Árinni kennir illur rćđari

Í skýrslu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrum utanríkisráđherra fyrir Rannsóknarnefnd Alţingis 17. júlí 2009 segir svo á bls. 25 (8. bindi, bls. 140): „eftir á koma menn og segjast hafa varađ viđ og séđ hvađ var ađ gerast - tveir sem hafa gert ţađ, annar Robert Wade og hinn Ţorvaldur Gylfason. Ţetta voru báđir menn sem höfđu mjög greiđan ađgang ađ mér, sem ég var í persónulegum samskiptum viđ, og ađ ţeir kćmu á framfćri ţeim upplýsingum viđ mig ađ bankakerfiđ okkar vćri komiđ ađ fótum fram, eđa í mikilli hćttu, ţađ gerđu ţeir ekki.“

Hinn 7. apríl 2008, hálfu ári fyrir hrun, sendi ég Ingibjörgu, Geir Haarde forsćtisráđherra og ţrem ţingmönnum stjórnarandstöđunnar grein, sem birtist ţann dag í alţjóđlega vefritinu Vox. Greinin birtist síđan í íslenzkri ţýđingu undir heitinu „Á ţunnum ís?“ hér í Fréttablađinu 19. apríl 2008. Ţar segir: „erlendar skammtímaskuldir bankakerfisins voru í árslok 2007 fimmtán sinnum meiri en gjaldeyrisforđi Seđlabankans. Í ljósi ţess lćrdóms, sem dreginn var af fjármálakreppunni í Asíu 1997-1998, hefđi ţetta ekki átt ađ geta gerzt. Stjórnvöld hefđu átt ađ standa í veginum. Hér er ekki litiđ í baksýnisspegil. Ríkisstjórnin og Seđlabankinn voru hvađ eftir annađ vöruđ viđ, opinberlega og afdráttarlaust. Svar ţeirra var, ađ Ísland sé ekki Taíland.“ Eini ţingmađurinn, sem kvittađi fyrir sendinguna, var Jón Magnússon hćstaréttarlögmađur. Hin ţögđu.

Ég hef birt vikulega pistla hér í Fréttablađinu síđan í febrúar 2003 og auk ţess oft komiđ fram í öđrum miđlum, útvarpi og sjónvarpi. Ţví er hćgt um vik ađ ganga úr skugga um, hvađ ég skrifađi um efnahagsmálin og bankana og hvenćr í ađdraganda hrunsins, auk ţess sem pistlar mínir eru allir ađgengilegir ýmist á vefsetri mínu eđa í síđasta ritgerđasafni mínu, Tveir heimar (2005).

 

Ég hef aldrei sótzt eftir ađ lýsa skođunum mínum í einkasamtölum viđ stjórnmálamenn, utan einu sinni. Ţađ var fyrir kosningarnar 2007. Ţá bauđ ég Ingibjörgu Sólrúnu í kaffi til ađ hvetja hana til ađ undirbúa samstjórn Samfylkingar og VG eftir kosningar međ ţví ađ leggja fram sameiginlega stefnuskrá og lofa ţví fyrir kosningar ađ mynda slíka stjórn til ađ bćgja Sjálfstćđisflokknum og Framsóknarflokknum frá völdum. Um ţađ leyti var mér bođiđ á fáeina fundi Ingibjargar, sem var ţá formađur Samfylkingarinnar, međ nokkrum öđrum hagfrćđingum og öđru fólki og einu sinni eftir kosningar 2007, eftir ađ Samfylkingin gekk til samstarfs viđ Sjálfstćđisflokkinn. Í gegnum tíđina hef ég stöku sinnum fengiđ slíkar kvađningar frá flestum stjórnmálaflokkum eđa flokksfélögum, yfirleitt ţegar ţeir eru í stjórnarandstöđu, og ég hef reynt ađ taka ţeim öllum vel og hjálpsamlega. Ţar eđ tillaga mín um nauđvarnarsamstarf vinstri flokkanna vakti engin viđbrögđ, birti ég hana hér í Fréttablađinu nokkru síđar („Viđ myndum stjórn“ 19. apríl 2007).

Í skýrslu Styrmis Gunnarssonar fyrrum ritstjóra Morgunblađsins fyrir Rannsóknarnefnd Alţingis 1. október 2009 segir svo á bls. 1–2 (8. bindi, bls. 179). [É]g er búinn ađ fylgjast međ ţessu í 50 ár. Ţetta er ógeđslegt ţjóđfélag, ţetta er allt ógeđslegt. Ţađ eru engin prinsipp, ţađ eru engar hugsjónir, ţađ er ekki neitt. Ţađ er bara tćkifćrismennska, valdabarátta.“

Afdráttarlaus játning Styrmis Gunnarssonar vekur eftirtekt og umhugsun. Hvers vegna lá ritstjórinn á ţessari skođun sinni í hálfa öld? Hann ţekkir vel til íslenzkra stjórnmála og hvergi betur en í Sjálfstćđisflokknum. Hann kemst svo harkalega ađ orđi nú, ţegar öllum eru orđin ljós verk valdaklíkunnar, sem ráđiđ hefur lögum og lofum í flokknum. Styrmir Gunnarsson var innsti koppur í búri Sjálfstćđisflokksins og nátengdur ţessari valdaklíku. Játning Styrmis hlýtur ađ lýsa fyrst og fremst ţví ástandi og ţeim mönnum, sem hann ţekkir vel úr návígi. Styrmir Gunnarsson kaus ađ draga játninguna ţar til nú, ţegar Rannsóknarnefndin hefur kveđiđ upp ţunga áfellisdóma yfir tveim fyrrum formönnum Sjálfstćđisflokksins auk annarra. Áfelli Rannsóknarnefndarinnar virđist geta leitt til fangelsisdóma, nema forseti Íslands kjósi ađ náđa hina seku. Náđunarvald forsetans nćr ţó ekki til ráđherra, sem Landsdómur hefur dćmt seka, nema međ samţykki Alţingis. Styrmir Gunnarsson hefđi mátt leysa fyrr frá skjóđunni. Morgunblađiđ mćtti temja sér sömu hreinskilni, ţótt seint sé.

 

Fréttablađiđ, 15. apríl 2010.


Til baka