Hvađ er íslenzk menning?

Menning er ađ gera hlutina vel, sagđi bróđir minn, Ţorsteinn Gylfason prófessor. Eftir skilgreiningu hans kynni íslenzk menning ađ virđast standa höllum fćti, ţví svo rammt kveđur ađ fúskinu, sem einkennir ýmsa ţćtti ţjóđlífsins. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alţingis frá 2010 lýsir vandanum vel. Skýrslan lýsir opinberri stjórnsýslu, ţar sem varla stendur steinn yfir steini. Einn ţriggja nefndarmanna sagđist í sjónvarpi hafa veriđ gráti nćst viđ gerđ skýrslunnar. Skýrsla RNA og ađrir vitnisburđir lýsa stjórnmála- og viđskiptalífi, sem er morandi í spillingu. Byggingabransinn er kapítuli út af fyrir sig eins og margir vonsviknir húsbyggjendur hafa vitnađ um fyrir rétti. Ég gćti haldiđ áfram.

 

En bíđum viđ. Ţjóđlífiđ snýst ekki bara um stjórnsýslu, byggingar og viđskipti. Í mörgum öđrum greinum gera margir Íslendingar hlutina vel, meira ađ segja mjög vel á heimsvísu. Tökum sinfóníuhljómsveitina. Ţar fćr enginn hljóđfćraleikari stöđu, nema hann eđa hún hafi stađizt blint próf. Hljóđfćraleikararnir eru látnir spila á bak viđ tjald, svo ađ valnefndin sjái ţá ekki. Ţetta er gert til ađ girđa fyrir klíkuskap. Álitlegur hluti hljóđfćraleikaranna er útlendingar. Enginn spyr um flokksskírteini.

Söngskólinn í Reykjavík er annađ dćmi (játning: ég sit ţar í stjórn). Söngskólinn hefur frá öndverđu haft náiđ samstarf viđ Konunglegu tónlistarskólana í Bretlandi „The Associated Board of the Royal Schools of Music”. Öll lokapróf frá skólanum hafa veriđ tekin í samvinnu viđ ABRSM, prófdómarar ţađan hafa dćmt prófin og nemendur hlotiđ prófskírteini, sem njóta alţjóđlegrar viđurkenningar. Tónlistarskólarnir um landiđ hafa á heildina litiđ tekiđ stakkaskiptum. Fyrir hálfri öld voru ţúsund nemendur skráđir í tónlistarskóla, og nú er fjöldi skráđra nemenda um fimmtán ţúsund. Tónlistin blómstrar.

 

Ég get haldiđ áfram. Heilbrigđisţjónusta á Íslandi er ađ mörgu leyti til fyrirmyndar ţrátt fyrir sáran fjárskort. Ţetta sést međal annars á ţví, ađ í ađeins sex löndum heimsins lifir mannfólkiđ lengur en á Íslandi (81,5 ár hér ađ međaltali, konur 83,3 ár, karlar 79,7). Ţessi sex langlífislönd eru örríkin Liechtenstein og San Marínó, sem á heimsmetiđ (83 ár), og auk ţeirra Hong Kong, Ísrael, Japan og Sviss (heimild: Alţjóđabankinn). Margir foreldrar eru fyrir hönd barna sinna hćstánćgđir međ leikskólana og grunnskólana ţrátt fyrir lág kennaralaun, og ţannig mćtti lengi telja. Sonarsonur minn kom uppveđrađur heim úr skólanum, hann var sex eđa sjö ára, og vildi vita meira um Fjalla-Eyvind og Höllu. Hann er ađ lćra á barítónhorn. Ţađ er íslenzk menning.

 

(Ég var beđinn um 400 orđ um íslenzka menningu handa tímariti fyrir

 útlendinga, sem kemur út á nýju ári, og niđurstađan varđ ţessi.)

DV, 5. desember 2011.


Til baka