Enn fleiri hagnýtar ástćđur

Enn langar mig ađ fá ađ brýna fyrir lesendum mínum hagnýtar ástćđur til ađ greiđa atkvćđi međ frumvarpi Stjórnlagaráđs til nýrrar stjórnarskrár í ţjóđaratkvćđagreiđslunni 20. október n.k. Nú kalla ég Alţingi til vitnis.

Einróma samţykkt Alţingis

Ţađ hefur sárasjaldan gerzt í sögu Alţingis, ađ tillögur séu ţar samţykktar einum rómi. Ţađ gerđist ţó tveim árum eftir hrun, sjaldan slíku vant, ađ 28. september 2010 samţykkti Alţingi ályktun einum rómi, ţ.e. međ 63 atkvćđum gegn engu. Ályktunin var um viđbrögđ Alţingis viđ skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis og hljóđađi svo:

    „Alţingi ályktar ađ skýrsla rannsóknarnefndar Alţingis sé vitnisburđur um ţróun íslensks efnahagslífs og samfélags undangenginna ára og telur mikilvćgt ađ skýrslan verđi höfđ ađ leiđarljósi í framtíđinni.
    Alţingi ályktar ađ brýnt sé ađ starfshćttir ţingsins verđi teknir til endurskođunar. Mikilvćgt sé ađ Alţingi verji og styrki sjálfstćđi sitt og grundvallarhlutverk.
    Alţingi ályktar ađ taka verđi gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á ađ af henni verđi dreginn lćrdómur.
    Alţingi ályktar ađ skýrsla rannsóknarnefndar Alţingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu.
    Alţingi ályktar ađ stjórnendur og helstu eigendur fjármálafyrirtćkja á Íslandi beri mesta ábyrgđ á bankahruninu.
    Alţingi ályktar ađ eftirlitsstofnanir hafi brugđist.
    Alţingi ályktar ađ mikilvćgt sé ađ allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tćkifćriđ sem skýrslan gefur til ađ bćta samfélagiđ.
    Alţingi ályktar ađ fela forsćtisnefnd, viđkomandi nefndum Alţingis, stjórnlaganefnd, sbr. lög um stjórnlagaţing, nr. 90/2010, og forsćtisráđherra fyrir hönd ríkisstjórnar ađ ráđast í eftirfarandi:

I. Endurskođa löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviđum:
    1.     Stjórnarskrá lýđveldisins Íslands, nr. 33/1944.
    2.     Lög um ţingsköp Alţingis, nr. 55/1991.
    3.     Lög um ráđherraábyrgđ, nr. 4/1963, og lög um landsdóm, nr. 3/1963.
    4.     Lög um Stjórnarráđ Íslands, nr. 73/1969, stjórnsýslulög, nr. 37/1993, upplýsingalög, nr. 50/1996, og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
    5.     Löggjöf um starfsemi á fjármálamarkađi.
    6.     Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa, nr. 129/1997.
    7.     Löggjöf um eftirlit međ fjármálastarfsemi á vettvangi Seđlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitsins og annarra eftirlitsađila. Tiltćk verđi viđbragđsáćtlun viđ fjármálaáfalli.
    8.     Löggjöf um háskóla og fjölmiđla.
    9.     Löggjöf um reikningsskil og bókhald.
    10.   Lög um endurskođendur, nr. 79/2008.
    11.   Stofnuđ verđi sjálfstćđ ríkisstofnun sem fylgist međ ţjóđhagsţróun og semji ţjóđhagsspá.
    12.   Ađra löggjöf sem nauđsynlegt er ađ endurskođa međ hliđsjón af tillögum ţingmannanefndar, sbr. 15. gr. laga nr. 142/2008, um rannsókn á ađdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburđa.

 II. Eftirfarandi rannsóknir og úttektir fari fram á vegum Alţingis:

1.     Sjálfstćđ og óháđ rannsókn á starfsemi lífeyrissjóđa á Íslandi frá setningu laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa, nr. 129/1997, og síđar. Í kjölfar ţess fari fram heildarendurskođun á stefnu og starfsemi lífeyrissjóđanna.
    2.     Sjálfstćđ og óháđ rannsókn á ađdraganda og orsökum falls sparisjóđa á Íslandi frá ţví ađ viđskipti međ stofnfé voru gefin frjáls. Í kjölfar ţess fari fram heildarendurskođun á stefnu og starfsemi sparisjóđanna.
    3.     Stjórnsýsluúttekt á Fjármálaeftirlitinu og Seđlabanka Íslands. Á grundvelli hennar verđi metnir kostir og gallar ţess ađ sameina starfsemi stofnananna í ţeim tilgangi ađ tryggja heildaryfirsýn yfir kerfisáhćttu, fjármálalegan stöđugleika og ábyrgđ á samrćmingu viđbragđa.
III. Eftirlit:
    Nefnd á vegum Alţingis hafi eftirlit međ ađ úrbótum á löggjöf sem ţingmannanefndin leggur til í skýrslu sinni verđi hrint í framkvćmd. Miđađ skal viđ ađ ţeim úrbótum verđi lokiđ fyrir 1. október 2012.“ Tilvitnun lýkur.


Ég tek fyrir mína parta undir hvert orđ í einróma ályktun Alţingis. Frumvarp Stjórnlagaráđs miđar ađ sama marki.

DV, 10. ágúst 2012.


Til baka