Fćreysk mál og menning

Ţegar ég steig ásamt félögum mínum, tveim prófessorum, Dana og Norđmanni, inn í Lögţingiđ í Ţórshöfn í Fćreyjum á föstudaginn var, blasti viđ okkur ćgifagurt málverk í móttökunni. Ég sagđi viđ ţá: Ţarna sjáiđ ţiđ, herrar mínir, hvađ Fćreyingar eiga fína málara. Ţegar viđ komum nćr, sáum viđ, ađ myndin var eftir Jóhannes Kjarval, gjöf frá Alţingi til Lögţingsins. Ţegar okkur var bođiđ inn í ţingsalinn, sáum viđ hanga yfir rćđustólnum enn stćrra málverk, glćsilega mynd eftir Ingólf af Reyni (1920-2005), einn merkasta listamann Fćreyja á öldinni sem leiđ. Lögţingiđ í Fćreyjum er elzta ţjóđţing heims, stofnađ um 860. Fćreyingar hafa ekki hátt um ţetta. Lögţingiđ starfađi óslitiđ til 1816, lá síđan niđri til 1852, ţegar ţađ var reist upp aftur sjö árum eftir endurreisn Alţingis, og hefur starfađ ć síđan. Erindi okkar ţremenninganna til Fćreyja var ađ rökrćđa um fiskveiđistjórn ásamt innlendum mönnum á 500 manna fundi í Norđurlandahúsinu; 22 lögţingsmenn af 33 voru í salnum, ţar á međal lögmađurinn, forsćtisráđherrann. Mismunun er mannréttindabrot, sagđi ég og vitnađi í bindandi álit mannréttindanefndar SŢ 2007 um kvótakerfiđ.

Frammi fyrir málverki Ingólfs af Reyni í ţingsalnum rifjađist upp fyrir mér samnorrćn yfirlitssýning í Finnlandi fyrir mörgum árum. Ţá sá ég fyrst fćreysk málverk, enda hafđi ég ţá ekki enn komiđ til Fćreyja. Málararnir, sem áttu verk á sýningunni, virtust mér skiptast í tvo flokka: svipmikla finnska, fćreyska og íslenzka málara annars vegar og heldur daufgerđa danska, norska og sćnska málara hins vegar. Ţetta er auđvitađ einföldun, fyrstu hughrif einnar sýningar. Hitt orkar ţó varla tvímćlis, ađ Fćreyingar státa líkt og Íslendingar af fjölskrúđugu menningarlífi, ţar sem myndlistina ber trúlega hćst í Fćreyjum, en tónlist og bókmenntir eru einnig hafđar í hávegum. Fćreyingar hafa t.a.m. rekiđ sinfóníuhljómsveit í aldarfjórđung. Henni stjórnar nú Bernharđur Wilkinsson, sem  hefur veriđ og er enn umsvifamikill í íslenzku tónlistarlífi. Bókmenntir blómstra. Jógvan Isaksen, lektor í Kaupmannahafnarháskóla, heldur áfram ađ gefa út skínandi góđar fćreyskar glćpasögur um blađamanninn Hannis Martinsson, nú síđast Metusalem 2008 (dönsk ţýđing 2011). Bćkur hans ćttu heima í Hollywood. Fćreyingar eru nú tćplega 50 ţúsund talsins líkt og fyrir hruniđ 1989-93. Taliđ er, ađ 25 til 30 ţúsund Fćreyingar búi utan lands. Heildarfjöldi Fćreyinga er ţví 75 til 80 ţúsund.

 

Fćreysk myndlist og ţá ekki sízt verk Ingólfs af Reyni ćttu frá mínum bćjardyrum séđ ađ búa viđ heimsfrćgđ. Samt nćr frćgđ ţeirra varla nema til Íslands og Danmerkur og varla ţangađ. Ađ vísu eru til veglegar bćkur međ verkum Ingólfs af Reyni, ţar á međal nýleg og stórglćsileg bók, sem Listasafn Fćreyja gaf út 2009, viđhafnarútgáfa, sem slagar hátt upp í Kjarvalsbókina, sem Nesútgáfan gaf út  á 120 ára afmćli Kjarvals 2005, glćsilegustu listaverkabók, sem gefin hefur veriđ út á Íslandi, međ miklum fjölda mynda Kjarvals auk rćkilegs efnis um líf hans og störf frá ýmsum hliđum. Kjarvalsbókin sómir sér vel međal veglegustu listaverkabóka heimsins. Samt eru verk ţeirra beggja svo ađ segja óţekkt utan Íslands og Fćreyja. Ég leyfi mér ađ efast um, ađ hátt verđ fengist fyrir ţau í New York, París eđa Tokíó. Vandinn er ekki bundinn viđ Fćreyjar og Ísland. Ţjóđmálarar margra annarra landa eru svo ađ segja óţekktir utan landsteinanna.

Markađseinangrun býđur ýmsum hćttum heim. Einangrađur málverkamarkađur býr í haginn fyrir falsara. Ef listaverkakaupendur einblína á innlenda listamenn og verk ţeirra, geta falsarar gengiđ á lagiđ. Falsari tekur erlenda mynd, bćtir íslenzku berjalyngi í annađ horniđ og íslenzkri undirskrift í hitt horniđ, og verđlítil mynd eftir óţekktan danskan listamann selst á uppsprengdu verđi á Íslandi sem nýfundin íslenzk mynd eftir gamlan meistara. Falsarinn grćđir, og ţađ gerir einnig galleríiđ, sem selur myndina, og stjórnendur ţess, en verđiđ á verkum listamannsins fellur líkt og ásýnd verka hans. Skv. gögnum lögreglunnar, sem sagt var frá í Morgunblađinu og öđrum fjölmiđlum á sínum tíma, eru um 900 fölsuđ málverk í umferđ á Íslandi, sumir segja 1100. Ađeins ţrjú ţessara verka hafa komiđ til kasta dómstóla. Máliđ er alţekkt í listaheiminum, en enginn hefur enn ţurft ađ sćta ábyrgđ. Hér er verk ađ vinna ađ loknu uppgjöri viđ hruniđ. Ekki er vitađ um fölsuđ málverk í Fćreyjum.

DV, 5. marz 2012.


Til baka