Word útgáfa.

Leyfileg hjálpargögn: hefti um stærðfræðilega fiskifræði

Fiskifræði II

Raunvísindadeild
24 ágúst, 2000
kl 14-17
Leyfileg hjálpargögn: Dauðir hlutir
Notkun GSM farsíma og tenginga við Internet er með öllu óheimil.
15
1. Í eftirfarandi töflu má finna upplýsingar um veiðimynstur, meðalþyngd, náttúruleg afföll og hlutfall kynþroska eftir aldri. Reiknið afrakstur á nýliða og hrygningarstofn á nýliða miðað við að fiskveiðidánarstuðull sé F=0.3 að meðaltali á 5-7 ára fiski.

Aldur


Veiði-


Hlutfall


Meðalþ.


Náttúrulmynstur


kynþroska


eftir aldri


afföll


2


0.1


0.10


100


0.1


3


0.2


0.65


150


0.1


4


0.7


0.80


170


0.1


5


1.0


1.00


200


0.1


6


1.0


1.00


220


0.1


7


1.0


1.00


230


0.115
2. Samband nýliðunar og hrygningarstofns var metið hjá tilteknum stofni fiska og fundið sambandið . Er þá miðað við að hrygningarstofn sé mældur í tonnum og nýliðun í milljónum einstaklinga. Að auki hefur komið í ljós að við F=0.1 verður hrygningarstofn á nýliða 2 kg og afrakstur á nýliða verður 1 kg. Reiknið væntanlegan langtímaafrakstur úr stofninum miðað við F=0.1 ef =3 og =500000.
(Leiðbeiningar: Fylgið aðferðum í kennsluhefti. Munið að athuga einingarnar.)
15
3. Í eftirfarandi töflu má sjá mat á stærð mismunandi aldursflokka í stofni í upphafi árs 1980. Talið er að meðaldánartala á 4-7ára fiski hafi verið um 0.4. Nýliðunarspá bendir til þess að nýliðun árið 1981 verði 700 milljónir einstaklinga. Notið gögn um meðalþyngd og veiðimynstur úr töflunni í dæmi 1.
(a) Spáið fyrir um stofnstærð í fjölda eftir aldri í upphafi árs 1981.
(b) Gerið aflaspá (í tonnum) fyrir árið 1981 miðað við óbreytta sókn.

Aldur


Stofnstærð (millj)


2


400


3


500


4


200


5


300


6


200


7


10015
4. Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um Ricker og Beverton-Holt ferla sem lýsa hugsanlegum samböndum milli hrygningarstofns og nýliðunar. Einnig má sjá endurnýjunarferla sem tilsvara friðun stofnsins og F=0.6.
(a) Hvert má búast við að stofninn leiti ef veitt er með F=0.6 og Ricker sambandið gildir ?
(b) En ef stofninn er friðaður og Beverton-Holt sambandið gildir ?

15
5. Á myndinni má sjá afrakstur á nýliða (Y/R) miðað við mismunandi forsendur um náttúruleg afföll (M=0, 0.2, 0.4, 0.6). Heildarafföllin hafa verið metin með aflaferilsaðferð (catch curve analysis) sem Z=0.8.
(a) Hver er afrakstur á nýliða miðað við núverandi sókn fyrir hverja forsendu um M?
(b) Verða breytingar í jafnstöðuafla við núverandi sókn jafnháðar forsendu um M?

15
6. Fyrir tiltekinn stofn gildir Ricker samband milli hrygningarstofns (S) og nýliðunar (R). Fmax hefur verið notað til viðmiðunar við ráðgjöf, enda lýsir Fmax þeirri sókn, sem gefur hámarksafrakstur á nýliða. Til stendur að breyta þessari viðmiðun og nota í staðinn FMSY, sem segir til um, hvaða sókn gefur hámarksafla sem stofninn stendur undir (Maximum sustainable yield). Er hægt að segja til um, hvor talan er hærri, Fmax eða FMSY ?
(Leiðbeiningar: Skoðið dæmið með endurnýjunarferil í S-R planinu í huga. Byrjið með línu sem tilsvarar Fmax og athugið síðan hver verða áhrif þess á afrakstur á nýliða, nýliðun og heildarafrakstur að auka eða minnka sóknina, miðað við tiltekna Ricker ferla. Munið að rökstyðja svarið.)
10
7. Fyrir annan stofn gildir eftirfarandi samband milli hrygningarstofns (S) og nýliðunar (R): R=[alpha]S[beta] þar sem stuðlarnir [alpha] og [beta] eru tilteknar tölur og um þær gildir að [alpha]>0 og 0<[beta]<1. Þekkt er veiðimynstur, meðalþyngd og kynþroski eftir aldri, þannig að unnt er að reikna afrakstur á nýliða (Y/R) og hrygningarstofn á nýliða (S/R) miðað við tiltekna sókn, F.
Skrifið niður jöfnu(r), sem lýsir því hver langtímaafrakstur (Y) stofnsins er, út frá þeim stærðum sem gefnar eru að ofan.