Ađ endurbyggja brotiđ skip

Nýjar stjórnarskrár líta jafnan dagsins ljós ađ lokinni kreppu af einhverju tagi. Mér er kunnugt um ađeins tvćr undantekningar frá ţessari reglu í okkar heimshluta. Sćnska stjórnarskráin 1974 og kanadíska stjórnarskráin 1982 voru, ađ heita má, endursamdar upp úr ţurru. Hvers vegna kjósa ţjóđir oftast ađ setja sér nýjar stjórnarskrár ađ lokinni kreppu? Svariđ blasir viđ. Kreppur afhjúpa iđulega sprungur í lögum eđa framkvćmd laga, sem nýrri stjórnarskrá er ćtlađ ađ fylla. Ţegar allt er međ kyrrum kjörum, hafa menn yfirleitt um annađ ađ hugsa en endurskođun stjórnskipunarlaga. Ţađ er ţví engin tilviljun, ađ hrun ţurfti á Íslandi til ađ opna augu Alţingis fyrir nauđsyn ţess ađ draga ekki lengur endurskođun stjórnarskrárinnar frá 1944. Kosiđ var til stjórnlagaţings í nóvember 2010 samkvćmt lögum frá Alţingi. Ţeir, sem vilja bíđa međ endurskođun stjórnarskrárinnar, ţar til efnahagur landsins er kominn á réttan kjöl, eru í reyndinni ađ biđjast undan ţeirri endurskođun, sem Alţingi ákvađ í fyrra ađ setja af stađ. Hvađ gengur ţeim til? Kannski sjá ţeir ekkert athugavert viđ óbreytt ástand. Endurskođun stjórnarskrár á umbrotatímum er stundum líkt viđ ađ smíđa skip úti á rúmsjó. En kjósa menn ţá heldur óbreytt ástand? Flestir myndu svara ţeirri spurningu neitandi. Óbreytt ástand er afturför, sagđi Jón forseti. Hvađ segir reynslan okkur utan úr heimi? Jon Elster, einn helzti heimspekingur Norđmanna, nú prófessor viđ Kólumbíuháskóla í New York, hefur lýst sögulegu samhengi í endurskođun stjórnskipunarlaga báđum megin Atlantshafs röskar tvćr aldir aftur í tímann. Hann greinir sjö bylgjur frá sjálfstćđisyfirlýsingu Bandaríkjamanna 1776. Árin 1780-91 riđu Bandaríkjamenn, Pólverjar og Frakkar á vađiđ og settu sér nýjar stjórnarskrár. Eiđsvallarstjórnarskráin norska 1814 var angi á sama meiđi. Í kjölfar byltingarinnar í Evrópu 1848 voru víđa samdar nýjar stjórnarskrár, en ţćr entust mislengi, enda voru sumar byltingarnar barđar niđur. Ţriđja bylgjan reiđ yfir Evrópu eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914-18, ţegar Pólverjar, Tékkar og gersigrađir Ţjóđverjar settu sér nýjar stjórnarskrár. Fjórđa aldan reiđ yfir eftir lok síđari heimsstyrjaldarinnar 1939-45, ţegar sigrađar ţjóđir, Ítalar,  Japanar og aftur Ţjóđverjar, settu sér nýjar stjórnarskrár eftir forskrift sigurvegaranna. Fimmta bylgjan reis um sama leyti viđ endalok nýlenduveldis Breta, Frakka og annarra í Asíu og Afríku eftir 1945. Stjórnarskrár nýsjálfstćđra ríkja voru oftast samdar upp úr stjórnskipunarlögum nýlenduveldanna. Sjötta aldan reis, ţegar einrćđisstjórnir í Suđur-Evrópu hrökkluđust frá völdum 1974-78 og Grikkir, Portúgalar og Spánverjar settu sér lýđrćđislegar stjórnarskrár. Sjöunda og síđasta bylgjan reis eftir hrun kommúnismans í Miđ- og Austur-Evrópu 1989. Frá ţeim tíma hafa um 25 Evrópuţjóđir sett sér nýjar stjórnarskrár. Sovétríkin leystust upp í fimmtán sjálfstćđ ríki. Sambandiđ milli nýrrar stjórnarskrár og kreppu eđa einhvers konar neyđarástands af öđru tagi er ţví býsna skýrt á heildina litiđ. Jon Elster fer í saumana á samhenginu milli nýrra stjórnskipunarlaga og umhverfisins, sem ţau spretta úr á hverjum stađ, og greinir á milli rótleysis, byltinga, styrjalda, umskipta og nýfengins frelsis og sjálfstćđis. Fyrst nefnir hann rótleysi eins og ţađ, sem einkenndi Bandaríkin eftir sjálfstćđisstríđiđ viđ Breta 1775-83 og lyktađi međ nýrri stjórnarskrá 1787. Hann rekur stjórnarskrá Frakklands 1791 ekki til frönsku stjórnarbyltingarinnar tveim árum fyrr, heldur rekur hann hvort tveggja til bágs efnahags og yfirgengilegs ójafnađar, sem lýsti sér međal annars í ţví, ađ ađallinn var höfđinu hćrri en pöpullinn. Međ líku lagi rekur hann stjórnarskrár Frakklands og Ţýzkalands 1848 til byltingarástandsins ţá í álfunni. Upp úr ţeim jarđvegi spratt ţjóđfundurinn hér heima 1851. Stjórnarskrá Frakklands 1958 rekur Elster til ótta Charles de Gaulle, síđar forseta, viđ pólitískar afleiđingar uppreisnar Alsírbúa gegn yfirráđum Frakka. Ósigur í stríđi er ein kveikjan enn ađ nýjum stjórnarskrám eins og í Ţýzkalandi eftir báđar heimsstyrjaldirnar og einnig í Póllandi og Tékkóslóvakíu eftir fyrra stríđ og Ítalíu og Japan eftir síđari heimsstyrjöldina. Og ţá er enn ótaliđ nýfengiđ eđa nýtekiđ sjálfstćđi líkt og í Bandaríkjunum 1776 og víđa í Asíu og Afríku eftir 1945. Hrun bankakerfisins hér heima 2008 var heimssögulegt í sniđum. Gjaldţrot bankanna ţriggja var stćrra en öll nema tvö gjaldţrot fyrirtćkja í Bandaríkjunum frá öndverđu og var t.d. nćrri ţrisvar sinnum stćrra en gjaldţrot Enrons 2001 skv. fróđlegri samantekt Fjármálaeftirlitsins. Mikill fjöldi fólks innan lands og utan varđ fyrir miklu tjóni af manna völdum. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alţingis leiđir í ljós, ađ eigendur og stjórnendur bankanna brutu lög m.a. međ sjálftöku úr sjóđum ţeirra. Stjórnmálamenn dönsuđu međ, enda höfđu ţeir valiđ bönkunum eigendur til ađ tryggja sér talsamband viđ bankana. Af ţví virđist mega álykta, ađ stjórnskipanin brást. Viđ ţurfum nýja stjórnarskrá til ađ draga úr líkum á, ađ sagan endurtaki sig.

 

Fréttablađiđ, 17. febrúar 2011.


Til baka