Fiskifræði II

 

7. maí, 1999

kl 9-13

 

 

Leyfileg hjálpargögn: Dauðir hlutir

 

 

 

Word tgfa.

 1. Í eftirfarandi töflu má finna veiðimynstur, meðalþyngd, náttúruleg afföll og hlutfall kynþroska eftir aldri. Reiknið afrakstur á nýliða og hrygningarstofn á nýliða miðað við að fiskveiðidánarstuðull sé F=0.4 á 3-6 ára fiski.
 2. Aldur

  Veiði-

  Hlutfall

  Meðalþ.

  Náttúrul

  mynstur

  kynþroska

  eftir aldri

  afföll

  1

  0.2

  0.00

  125

  0.3

  2

  0.7

  0.25

  175

  0.3

  3

  1.0

  0.74

  200

  0.3

  4

  1.0

  1.00

  225

  0.3

  5

  1.0

  1.00

  250

  0.3

  6

  1.0

  1.00

  275

  0.3

   

   

   

   

   

   

   

 3. Bakreiknið árgangastyrk með árgangaaðferð (cohort analysis) og metið þannig fjölda fiska í upphafi árs 1995 miðað við þá forsendu að F=1 síðasta árið og M=0.2 og að afli 1994 árgangsins eftir aldri sé eins og gefið er í eftirfarandi töflu:

 

aldur

1

2

3

4

ár

1995

1996

1997

1998

landaður afli í fjölda

2

6

4

1

 

 

 

 1. Á næstu mynd má sjá dæmi um Ricker og Beverton-Holt ferla sem lýsa hugsanlegum samböndum milli hrygningarstofns (í þúsundum tonna) og nýliðunar (í milljónum). Einnig má sjá endurnýjunarferla sem tilsvara F=0.2 og F=0.6. Vitað er að afrakstur á nýliða miðað við F=0.2 er 2 kg og afrakstur á nýliða miðað við F=0.6 er 1.5 kg.

 

 1. Hvert má búast við að stofninn leiti ef veitt er með F=0.4 og ef Ricker sambandið gildir ?
 2. Hver verður afrakstur (í tonnum) ef veitt er með F=0.6 og Beverton-Holt sambandið gildir ?

 

 

 

 

 

 1. Í eftirfarandi töflu má sjá mat á stærð mismunandi aldursflokka í stofni í upphafi árs 1995. Talið er að fiskveiðidánartala á 3-6 ára fiski hafi verið um 0.4. Nýliðunarspá bendir til þess að nýliðun árið 1996 verði 600 milljónir einstaklinga. Notið gögn um meðalþyngd, náttúruleg afföll og veiðimynstur úr töflu í dæmi 1.
 2.  

  (a) Spáið fyrir um stofnstærð eftir aldri í upphafi árs 1996.

  (b) Gerið aflaspá (í tonnum) fyrir árið 1996 miðað við óbreytta sókn.

  Aldur

  Stofnstærð (millj)

  1

  400

  2

  500

  3

  800

  4

  100

  5

  50

  6

  25

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

 3. Á meðfylgjandi mynd hefur verið teiknuð upp þróun afla og hrygningarstofns þorsks á Íslandsmiðum á tímabilinu 1928-1991. Á myndinni má m.a. greinilega sjá síðari heimsstyrjöldina. Flokkið eftirfarandi aflareglur byggt á þessari mynd í

 

 1. of mikil (ekki sjálfbær) sókn
 2. líkleg til að tilsvara sjálfbærri og skynsamlegri nýtingu
 3. vannýting á stofninum

 

 1. Afli= hrygningarstofn (Y=1*S).
 2. Afli=500 þúsund tonn á ári (Y=500).
 3. Afli=40% af hrygningarstofni (Y=0.4*S).
 4. Afli=20% af hrygningarstofni
 5. Afli=10% af hrygningarstofni

 

 

 

 

 

 

 

 

 1. Á meðfylgjandi mynd má sjá hugsanlega aflareglu fyrir þorskstofninn auk jafnstöðuafla miðað við fasta (lága) meðalnýliðun og jafnstöðuafla miðað við tiltekið samband milli hrygningarstofns og nýliðunar. Fasta meðalnýliðunin er miðuð við þá meðalnýliðun sem samband hrygningarstofns og nýliðunar gefur við sóknina árið 1992. Í hvað stefna afli og stofnstærð, til lengri tíma litið, ef

 

 1. Sótt er mjög stíft og forsendan um fasta meðalnýliðun stenst?
 2. Aflareglan er notuð og samband hrygingarstofns við nýliðun stenst?
 3. Aflareglan er notuð og forsendan um fasta meðalnýliðun stenst?
 4. Sókninni 1992 er haldið áfram?

 

 

 

 

 

 1. Fyrir frægan stofn hefur verið notað Schnute samband milli hrygningarstofns (S) og nýliðunar (R), þ.e. R=aS/(1+S/K)b þar sem stuðlarnir a, b og K eru tilteknar tölur. Um þær gildir að a,b>0 og K>0. Þekkt er veiðimynstur, meðalþyngd og kynþroski eftir aldri, þannig að unnt er að reikna afrakstur á nýliða (Y/R) og hrygningarstofn á nýliða (S/R) miðað við tiltekna sókn, F.

 

Skrifið niður jöfnu(r) til að lýsa því hver langtímaafrakstur (Y) stofnsins er, út frá þeim stærðum sem gefnar eru að ofan.