FERMING Þín sál er fágæt fjallalind sem fagnar hverjum degi, svo ljómar hún í ljúfri mynd á lífsins góða vegi. Á vegferð aldrei villist þú ef vakir hugans mildi og ef þitt hjarta hefur trú á heimsins fögru gildi. Af þinni sál er aðeins eitt eintak hér að finna :,: því skaltu ætíð brosa breitt mót birtu vona þinna. :,: |