Lög, vísindi og spilling

Tveir prófessorar í hagfrćđi í Moskvu, Leonid Polishchuk og Timur Natkhov, sendu nýlega frá sér ritgerđ, sem vert er ađ segja frá utan háskólamúranna.

 

Prófessorarnir spyrja: Hverju sćtir ţađ, ađ í Úkraínu sćkja miklu fleiri stúdentar í laganám en í Póllandi? Og hvers vegna sćkja miklu fleiri stúdentar í Póllandi í vísindanám en í Úkraínu?

Tölurnar tala skýru máli. Í Úkraínu sćkja 8% háskólastúdenta í laganám boriđ saman viđ 2% stúdenta í Póllandi. Í Póllandi sćkja á hinn bóginn 8% stúdenta í vísindanám á móti 4% í Úkraínu. Međ vísindanámi er átt viđ nám í raunvísindum, ţ.m.t. líffrćđi, stćrđfrćđi og tölvunarfrćđi. Tölurnar miđast viđ fjölda brautskráđra stúdenta og eru sóttar til Menningarmálastofnunar Sameinuđu ţjóđanna (UNESCO). Í Póllandi bjóđa 16 háskólar upp á laganám, en í Úkraínu skipta lagadeildirnar hundruđum.

Spurningin skiptir máli m.a. vegna ţess, ađ löndin tvö, Pólland og Úkraína, eru náskyld og nokkurn veginn jafnstór, liggja hvert ađ öđru og eru ađ ýmsu öđru leyti nauđalík.

Rússnesku prófessorarnir tveir reiđa fram ýmis frćđirök og reynslurök, sem leiđa ţá ađ svari viđ spurningunni. Svar ţeirra er í stuttu máli ţetta:

Úkraína er gerspillt, ţar bítast menn eins og hundar um yfirráđ yfir auđlindum landsins, auđgast á stjórnmálaafskiptum og eitra fyrir andstćđingum sínum. Ungt fólk ţar lađast ađ lögfrćđi, ţar eđ nóg er ađ gera í dómskerfinu viđ ađ greiđa úr ágreiningi milli stríđandi afla. Pólland er ekki eins spillt. Ţar eru engar teljandi auđlindir til ađ bítast um og ţví ekki eftir neinu sérstöku ađ slćgjast í lögfrćđibransanum. Pólskir stúdentar lađast heldur ađ vísindum.

Munurinn skiptir máli, segja prófessorarnir. Laganám býr menn m.a. undir ţjónustu viđ rentusóknara, t.d. ţá, sem hafa sölsađ undir sig auđlindir í ţjóđareigu og hagnast ţannig á kostnađ annarra. Vísindanám býđur ađ námi loknu engan sérstakan ađgang ađ rentusóknurum, heldur býr ţađ menn undir rannsókn á umhverfi mannsins og ađild ađ framleiđslu á vörum og ţjónustu, sem bitnar yfirleitt ekki á öđrum. Rentusókn er óhagkvćm og óheilbrigđ af sjónarhóli ţjóđarheildarinnar skv. eđli máls. Rentusóknarar koma sér áfram á olnbogaskotum.

Gögnin, sem rússnesku prófessorarnir tveir reiđa fram, ná yfir 95 lönd um allan heim. Mynstriđ, sem birtist í talnaefninu, er býsna skýrt. Í löndum, sem virđa lög og rétt, er jafnan mun minni ađsókn ađ laganámi en í löndum, ţar sem lög og réttur standa höllum fćti. Í löndum, sem virđa lög og rétt, er međ líku lagi mun meiri ađsókn ađ vísindanámi en í löndum, ţar sem réttarríkiđ haltrar. Mynstriđ helzt óbreytt hvort sem styrkur réttarríkisins er mćldur beint eđa óbeint, t.d. međ vísitölum Alţjóđabankans um gćđi stjórnsýslunnar, viđnám gegn spillingu eđa vernd einkaeignarréttar. Mynstriđ birtist jafnt í ríkum löndum og fátćkum og er sérlega áberandi í fv. kommúnistaríkjum.

 

Ţig skal hafa grunađ, lesandi góđur, ađ ţetta kćmi nćst. Hvađ er hćgt ađ segja um Ísland?

Eldgamla Ísafold er međal landanna 95 í úrtaki Rússanna. Ţeir sýna, ađ ađsókn ađ laganámi á Íslandi er miklu meiri en ćtla mćtti miđađ viđ ţćr einkunnir, sem Alţjóđabankinn gefur Íslandi sem réttarríki, og miklu meiri en í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíţjóđ. Ađsókn ađ vísindanámi á Íslandi er međ líku lagi miklu minni en ćtla mćtti miđađ viđ ţćr einkunnir, sem Alţjóđabankinn gefur Íslandi sem réttarríki, og miklu minni en í Finnlandi, en ţó svipuđ og í Danmörku, Noregi og Svíţjóđ. Séu verkfrćđi og heilbrigđisvísindi talin međ raunvísindum, stendur ađsókn ađ vísindanámi á Íslandi langt ađ baki Finnlands, Danmerkur, Noregs og Svíţjóđar.

Niđurstöđur rússnesku prófessoranna virđist mega túlka á ţann veg, ađ Alţjóđabankinn hafi gefiđ Íslandi of háar einkunnir sem réttarríki, ţar eđ munurinn á ađsókn ađ laganámi og vísindanámi á Íslandi rímar vel viđ ýmis lönd, sem Alţjóđabankinn hefur gefiđ mun lakari einkunn fyrir ýmsar hliđar laga og réttar, en rímar ekki vel viđ önnur Norđurlönd.

Ţessi túlkun kemur heim og saman viđ nýja rannsókn Gallups, sem sýnir, ađ 67% Íslendinga telja spillingu vera útbreidda í stjórnkerfinu boriđ saman viđ 14% Svía, 15% Dana, 25% Norđmanna, 30% Finna, 68% Pólverja og 77% Úkraínumanna.

DV, 11. nóvember 2013.


Til baka