Bréfberinn og skáldiđ
Pablo Neruda elskađi lífiđ. Sumir segja, ađ hann hafi dáiđ úr sorg.
Hann fćddist í Síle 1904, hóf snemma ađ yrkja kvćđi og flćktist um
heiminn, fór víđa, ţví ađ í huga hans var lífiđ samfelld leit ađ
ćvintýrum eins og hann lýsir vel í viđburđaríkri sjálfsćvisögu sinni (Memoirs,
1974). Hann var um skeiđ konsúll í Búrmu, Seylon og Austur-Indíum,
löndin heita nú Mjanmar, Sri Lanka og Indónesía, og hann varđ međ
tímanum eitt dáđasta ljóđskáld heimsins. Hann var sćmdur
Nóbelsverđlaunum 1971, tveim árum fyrir andlátiđ. Ástarkvćđi hans eru
mikil ađ vöxtum, ţar á međal eru ástarkvćđin til ćttjarđarinnar, en auk
ţeirra orti hann um nćstum allt, sem heiti hefur, jafnvel sokkana sína.
Tungan lék í höndum hans: ţegar viđ tölum um líf og dauđa, talađi hann
um líf og gröf. Hann orti um sofandi hendur og um úriđ, sem brytjađi
tímann. Hann orti ekki um fúin fiskinet, heldur sorgum vafin veiđarfćri.
Heildarútgáfa á kvćđum hans spannar 3.500 síđur, og fáein ţeirra eru til
í íslenzkri ţýđingu. Til dćmis hefur Guđrún H. Tuliníus
menntaskólakennari ţýtt tvö verk eftir Neruda,
Tuttugu ljóđ um ást og einn
örvćntingarsöngur (2001) og
Hćđir Machu Picchu (2005). Kvćđi hans hafa veriđ ţýdd á mörg
tungumál, trúlega langt umfram flest önnur ljóđskáld. Tónskáld semja
sönglög viđ ljóđin hans. Hér má nefna frábćran lagaflokk eftir
bandaríska tónskáldiđ Peter Lieberson viđ fimm ástarkvćđi eftir Neruda.
Eiginkona tónskáldsins, Lorraine Hunt Lieberson, söng lögin inn á disk (Neruda
Songs, 2006) međ miklum brag undir stjórn James Levine,
ađalhljómsveitarstjóra Metropolitanóperunnar í New York og
sinfóníuhljómsveitarinnar í Boston. |
Um Pablo Neruda hafa veriđ skrifađar skáldsögur. Ţeirra
ţekktust er sagan, sem síđar var
gerđ ađ ítölsku kvikmyndinni
Bréfberinn (Il postino,
1994). Myndin segir frá útlegđ skáldsins á eynni Kaprí utan viđ Napólí
1952. Síleski kommúnistaflokkurinn, sem hann sat á ţingi fyrir, hafđi
veriđ bannađur međ lögum 1948, svo ađ Neruda neyddist til ađ flýja land
áriđ eftir. Hann komst viđ illan leik á hestbaki yfir ísi lögđ
landamćrin til Argentínu og ţađan áfram til Evrópu. Bréfberinn, sem
fćrir útlagaskáldinu póst međ reglulegu millibili, reynist sjálfur vera
skáld og skerpir skáldgáfuna á fundum sínum međ Neruda. Hann dreymir um
ađ vinna hylli stúlkunnar, sem hann elskar, međ ţví ađ yrkja til hennar.
Ţetta tókst, en ţó ekki betur en svo, ađ Massimo Troisi, leikarinn og
skáldiđ, sem fór međ hlutverk bréfberans og uppskar heimsfrćgđ, dó
ađeins rösklega fertugur ađ aldri tólf klukkustundum eftir ađ tökum
myndarinnar lauk. Hann hafđi frestađ hjartaađgerđ til ađ tefja ekki
tökurnar. Myndin var útnefnd til Óskarsverđlauna sem bezta mynd ársins
1995, en hún laut í lćgra haldi fyrir
Braveheart međ Mel Gibson. |
Myndin um bréfberann og skáldiđ lifir. Óperuhúsiđ í Los Angeles fékk
mexíkóska tónskáldiđ Daniel Catan til ađ semja óperu eftir myndinni.
Óperan var frumflutt nú í haust ţar vestra međ Placido Domingo í
hlutverki Pablos Neruda. Verkiđ mćlist vel fyrir og verđur sýnt í París
og Vín á nýju ári. Sagt er, ađ óperugestirnir hafi margir gengiđ
syngjandi út úr salnum ađ lokinni sýningu. Ţetta var 132. sviđshlutverk
Domingos á löngum og glćsilegum ferli. Domingo er nú 69 ára eins og
Neruda var, ţegar hann féll frá. |
Neruda tók sér stöđu međ kommúnistum gegn ţeim, sem héldu Síle í sárri
fátćkt. Stjórnvöld voru öll á bandi landeigenda. Fátćkt almennings lýsti
sér í ţví, ađ 1960 gátu nýfćdd börn vćnzt ţess ađ ná 57 ára aldri í Síle
boriđ saman viđ 70 ár í Bandaríkjunum og 71 ár hér heima. Marxistinn
Salvador Allende vann sigur í forsetakosningum 1970. Ţrem árum síđar
gerđi herinn loftárás á forsetahöllina. Forsetinn svipti sig lífi frekar
en ađ falla í hendur hersins, og Neruda dó tólf dögum síđar, bugađur af
sorg. Herinn var síđan viđ völd í 15 ár undir stjórn Augustos Pinochet
hershöfđingja. Hann reyndist ekki ađeins vera mannréttindabrjótur og
morđingi, heldur einnig mútuţegi og ţjófur. Slíkum mönnum ber ađ óska
langlífis, svo ađ ţeir megi heyra dóm sögunnar. Pinochet varđ nógu
gamall til ađ fá ađ heyra sannleikann um sjálfan sig í sjónvarpinu innan
lands og utan. Nýfćdd börn í Síle geta nú vćnzt ţess ađ lifa lengur (79
ár) en bandarísk börn (78). Neruda getur tekiđ gleđi sína aftur. |
Fréttablađiđ, 16. desember 2010.