Frá Brasilíu til Lissabon
Lissabon
– Hér í Lissabon eru landkönnuđir enn á allra vörum. Ţađ var áriđ 1492
ađ Kristófer Kólumbus hélt hann hefđi siglt skipi sínu til Vestur-Indía
sem viđ köllum nú Karíbahafseyjar. En ţađ var ekki alls kostar rétt ţví
skipiđ kastađi akkerum viđ Bahama-eyjar úti fyrir ströndum Flórída, ekki
heldur langt frá Kúbu, og gerđi ţar stuttan stanz. Kólumbus hafđi ekki
hugmynd um ađ Leifur Eiríksson, okkar mađur á stađnum, hafđi numiđ land
í Ameríku tćpum 500 árum fyrr, nánar tiltekiđ Vínland ţar sem nú heitir
Nýfundnaland. Ekki fékk Ameríka ađ heita í höfuđiđ á Kristóferi
Kólumbusi, heldur eftir
Amerigo Vespucci, ítölskum landkönnuđi sem var í siglingum
ţar vestra nokkru síđar. Kaninn má ţykjast hafa sloppiđ vel ţví álfan
hefđi getađ hlotiđ heldur nafniđ Vespússía eftir ţeirri reglu sem
tíđkast víđast hvar utan Íslands ađ kenna lönd og stađi viđ eftirnöfn
manna frekar en fornöfn. |
Nokkrum árum eftir síđari fund Ameríku 1492 sigldi portúgalski
landkönnuđurinn Vasco de Gama fyrstur manna suđur fyrir Góđrarvonarhöfđa
syđst í Afríku og áfram upp til Indlands. Á leiđinni heim aftur sigldi
hann nálćgt Brasilíu en nam ţar ţó ekki land. Ţađ gerđu ađrir landar
hans um 1500 og var Brasilía upp frá ţví portúgölsk nýlenda allar götur
til 1822 og gekk á ýmsu. Ţrćlahald lagđist ekki af í Brasilíu fyrr en
1888 og féll ţá síđasta vígi ţrćlahalds á vesturhveli jarđar.
Landeigendur réđu lögum og lofum. Eftir síđari heimsstyrjöldina fékk
Brasilía loksins ađ kynnast lýđrćđi frá 1946 til 1964 ţegar herforingjar
hrifsuđu til sín völdin og stjórnuđu landinu međ harđri hendi til 1985.
Ţá komst lýđrćđi aftur á og stendur sú skipan enn.
|
Brasilískir stjórnmálamenn og flokkar hafa ekki fariđ vel međ umbođ
kjósenda. Brasilía hefur dregizt aftur úr Portúgal í efnahagslegu
tilliti og langt aftur úr Argentínu í nćsta nágrenni. Brasilía og
Argentína stóđu jafnfćtis 1990 en nú er ađ međaltali fjórđungsmunur á
lífskjörum í löndunum tveim Argentínu í hag. Brasilíu hefur samt fariđ
fram ađ ýmsu öđru leyti. Brasilískur hvítvođungur gat vćnzt ţess ađ lifa
11 árum skemur en argentínskur hvítvođungur 1960, en nú er munurinn
kominn niđur í eitt ár, 77 ár í Argentínu og 76 í Brasilíu. Lengri ćvir
vitna um aukna velsćld.
Stjórnmálin eru kafli út af fyrir sig. Einn fv. forseti Brasilíu,
Lula da Silva, situr nú í fangelsi vegna ađildar ađ
spillingu. Annar fv. forseti var dćmdur frá embćtti fyrir
sömu sakir. Hinn ţriđji, sá sem nú situr, er í rannsókn. Fáir virđast
hafa hreinan skjöld. Kjósendur hugsa margir sem svo: Allt er betra en
ţetta. Og ţá siglir inn í upplausnarástandiđ fv. hermađur og ţingmađur
frá 1991, Jair Bolsonaro heitir hann, sveiflar biblíunni og lofar ađ
hreinsa til. Hann formćlir međ grófu orđalagi blökkumönnum, afkomendum
ţrćlanna, og öđrum minnihlutahópum og mćrir herforingjana og
pyndingarnar sem ţeir voru ţekktir fyrir 1964-1985. Hann blćs á alla
umhverfisvernd. Hann er kallađur brasilískur Trump og virđist nú
líklegur til ađ ná kjöri í síđari umferđ forsetakosninganna á
sunnudaginn kemur. Ţá getur margt enn fariđ úrskeiđis. |
Hér birtist ein hćttan sem stafar af stjórnmálaspillingu. Ţegar Ítalar
losuđu
sig viđ gerspillta stjórnmálamenn og flokka árin eftir 1990
kusu ţeir Silvio Berlusconi, auđmann af sama sauđahúsi, til ađ taka viđ
taumunum međ ţeim árangri ađ Ítalía hefur í efnahagslegu tilliti dregizt
aftur úr öđrum Evrópulöndum. Kaupmáttur ţjóđartekna á mann á Ítalíu var
svipađur 1990 og hann var í hinum ţrem stćrstu löndum ESB, Bretlandi,
Frakklandi og Ţýzkalandi, sem hefur öllum vegnađ nokkuđ vel. Nú er
kaupmáttur ţjóđartekna á mann á Ítalíu engu meiri en fyrir 20 árum líkt
og í Grikklandi, fjórđungi minni en í Ţýzkalandi og 10% minni en í
Frakklandi. Í sumar leiđ gerđu ítalskir kjósendur ađra tilraun til
landhreinsunar svo af hlauzt
ný
ríkisstjórn tveggja gerólíkra uppreisnarflokka sem virđast
til alls vísir nema ESB setji ţeim stólinn fyrir dyrnar. Ţá getur hitnađ
í kolunum. Dćmi Ítalíu og Grikklands vitna um hćttuna sem fylgir ţví ađ
spilling festi rćtur. |
Portúgal hefur dregizt lítillega aftur úr Spáni í efnahagslegu tilliti
frá ţví bćđi löndin hrundu herforingjastjórnum af höndum sér um miđjan
áttunda áratug síđustu aldar og lýđrćđi komst á og bćđi gengu inn í ESB
1986. Kaupmáttur ţjóđartekna á mann er nú íviđ minni í báđum löndum en
hann var 2007. Portúgal hefur ţó dregiđ á Spán ađ öđru leyti. Nýfćddur
Portúgali gat vćnzt ţess ađ lifa sex árum skemur en nýfćddur Spánverji
1960, en nú er munurinn kominn niđur í tvö ár, 83 ár á Spáni líkt og hér
heima og 81 ár í Portúgal. Lengri ćvir segja stundum meira en ţurrar
hagtölur. |