Samkeppni minnkar vaxtamun

Ţjónusta er mikilvćgasti atvinnuvegur heims. Hefjum söguna 1971. Ţá stóđ ţjónusta á bak viđ tćpan helming landsframleiđslunnar hér heima á móti röskum 60 prósentum í Bandaríkjunum. Nú er skerfur ţjónustu til ţjóđarbúsins kominn upp fyrir 70 prósent hér á móti tćpum 80 prósentum í Bandaríkjunum (tölurnar eru frá 2005). Sums stađar eru tölurnar orđnar enn hćrri en fyrir vestan. Í Lúxemborg stendur ţjónusta nú á bak viđ 83 prósent af ţjóđarbúskapnum og 90 prósent í Hong Kong. Ţróunarlöndin eru á sömu siglingu. Skerfur ţjónustu til framleiđslunnar ţar á heildina litiđ er nú kominn upp fyrir helming á móti röskum ţriđjungi 1971 og stefnir hćrra. Ţetta er nútíminn. Hlutur ţjónustu í mannaflanum er yfirleitt svipađur og í framleiđslunni. Meiri og betri fjármálaţjónusta hefur veriđ snar ţáttur í ţjónustuvćđingu undangenginna ára. Ţađ er ţó ýmsum vandkvćđum bundiđ ađ slá máli á skerf ýmislegrar bankaţjónustu til efnahagslífsins á hverjum stađ. Einn vandinn er sá, ađ ýmis fjármálaţjónusta, svo sem ráđgjöf, er ekki verđlögđ beint eins og til ađ mynda fótsnyrting, og ţá er ađ ţví skapi erfitt ađ meta bankaţjónustuna til fjár eins og ađra ţjónustu. Annar vandi snýr ađ ýmsum óbeinum áhrifum bankastarfsemi. Bankar greiđa fyrir framkvćmdum og viđskiptum og rétta atvinnulífinu örvandi hönd, án ţess ađ ţeim sé ţakkađ framlagiđ í ţjóđhagsreikningum. Ţađ flćkir máliđ enn, ađ bankar hafa tekjur af ţví ađ annast viđskipti međ hlutabréf, ţar sem hagnađur eins er annars tap. Hér er í mörg horn ađ líta, og ţess vegna eru sambćrilegar tölur um vćgi fjármálaţjónustu í ólíkum löndum ekki auđfundnar í skýrslum. Alţjóđabankinn birtir ekki slíkar tölur í öllu talnaflóđinu, sem frá bankanum berst. Hagstofa Íslands birtir tölur um samsetningu landsframleiđslunnar hér heima og ţá einnig um hlut fjármálaţjónustu í framleiđslunni. Ţar kemur fram, ađ skerfur sjávarútvegs, bćđi veiđa og vinnslu, hefur skroppiđ saman um meira en helming frá 1997. Ţá stóđ útvegurinn á bak viđ 13 prósent af landsframleiđslunni, en hlutfalliđ var 6 prósent 2005 og stefnir neđar. Sömu sögu er ađ segja af landbúnađi: skerfur hans til ţjóđarbúsins minnkađi úr 1,8 prósentum 1997 í 1,4 prósent 2005. Framlag iđnađar til ţjóđarbúsins stóđ nokkurn veginn í stađ; ţađ var 24 prósent 1997 og 22 prósent 2005. Eftir stendur ţá ţjónustan, sem jók hlut sinn í ţjóđarbúskapnum úr 61 prósent 1997 í 71 prósent 2005. Fjármálaţjónusta er ţó ekki stór hluti ţjónustugeirans í heild. Fjármálaţjónusta og tengd starfsemi nam 5 prósentum af landsframleiđslu 1997 og tćpum 10 prósentum 2005. Ţađ gerir nćstum tvöföldun á átta árum. Ţessar tölur Hagstofunnar vitna um ţá langţráđu atvinnubyltingu, sem er ađ eiga sér stađ á Íslandi og annars stađar. Einkavćđing banka og fjárfestingarsjóđa lagđi grunninn ađ grósku bankaţjónustunnar nú. Einkavćđing Landsbankans og Búnađarbankans 1999-2003 dróst ađ vísu of lengi, en hún hvíldi hér heima líkt og annars stađar á ţeim rökum, ađ einkabankar standa jafnan betur ađ vígi en ríkisbankar, ţví ađ ríkisbönkum hćttir til ađ taka atkvćđi fram yfir arđsemi. Íslenzk stjórnvöld ţurftu af stađbundum og sögulegum ástćđum lengri tíma til ađ átta sig á yfirburđum einkarekstrar í fjármálaţjónustu líkt og á öđrum sviđum. Enn virđist vanta talsvert á fullan skilning á ţví, hvernig einkavćđing ţarf ađ ganga fyrir sig, svo ađ hún geti skilađ fullum árangri. Reynsla Austur-Evrópulandanna bregđur birtu á máliđ. Ţar höfđu menn snör handtök og seldu talsverđan hlut í bönkunum í hendur útlendinga; nćr allur bankarekstur Eistlands er nú í erlendum höndum. Tilgangurinn var tvíţćttur: ađ tryggja samkeppni og virkja erlenda reynslu og sérţekkingu, enda var engri ţekkingu á nútímabankarekstri til ađ dreifa í Austur-Evrópu á valdaskeiđi kommúnista ţar. Einn mćlikvarđi á samkeppni í bankarekstri er vaxtamunurinn. Samkeppni í bankarekstri tryggir jafnan lćgri útlánsvexti en ella og hćrri innlánsvexti, ţađ er minni vaxtamun. Tökum dćmi. Litháar minnkuđu hlut ríkisins í bankarekstri úr 44 prósentum 1999 í 12 prósent 2003. Vaxtamunurinn á mćlikvarđa Alţjóđabankans minnkađi eins og hendi vćri veifađ úr 8 prósentum 1999 í 4 prósent 2005. Pólverjar minnkuđu hlut ríkisins í bankarekstri úr 44 prósentum 1999 í 24 prósent 2003 og Rússar úr 68 prósentum í 36 prósent. Vaxtamunurinn minnkađi úr 6 prósentum 1999 í 4 prósent 2005 í Póllandi og úr 26 prósentum 1999 í 7 prósent 2005 í Rússlandi. Hér heima jókst vaxtamunurinn úr 5 prósentum 1999 í 7 prósent 2004 samkvćmt tölum Alţjóđabankans. Hvađ gerđist svo? Vaxtamunurinn jókst enn í 10 prósent 2005 samkvćmt upplýsingum Seđlabankans og í 13,5 prósent 2006.

Fréttablađiđ, 11. október 2007.


Til baka