Enn fleiri hagnýtar ástæður
Enn langar mig að fá að brýna fyrir lesendum mínum hagnýtar ástæður til
að greiða atkvæði með frumvarpi Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár
í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október n.k.
Nú kalla ég Alþingi til vitnis.
Einróma samþykkt Alþingis
Það hefur sárasjaldan gerzt í sögu Alþingis, að tillögur séu þar
samþykktar einum rómi. Það gerðist þó tveim árum eftir hrun, sjaldan
slíku vant, að
28. september 2010 samþykkti Alþingi
ályktun einum rómi, þ.e. með 63 atkvæðum gegn engu. Ályktunin var um
viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og hljóðaði
svo:
„Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé
vitnisburður um þróun íslensks efnahagslífs og samfélags undangenginna
ára og telur mikilvægt að skýrslan verði höfð að leiðarljósi í
framtíðinni. |
I. Endurskoða löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum
sviðum: 1. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944. 2. Lög um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. 3. Lög um ráðherraábyrgð, nr. 4/1963, og lög um landsdóm, nr. 3/1963. 4. Lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, stjórnsýslulög, nr. 37/1993, upplýsingalög, nr. 50/1996, og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. 5. Löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði. 6. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997. 7. Löggjöf um eftirlit með fjármálastarfsemi á vettvangi Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitsins og annarra eftirlitsaðila. Tiltæk verði viðbragðsáætlun við fjármálaáfalli. 8. Löggjöf um háskóla og fjölmiðla. 9. Löggjöf um reikningsskil og bókhald. 10. Lög um endurskoðendur, nr. 79/2008. 11. Stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem fylgist með þjóðhagsþróun og semji þjóðhagsspá. 12. Aðra löggjöf sem nauðsynlegt er að endurskoða með hliðsjón af tillögum þingmannanefndar, sbr. 15. gr. laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. |
II. Eftirfarandi rannsóknir og úttektir fari fram á vegum Alþingis:
1. Sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi
frá setningu laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi
lífeyrissjóða, nr. 129/1997, og síðar. Í kjölfar þess fari fram
heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi lífeyrissjóðanna. Ég tek fyrir mína parta undir hvert orð í einróma ályktun Alþingis. Frumvarp Stjórnlagaráðs miðar að sama marki. |