fólki kostur á taka plöntur fyrir sín lönd.
Ef landnemar vilja nálgast plöntur fyrr í vikunni er þeim bent á að hafa samband við Hall Björgvinsson í síma 8646606 hann passar uppá plönturnar og geymir þær á Tumastöðum í Fljótshlíð.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja plöntunefndin
Valdimar, Jóhanna og Hallur.

Um kvöldið verður efnt til sameiginlegrar grillhátíðar við bústað Hjalta og Júlíu, Dönsku-Tó í Króki


15. júní 2018
Það eru komnar Landgræðsluskógarplöntur!

Plöntur fyrir landnemaspildur eru komnar í Fellsmörk og eru þær staðsettar við hlöðuna. Ekki verða reiknaðir út skammtar fyrir hverja spildu, heldur er hverjum og einum frjálst að taka þann fjölda sem óskað er á meðan birgðir endast. Við hlöðuna er að finna eftirfarandi tegundir:

Birki (Embla)
Lerki (Hrymur)
Lindifur
Gulvíðir (Strandir)
Stafafura
Sitkagreni

Hjá plöntunum er einnig að finna tóma bakka til að taka plöntur í.
Gróðursetningardagur verður þann 30. júní n.k.

Bestu kveðjur
Plöntunefndin


8. júní 2018
Af stjórnarstörfum og öðru
Stjórnin er búin að hittast einu sinni nú þegar og lítur út fyrir að það verði sumarvinna hjá stjórninni þetta starfsárið. Miðað er við að koma á samskiptum við Skógræktarfélagið um framtíð Fellsmerkur eftir að Skógræktarfélagið eignaðist jarðirnar.

Jafnframt var rætt um í hvaða farveg við setjum mál sem þarf að ýta á eftir að séu lagfærð eins og t.d. girðingar, vegir og ruslagámar. Þeir félagar sem eru með mál sem þeir telja að þurfi að ýta á eftir mega gjarnan beina þeim til stjórnarinnar.

Svo má geta þess að gott útlit er fyrir það að plöntudagurinn verði skv. því sem hefur verið rætt um, þ.e. laugardag 30. júní.



Maí 2018

Aðalfundur Fellsmerkur haldinn 15. maí 2018


 
Aðalfundur Fellsmerkur 2018 haldinn að Elliðavatni.

Aðalfundur Fellsmerkur var haldinn að Elliðavatni og var þar farið yfir starfsemi síðistu tveggja ára því ekki var haldinn aðalfundur árið 2017.
   - Fundarboð

Ný stjórn var kosin á fundinum og eiga sæti í henni:
Einar Kristjánsson (Gilbraut)
Einar Ragnar Sigurðsson (Hlíðarbraut)
Guðrún S. Ólafsdóttir (Keldudalur)
Jóhanna Ólafsdóttir (Heiðarbraut)
Tryggvi Þórðarson (Krókur)
Valdimar Reynisson (Hólsbraut)

Enginn frá Dalbraut gaf kost á sér og tókst ekki að fylla það á fundinum. Einar Ragnar Sigurðsson gaf gaf kost á sér sem formaður.

Þá flutti Valdimar Reynisson erindi um vindskemmdir í skógum.
   - Erindi á pdf formi



Mars 2018
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur keypt Fellsmerkurjarðirnar af Íslenska ríkinu

 
Þröstur Ólafsson skrifar undir kaupsamning á Fellsmörk, 20. mars 2018. Mynd Helga Gíslasonar af vef Skógræktarfélagsins.

Á aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur sem var haldinn í sal Garðyrkjufélagsins, 21. Mars 2018 var talsvert fjallað um Fellsmörk og tilkynnt um það að Skógræktarfélagið hefði keypt jarðirnar.

Fram kom í ræðu Þrastar Ólafssonar formanns stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur að forsögu málsins megi rekja til ársins 2010 þegar Skógræktarfélag Reykjavíkur sendi Landbúnaðarráðuneytinu bréf með kauptilboði í Fellsmörk. Því var hafnað af tveimur landbúnaðarráðherrum en breytingar urðu á þegar Fjármálaráðuneytið yfirtók jarðareksturinn.

Eftir afar erfiðar samingaviðræður var að lokum gengið frá kaupsamningi sem var undirritaður  20. mars 2018, daginn fyrir aðalfund Skógræktarfélags Reykjavíkur. Stærð jarðarinnar sem var keypt er 982 Ha. Um framtíð Fellsmerkur kom skýrt fram hjá Þresti að þessi kaup hefðu ekki verið gerð til að hagnast á þeim og það stæði alls ekki til að selja jörðina aftur í litlum pörtum eða stórum. Hann rifjaði upp að á aðalfundi Skógræktarfélagsins 2010 var kynnt sú hugmynd að gera Fellsmörk að einhvers konar þjóðgarði sunnan jökla sbr. Þórsmörk sem er norðan jöklanna. Þá yrði aðgengi almennings tryggt án hindrana.

Því hafði verið fleygt áður að Þröstur ætlaði sér að ganga frá kaupunum á Fellsmörk eða koma henni í einhvern annan farveg í sinni formanstíð og stendur það á endum þar sem í lok ræðu sinna tilkynnti Þröstur að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í félaginu.

Af öðrum breytingum á stjórn Skógræktarfélagsins þá fer Hjalti Elíasson úr stjórninni en hann hefur undanfarin 12 ár verið í stjórninni sem eins konar fulltrúi Fellsmerkur. Hallur Björgvinsson kemur þá nýr inn í stjórnina hjá Skógræktarfélaginu þannig að tenging okkar við stjórn Skógræktarfélagsins er viðhaldið.

Nánar má lesa um aðalfund Skógræktarfélagsins á vefnum heidmork.is.


 

 

 

 

 

    

 

LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.