VON
:,: Viljinn vekur
von um nætur,
draum og dekur
dafna lætur.
Ógnir eyðast
ýmiskonar,
brosir breiðast
birta vonar.
Sofna sakir
og sorg í minni
ef vonin vakir
í vitund þinni. :,: