Leyfileg hjálpargögn: hefti um stærðfræðilega fiskifræði

Fiskifræði II

Word útgáfa.

5. maí, 1998
kl 9-13
Leyfileg hjálpargögn: Dauðir hlutir
15
1. Á myndinni má sjá afrakstur á nýliða (Y/R) miðað við mismunandi forsendur um náttúruleg afföll (M=0, 0.1, 0.2, 0.3). Heildarafföllin hafa verið metin með aflaferilsaðferð (catch curve analysis) sem Z=0.5. Hver er afrakstur á nýliða miðað við núverandi sókn fyrir hverja forsendu um M?

15
2. Bakreiknið árgangastyrk með árgangaaðferð (cohort analysis) miðað við þá forsendu að F=1 síðasta árið og M=0.2 og að afli sé eins og gefið er í eftirfarandi töflu:

aldur


1


2


3


4


landaður afli í fjölda


3


8


4


215
3. Á meðfylgjandi mynd hefur verið teiknuð upp þróun afla og hrygningarstofns þorsks á Íslandsmiðum á tímabilinu 1928-1991. Rökstyðjið, hver(jar) eftirtalinna aflareglna er líkleg til að tilsvara sjálfbærri nýtingu, byggt á þessari mynd:
(a) Afli=60% af hrygningarstofni (Y=0.6*S).
(b) Afli=450 þúsund tonn á ári (Y=450).
(c) Afli=50% af hrygningarstofni umfram 200 þúsund tonn (Y=0.5*(S-200)).

15
4. Í eftirfarandi töflu má finna veiðimynstur, meðalþyngd, náttúruleg afföll og hlutfall kynþroska eftir aldri. Reiknið afrakstur á nýliða og hrygningarstofn á nýliða miðað við að fiskveiðidánarstuðull sé F=0.4 á 3-6 ára fiski.

Aldur


Veiði-


Hlutfall


Meðalþ.


Náttúrulmynstur


kynþroska


eftir aldri


afföll


1


0.1


0.00


100


0.1


2


0.5


0.50


150


0.1


3


1.0


1.00


200


0.1


4


1.0


1.00


225


0.1


5


1.0


1.00


250


0.1


6


1.0


1.00


275


0.115
5. Í eftirfarandi töflu má sjá mat á stærð mismunandi aldursflokka í stofni í upphafi árs 1995. Talið er að fiskveiðidánartala á 3-6 ára fiski hafi verið um 0.4. Nýliðunarspá bendir til þess að nýliðun árið 1996 verði 600 milljónir einstaklinga. Notið gögn um meðalþyngd, náttúruleg afföll og veiðimynstur úr töflu í dæmi 4.
(a) Spáið fyrir um stofnstærð eftir aldri í upphafi árs 1996.
(b) Gerið aflaspá (í tonnum) fyrir árið 1996 miðað við óbreytta sókn.

Aldur


Stofnstærð (millj)


1


300


2


700


3


400


4


200


5


100


6


5015
6. Gögn um hrygningarstofn (þús. tonn) og nýliðun (milljónir) eru gefin í eftirfarandi töflu, og eru einnig sett fram á myndrænan hátt. Nýliðunin er framleiðsla viðkomandi hrygningar. Að auki má sjá mynd sem sýnir hrygningarstofn (í grömmum) á nýliða miðað við mismunandi gildi á F.
(a) Finnið Fmed.

Ár


Hr. st. (S)


Nýliðun (R)


S/R


85


30


80


0.4


86


25


60


0.4


87


10


30


0.3


88


20


100


0.2


89


20


90


0.2


90


20


50


0.4


91


10


50


0.2


92


5


30


0.2


93


15


25


0.6

(b) Rökstyðjið, hvort stjórn fiskveiða miðað við Fmed samrýmist varúðarreglu um nýtingu fiskistofna fyrir stofninn.

(c) Um dellustofninn hefur verið safnað þeim gögnum um hrygningarstofn og nýliðun, sem sjá má á myndinni hér til hægri. Rökstyðjið, hvort stjórn fiskveiða miðað við Fmed samrýmist varúðarreglu um nýtingu fiskistofna fyrir þennan stofn.
10
7. Fyrir frægan stofn hefur verið notað Shepherd samband milli hrygningarstofns (S) og nýliðunar (R), þ.e. R=[alpha]S/(1+(S/K)[beta]) þar sem stuðlarnir [alpha], [beta] og K eru tilteknar tölur. Um þær gildir að [alpha],[beta]>0 og K>0. Þekkt er veiðimynstur, meðalþyngd og kynþroski eftir aldri, þannig að unnt er að reikna afrakstur á nýliða (Y/R) og hrygningarstofn á nýliða (S/R) miðað við tiltekna sókn, F.
Skrifið niður jöfnu(r) til að lýsa því hver langtímaafrakstur (Y) stofnsins er, út frá þeim stærðum sem gefnar eru að ofan.