Ţrettán lönd á fleygiferđ

Hvađa lönd hafa náđ mestum árangri í efnahagsmálum frá 1950? Sé miđađ viđ hagkerfi, sem hafa vaxiđ um sjö prósent á ári eđa meira í aldarfjórđung eđa lengur, fylla 13 lönd ţennan flokk. Hagkerfi, sem vex um sjö prósent á ári, tvöfaldar framleiđslu sína á tíu ára fresti eđa ţar um bil.

    Ţessi 13 lönd eru í öllum heimsálfum. Sum eru stór, önnur smá. Flest eru í Asíu. Kína, Hong Kong og Taívan eru í ţeim hópi og einnig Indónesía, Japan, Kórea, Malasía, Singapúr og Taíland. Hin fjögur eru Afríkulandiđ Bótsvana, Brasilía í Suđur-Ameríku, Evrópulandiđ Malta – já, Malta – og Arabalandiđ Óman. Reynsla ţessara 13 landa sýnir, ađ lönd geta vaxiđ hratt, sé vel á málum haldiđ. Reynslan sýnir einnig, ađ ör hagvöxtur til langs tíma litiđ er enginn hćgđarleikur, enda hafa ađeins 13 af rösklega 200 löndum heims náđ ađ vaxa um sjö prósent á ári eđa meira í 25 ár eđa lengur.

    Afríku er ekki alls varnađ. Bótsvana á heimsmetiđ í hagvexti. Ţar náđi framleiđsla á mann ađ átjánfaldast frá 1960 til 2005 á móti fjórtánföldun í Kína, ellefuföldun í Japan, sjöföldun í Taílandi og fjórföldun í Brasilíu. Indland og Víetnam sýnast líkleg til ađ slást í vaxtarrćktarhópinn innan tíđar. Ţessar upplýsingar eru sóttar í fróđlega yfirlitsskýrslu Alţjóđabankans frá 2008.

Hvađ eiga ţessi 13 lönd sammerkt? Hvernig tókst ţeim ađ vaxa svona hratt? Skýrsla Alţjóđabankans tilgreinir fimm lykilatriđi, sem eru öll í góđu samrćmi viđ hagvaxtarfrćđi nútímans.

    Í fyrsta lagi hösluđu öll löndin 13 sér völl á heimsmarkađi. Ţau breiddu út fađminn og fluttu inn hugmyndir, tćkni og verklag frá útlöndum og fluttu út vörur og ţjónustu, sem ţeim hefđi ekki tekizt ađ selja heima fyrir, ţar eđ heimamarkađurinn er of lítill til ţess. Ţau fluttu inn ţekkingu, sem ţau vantađi utan úr heimi, og fluttu út varning, sem önnur lönd vanhagađi um.

    Í annan stađ tókst löndunum 13 yfirleitt ađ halda verđbólgu í skefjum. Verđbólgan varđ yfirleitt ekki svo mikil, ađ sparifjáreigendur fengjust ekki til ađ leggja fé í banka. Fjármál ríkisins voru einnig yfirleitt í góđu lagi, svo ađ skuldir ríkisins héldust innan hóflegra marka. Engar kollsteypur ţar.

    Í ţriđja lagi tókst löndunum 13 ađ leggja grunninn ađ miklum sparnađi innan lands og ţá um leiđ mikilli fjárfestingu. Lítil verđbólga var nauđsynleg til ađ ţađ mćtti takast. Fjárfestingin heima fyrir spratt af innlendum sparnađi frekar en erlendu lánsfé.

    Í fjórđa lagi var markađsbúskapur meginreglan í ţessum löndum, ekki miđstjórn. Einkaframtakiđ fékk svigrúm til ađ njóta sín, en almannavaldiđ smíđađi umgerđina og sá um eftirlitiđ.

    Í fimmta lagi var landsstjórnin yfirleitt í höndum hćfra og trúverđugra manna. Efnahagsumrćđan var á háu stigi, hvort heldur fyrir opnum tjöldum eđa luktum dyrum, svo sem erlendir gestir vitna um.

Ţótt náttúruauđlindagnćgđ hafi reynzt vera blendin blessun, búa sex ţessara 13 landa ađ ríkulegum náttúruauđi (Botsvana, Brasilía, Óman, Indónesía, Malasía og Taíland) og hafa á heildina litiđ fariđ vel međ hann. Ćtla mćtti, ađ náttúrauđlindir örvuđu jafnan hagvöxt, en reynslan sýnir annađ eins og rakiđ er í skýrslunni. Vandinn er, ađ ríkiđ hneigist til ađ selja ađganginn ađ sameignarauđlindum of lágu verđi eđa heimta of lág gjöld af auđlindatekjunum til sameiginlegra ţarfa. Stundum er tekjunum beinlínis stoliđ, eđa sérhagsmunahópar ná ađ sölsa ţćr undir sig og sóa ţeim. Međ ţví ađ sjá ţjóđarbúinu fyrir gjaldeyristekjum byrgir auđlindagnćgđin stjórnvöldum sýn á nauđsyn ţess ađ renna stođum undir fjölbreytta útflutningsframleiđslu; ţetta er helzta einkenni Hollenzku veikinnar. Eina fćra leiđin til ađ sneiđa hjá ţessum ógöngum er, ađ ríkiđ leysi til sín eđlilegan hluta rentunnar af sameignarauđlindum líkt og Norđmenn gera, leggi álitlegan hluta fjárins til hliđar erlendis handa komandi kynslóđum og verji afganginum varlega til arđvćnlegrar uppbyggingar heima fyrir.

    Skýrsla Alţjóđabankans bendir einnig á ýmsar hćttur, sem fylgja fámenni. Kostnađur hvers íbúa af almannaţjónustu er mun meiri í litlum löndum en stórum. Vegna smćđarinnar hafa lítil lönd lakari skilyrđi en stór lönd til fjölbreytts atvinnulífs, svo ađ smálöndin eru ađ ţví skapi viđkvćmari fyrir ýmsum áföllum. Svariđ viđ vandanum er náiđ samstarf viđ önnur lönd. Sum smálönd, til dćmis nokkur eyríki í Karíbahafi, styđjast viđ erlenda viđskiptabanka og sameinast um myntir, seđlabanka, sendiráđ, dómstóla og jafnvel Hćstarétt í hagrćđingarskyni. Ţau deila fullveldi sínu međ öđrum.

Fréttablađiđ, 25. febrúar 2010.

Til baka